„Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2015 14:54 Fjármálaráðherra kallar eftir efnislegri umræðu um ESB. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að tillaga um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lögð fram á næstu dögum. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, rifjaði upp hörð viðbrögð þjóðarinnar við tillögu um viðræðuslit sem lögð var fram seinasta vetur. Fjölmenn mótmæli voru meðal annars haldin nokkra laugardaga í röð þar sem fólk kom saman og krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna. Guðmundur spurði Bjarna hver væri hugur hans til tillögu um viðræðuslit. Hann sagðist ekki muna það öðruvísi en að Bjarni hefði sagt á síðasta þingi, þegar svipuð tillaga kom fram, að finna yrði einhverja leið til að þjóðin gæti komið að málinu. Bjarni sagði afstöðu sína skýra. Hann hefði á sínum tíma greitt atkvæði gegn aðildarumsókn og þá hefði niðurstaða landsfunds Sjálfstæðisflokksins verið sú að Íslandi sé best borgið utan ESB. „Ríkisstjórnin hefur engin áform um að halda viðræðunum áfram. Það er of mikið gert úr því að ríkisstjórnin vilji koma fram með þennan vilja og lýsa honum með atkvæðagreiðslu hér í þinginu. [...] Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann of mikið gert úr forminu, það er með hvaða hætti leiða ætti málið til lykta. Guðmundur sagði þá að ríkisstjórnin hefði ekkert umboð til að slíta viðræðunum formlega þar sem ekkert stæði í stjórnarsáttmála um það. Ríkisstjórnin yrði að sækja sér slíkt umboð með alþingiskosningum. Bjarni sagðist þá kalla eftir efnislegri umræðu um málið: „Hvað þýðir það að ganga í ESB? Ég kalla eftir efnislegri umræðu um það. Þegar hún fer fram mun öldurnar lægja í samfélaginu.“ Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15 Bullandi ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks um ESB og landbúnaðinn Haraldur Benediktsson telur ummæli Vilhjálms Bjarnasonar um að landbúnaður sé ekki alvöru atvinnugrein forkastanleg. Hann vill slíta aðildarviðræðum við ESB strax. 12. janúar 2015 13:49 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Betra að slíta viðræðum en skilja málið eftir í lausu lofti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að formleg viðræðuslit við ESB verði betri fyrir samstarfsflokkinn en að skilja málið eftir í lausu lofti. 18. janúar 2015 20:00 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að tillaga um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lögð fram á næstu dögum. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, rifjaði upp hörð viðbrögð þjóðarinnar við tillögu um viðræðuslit sem lögð var fram seinasta vetur. Fjölmenn mótmæli voru meðal annars haldin nokkra laugardaga í röð þar sem fólk kom saman og krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna. Guðmundur spurði Bjarna hver væri hugur hans til tillögu um viðræðuslit. Hann sagðist ekki muna það öðruvísi en að Bjarni hefði sagt á síðasta þingi, þegar svipuð tillaga kom fram, að finna yrði einhverja leið til að þjóðin gæti komið að málinu. Bjarni sagði afstöðu sína skýra. Hann hefði á sínum tíma greitt atkvæði gegn aðildarumsókn og þá hefði niðurstaða landsfunds Sjálfstæðisflokksins verið sú að Íslandi sé best borgið utan ESB. „Ríkisstjórnin hefur engin áform um að halda viðræðunum áfram. Það er of mikið gert úr því að ríkisstjórnin vilji koma fram með þennan vilja og lýsa honum með atkvæðagreiðslu hér í þinginu. [...] Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann of mikið gert úr forminu, það er með hvaða hætti leiða ætti málið til lykta. Guðmundur sagði þá að ríkisstjórnin hefði ekkert umboð til að slíta viðræðunum formlega þar sem ekkert stæði í stjórnarsáttmála um það. Ríkisstjórnin yrði að sækja sér slíkt umboð með alþingiskosningum. Bjarni sagðist þá kalla eftir efnislegri umræðu um málið: „Hvað þýðir það að ganga í ESB? Ég kalla eftir efnislegri umræðu um það. Þegar hún fer fram mun öldurnar lægja í samfélaginu.“
Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15 Bullandi ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks um ESB og landbúnaðinn Haraldur Benediktsson telur ummæli Vilhjálms Bjarnasonar um að landbúnaður sé ekki alvöru atvinnugrein forkastanleg. Hann vill slíta aðildarviðræðum við ESB strax. 12. janúar 2015 13:49 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Betra að slíta viðræðum en skilja málið eftir í lausu lofti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að formleg viðræðuslit við ESB verði betri fyrir samstarfsflokkinn en að skilja málið eftir í lausu lofti. 18. janúar 2015 20:00 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00
Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15
Bullandi ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks um ESB og landbúnaðinn Haraldur Benediktsson telur ummæli Vilhjálms Bjarnasonar um að landbúnaður sé ekki alvöru atvinnugrein forkastanleg. Hann vill slíta aðildarviðræðum við ESB strax. 12. janúar 2015 13:49
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Betra að slíta viðræðum en skilja málið eftir í lausu lofti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að formleg viðræðuslit við ESB verði betri fyrir samstarfsflokkinn en að skilja málið eftir í lausu lofti. 18. janúar 2015 20:00
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54