Jón Bjarnason segir fyrirhuguð mótmæli á misskilningi byggð Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2015 17:17 Jón Bjarnason er afar ánægður með ríkisstjórnina, að hún ætli að slíta viðræðunum og óttast mótmæli ekki, enda þau á misskilningi byggð. Jón Bjarnason, formaður Heimsýnar, fagnar því mjög að formenn flokkanna, sem og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, ætli að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að viðræðum við Evrópusambandið verði formlega slitið. „Þá er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir ætla að fylgja þessu máli eftir af fullum þunga. Standa þar með við samþykktir beggja flokkanna og kosningaloforðin sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón kampakátur þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir stundu.Stóð á því sem hann var kosinn til Þegar Jón er spurður nánar út í hið lýðræðislega umboð, kosningaloforðin, þá með vísan til afgerandi orða forystusveitar Sjálfstæðisflokksins hvað varðar vilja til að láta fólk kjósa um áframhald viðræðna, segir Jón að Landfundasamþykktin sé mjög skýr um þetta. „Þau hljóta að verja samþykktir flokkanna,“ segir Jón. Hann var ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar þegar þáverandi ríkisstjórn hóf undirbúning aðildarviðræðna, þannig að hann veit hvað klukkan slær í þessum efnum. „Hörðustu ESB-sinnar settu mig út úr ríkisstjórninni til að koma málunum áfram. Ég stóð á því sem ég var kosinn til.“Efast um túlkun undirskrifta og skoðanakannana Vísir ræddi við Jón Steindór Valdimarsson, formann Já Ísland fyrr í dag, en hann vísaði til skoðanakannana þar sem ítrekað hefur komið í ljós mikill vilji, yfir 80 prósent, sem vildi fá að kjósa um áframhald viðræðna. Þá lagði Jón Steindór fram 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga, þar sem þessi vilji kom fram. Jón segir þetta mjög málum blandið, og forsendurnar brenglaðar. „Vissi fólk hvað það var að skrifa undir?“ spyr Jón sem vill meina að þetta sé túlkunum háð: „Undirskriftirnar hljóðuðu fyrst og fremst uppá hvort þú vilt kjósa. Menn skulu skoða textann og spurninguna vandlega; þá það sem fólk var að svara og skrifa skrifa undir. Ég veit um fólk sem var algerlega á móti og vildi kjósa þetta út úr heiminum, aðild að Evrópusambandinu, það var ekki að hugsa um hvort það væri að kjósa um áframhald viðræðna. Það er tvennt ólíkt. Þá væri ágætt að biðja viðkomandi um að leggja fram nafnalistann.“ Jón vill sem sagt meina að þarna hafi verið brögð í tafli, villandi spurningar og túlkunin þar með röng. „Það er ekkert að því að kjósa um hvort hvort fólk vilji ganga í ESB. En, það er ekki rétt að þessar undirskriftir hljóði uppá vilja um halda þessum viðræðum áfram. Það er ákveðinn hópur sem vill fá að kjósa um spurninguna, viltu ganga í Evrópusambandið eða ekki? Og það er ágæt spurning. Um það á að spyrja. Þessar viðræður eru löngu komnar í strand.“Ekki hægt að kjósa um áframhald viðræðna Jón segir, spurður hvort hann sé alfarið á móti því að kosið verði um hvort viðræðum verði fram haldið eða ekki, að það sé einfaldlega ekki hægt að kjósa um það. Viðræðurnar séu stopp af Evrópusambandsins hálfu. „Já, krafa Evrópusambandsins liggur fyrir að forsjá fiskimiðanna fari til Evrópusambandsins. Og ef við viljum halda áfram viðræðum á þeim forsendum erum við að fallast á það að gefa miðin frá okkur. Og það liggja engar samþykktir fyrir þess efnis á Alþingi að gefa frá sér fiskmiðin. Alþingi og þjóðin er ekki tilbúin að gefa eftir landhelgina, bara sí svona.“Viðræður fela í sér afsal fiskimiðanna Jón segir að það að vilja halda umræðunum áfram feli í sér framsal fiskimiðanna. „Það voru settir fyrirvarar, samninganefndinni er ekki heimilt að ganga lengra en þarna er tilgreint. Ef sýnt er að gefa verður meira eftir en Alþingi hefur gefið heimild fyrir, þá verða þær stopp. Fékkst ekki frjálst umboð til að gera hvað sem var. Ég veit nákvæmlega hvernig er með sjávarútvegsmálin, það var sama og strandaði á hjá Norðmönnum.“ Og Jón óttast ekki boðuð mótmæli. „Allir eiga rétt á að mótmæla, en þeir sem ætla að mótmæla verða að vita hverju þeir eru að mótmæla. Ég skil það fólk sem segir: Ég vil ganga í ESB, þó ég sé algerlega ósammála því. En umsóknin er komin á enda.“ Tengdar fréttir „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Jón Bjarnason, formaður Heimsýnar, fagnar því mjög að formenn flokkanna, sem og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, ætli að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að viðræðum við Evrópusambandið verði formlega slitið. „Þá er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir ætla að fylgja þessu máli eftir af fullum þunga. Standa þar með við samþykktir beggja flokkanna og kosningaloforðin sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón kampakátur þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir stundu.Stóð á því sem hann var kosinn til Þegar Jón er spurður nánar út í hið lýðræðislega umboð, kosningaloforðin, þá með vísan til afgerandi orða forystusveitar Sjálfstæðisflokksins hvað varðar vilja til að láta fólk kjósa um áframhald viðræðna, segir Jón að Landfundasamþykktin sé mjög skýr um þetta. „Þau hljóta að verja samþykktir flokkanna,“ segir Jón. Hann var ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar þegar þáverandi ríkisstjórn hóf undirbúning aðildarviðræðna, þannig að hann veit hvað klukkan slær í þessum efnum. „Hörðustu ESB-sinnar settu mig út úr ríkisstjórninni til að koma málunum áfram. Ég stóð á því sem ég var kosinn til.“Efast um túlkun undirskrifta og skoðanakannana Vísir ræddi við Jón Steindór Valdimarsson, formann Já Ísland fyrr í dag, en hann vísaði til skoðanakannana þar sem ítrekað hefur komið í ljós mikill vilji, yfir 80 prósent, sem vildi fá að kjósa um áframhald viðræðna. Þá lagði Jón Steindór fram 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga, þar sem þessi vilji kom fram. Jón segir þetta mjög málum blandið, og forsendurnar brenglaðar. „Vissi fólk hvað það var að skrifa undir?“ spyr Jón sem vill meina að þetta sé túlkunum háð: „Undirskriftirnar hljóðuðu fyrst og fremst uppá hvort þú vilt kjósa. Menn skulu skoða textann og spurninguna vandlega; þá það sem fólk var að svara og skrifa skrifa undir. Ég veit um fólk sem var algerlega á móti og vildi kjósa þetta út úr heiminum, aðild að Evrópusambandinu, það var ekki að hugsa um hvort það væri að kjósa um áframhald viðræðna. Það er tvennt ólíkt. Þá væri ágætt að biðja viðkomandi um að leggja fram nafnalistann.“ Jón vill sem sagt meina að þarna hafi verið brögð í tafli, villandi spurningar og túlkunin þar með röng. „Það er ekkert að því að kjósa um hvort hvort fólk vilji ganga í ESB. En, það er ekki rétt að þessar undirskriftir hljóði uppá vilja um halda þessum viðræðum áfram. Það er ákveðinn hópur sem vill fá að kjósa um spurninguna, viltu ganga í Evrópusambandið eða ekki? Og það er ágæt spurning. Um það á að spyrja. Þessar viðræður eru löngu komnar í strand.“Ekki hægt að kjósa um áframhald viðræðna Jón segir, spurður hvort hann sé alfarið á móti því að kosið verði um hvort viðræðum verði fram haldið eða ekki, að það sé einfaldlega ekki hægt að kjósa um það. Viðræðurnar séu stopp af Evrópusambandsins hálfu. „Já, krafa Evrópusambandsins liggur fyrir að forsjá fiskimiðanna fari til Evrópusambandsins. Og ef við viljum halda áfram viðræðum á þeim forsendum erum við að fallast á það að gefa miðin frá okkur. Og það liggja engar samþykktir fyrir þess efnis á Alþingi að gefa frá sér fiskmiðin. Alþingi og þjóðin er ekki tilbúin að gefa eftir landhelgina, bara sí svona.“Viðræður fela í sér afsal fiskimiðanna Jón segir að það að vilja halda umræðunum áfram feli í sér framsal fiskimiðanna. „Það voru settir fyrirvarar, samninganefndinni er ekki heimilt að ganga lengra en þarna er tilgreint. Ef sýnt er að gefa verður meira eftir en Alþingi hefur gefið heimild fyrir, þá verða þær stopp. Fékkst ekki frjálst umboð til að gera hvað sem var. Ég veit nákvæmlega hvernig er með sjávarútvegsmálin, það var sama og strandaði á hjá Norðmönnum.“ Og Jón óttast ekki boðuð mótmæli. „Allir eiga rétt á að mótmæla, en þeir sem ætla að mótmæla verða að vita hverju þeir eru að mótmæla. Ég skil það fólk sem segir: Ég vil ganga í ESB, þó ég sé algerlega ósammála því. En umsóknin er komin á enda.“
Tengdar fréttir „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent