Skoðað hvort almenningi verði hleypt nær gosinu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2015 18:45 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri Norðurlands eystra. Mynd/Þorgeir Baldurs. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skoðar nú með almannavarndeild ríkislögreglustjóra hvort óhætt sé að leyfa almenningi að komast nær eldgosinu í Holuhrauni. Beðið er eftir nýju hættumati. Rúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því almannavarnir lýstu allt hálendið norðan Vatnajökuls sem bannsvæði og síðan hefur almenningi verið meinuð för þar um. Þótt verulega hafi dregið úr eldgosinu telst kraftur þess enn mikill og há gildi brennisteinsdíoxíðs mælast enn frá eldstöðinni.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Spurningar vakna hins vegar um hvort gefa eigi fleirum en vísindamönnum og fjölmiðlamönnum færi á að nálgast gosið. Oddviti Skútustaðahrepps, Yngvi Ragnar Kristjánsson, hefur varpað fram þeirri hugmynd hvort leyfa mætti takmarkaða umferð sérbúinna jeppa og vélsleða um leið sem liggur frá Mývatni og að útsýnisstað við svokallan Kattbeking. Hann er um tíu kílómetra frá gígnum, og utan hættusvæðis vegna flóðbylgju. Nýskipaður lögreglustjóri Norðurlands eystra, Halla Bergþóra Björnsdóttir, segir þetta í athugun og hún hafi nú þegar fundað með almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. „Verið er að vinna að nýju hættumati og í framhaldi af því verður metið hvort ástæða sé til breytinga á fyrri ákvörðun varðandi lokanir og hættusvæði,“ segir Halla Bergþóra í svari við fyrirspurn Stöðvar 2. Hún segir að tillaga oddvitans, eins og allar tillögur, verði skoðaðar með opnum huga en ákvarðanir verði allar byggðar á þeim grunni að öryggi almennings verði ekki stefnt í hættu.Leiðin sem oddvitinn vill opna liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni.Grafík/Hjalti Þór Þórsson. Tengdar fréttir Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skoðar nú með almannavarndeild ríkislögreglustjóra hvort óhætt sé að leyfa almenningi að komast nær eldgosinu í Holuhrauni. Beðið er eftir nýju hættumati. Rúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því almannavarnir lýstu allt hálendið norðan Vatnajökuls sem bannsvæði og síðan hefur almenningi verið meinuð för þar um. Þótt verulega hafi dregið úr eldgosinu telst kraftur þess enn mikill og há gildi brennisteinsdíoxíðs mælast enn frá eldstöðinni.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Spurningar vakna hins vegar um hvort gefa eigi fleirum en vísindamönnum og fjölmiðlamönnum færi á að nálgast gosið. Oddviti Skútustaðahrepps, Yngvi Ragnar Kristjánsson, hefur varpað fram þeirri hugmynd hvort leyfa mætti takmarkaða umferð sérbúinna jeppa og vélsleða um leið sem liggur frá Mývatni og að útsýnisstað við svokallan Kattbeking. Hann er um tíu kílómetra frá gígnum, og utan hættusvæðis vegna flóðbylgju. Nýskipaður lögreglustjóri Norðurlands eystra, Halla Bergþóra Björnsdóttir, segir þetta í athugun og hún hafi nú þegar fundað með almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. „Verið er að vinna að nýju hættumati og í framhaldi af því verður metið hvort ástæða sé til breytinga á fyrri ákvörðun varðandi lokanir og hættusvæði,“ segir Halla Bergþóra í svari við fyrirspurn Stöðvar 2. Hún segir að tillaga oddvitans, eins og allar tillögur, verði skoðaðar með opnum huga en ákvarðanir verði allar byggðar á þeim grunni að öryggi almennings verði ekki stefnt í hættu.Leiðin sem oddvitinn vill opna liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni.Grafík/Hjalti Þór Þórsson.
Tengdar fréttir Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00