„Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2015 14:54 Fjármálaráðherra kallar eftir efnislegri umræðu um ESB. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að tillaga um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lögð fram á næstu dögum. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, rifjaði upp hörð viðbrögð þjóðarinnar við tillögu um viðræðuslit sem lögð var fram seinasta vetur. Fjölmenn mótmæli voru meðal annars haldin nokkra laugardaga í röð þar sem fólk kom saman og krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna. Guðmundur spurði Bjarna hver væri hugur hans til tillögu um viðræðuslit. Hann sagðist ekki muna það öðruvísi en að Bjarni hefði sagt á síðasta þingi, þegar svipuð tillaga kom fram, að finna yrði einhverja leið til að þjóðin gæti komið að málinu. Bjarni sagði afstöðu sína skýra. Hann hefði á sínum tíma greitt atkvæði gegn aðildarumsókn og þá hefði niðurstaða landsfunds Sjálfstæðisflokksins verið sú að Íslandi sé best borgið utan ESB. „Ríkisstjórnin hefur engin áform um að halda viðræðunum áfram. Það er of mikið gert úr því að ríkisstjórnin vilji koma fram með þennan vilja og lýsa honum með atkvæðagreiðslu hér í þinginu. [...] Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann of mikið gert úr forminu, það er með hvaða hætti leiða ætti málið til lykta. Guðmundur sagði þá að ríkisstjórnin hefði ekkert umboð til að slíta viðræðunum formlega þar sem ekkert stæði í stjórnarsáttmála um það. Ríkisstjórnin yrði að sækja sér slíkt umboð með alþingiskosningum. Bjarni sagðist þá kalla eftir efnislegri umræðu um málið: „Hvað þýðir það að ganga í ESB? Ég kalla eftir efnislegri umræðu um það. Þegar hún fer fram mun öldurnar lægja í samfélaginu.“ Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15 Bullandi ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks um ESB og landbúnaðinn Haraldur Benediktsson telur ummæli Vilhjálms Bjarnasonar um að landbúnaður sé ekki alvöru atvinnugrein forkastanleg. Hann vill slíta aðildarviðræðum við ESB strax. 12. janúar 2015 13:49 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Betra að slíta viðræðum en skilja málið eftir í lausu lofti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að formleg viðræðuslit við ESB verði betri fyrir samstarfsflokkinn en að skilja málið eftir í lausu lofti. 18. janúar 2015 20:00 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að tillaga um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lögð fram á næstu dögum. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, rifjaði upp hörð viðbrögð þjóðarinnar við tillögu um viðræðuslit sem lögð var fram seinasta vetur. Fjölmenn mótmæli voru meðal annars haldin nokkra laugardaga í röð þar sem fólk kom saman og krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna. Guðmundur spurði Bjarna hver væri hugur hans til tillögu um viðræðuslit. Hann sagðist ekki muna það öðruvísi en að Bjarni hefði sagt á síðasta þingi, þegar svipuð tillaga kom fram, að finna yrði einhverja leið til að þjóðin gæti komið að málinu. Bjarni sagði afstöðu sína skýra. Hann hefði á sínum tíma greitt atkvæði gegn aðildarumsókn og þá hefði niðurstaða landsfunds Sjálfstæðisflokksins verið sú að Íslandi sé best borgið utan ESB. „Ríkisstjórnin hefur engin áform um að halda viðræðunum áfram. Það er of mikið gert úr því að ríkisstjórnin vilji koma fram með þennan vilja og lýsa honum með atkvæðagreiðslu hér í þinginu. [...] Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann of mikið gert úr forminu, það er með hvaða hætti leiða ætti málið til lykta. Guðmundur sagði þá að ríkisstjórnin hefði ekkert umboð til að slíta viðræðunum formlega þar sem ekkert stæði í stjórnarsáttmála um það. Ríkisstjórnin yrði að sækja sér slíkt umboð með alþingiskosningum. Bjarni sagðist þá kalla eftir efnislegri umræðu um málið: „Hvað þýðir það að ganga í ESB? Ég kalla eftir efnislegri umræðu um það. Þegar hún fer fram mun öldurnar lægja í samfélaginu.“
Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15 Bullandi ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks um ESB og landbúnaðinn Haraldur Benediktsson telur ummæli Vilhjálms Bjarnasonar um að landbúnaður sé ekki alvöru atvinnugrein forkastanleg. Hann vill slíta aðildarviðræðum við ESB strax. 12. janúar 2015 13:49 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Betra að slíta viðræðum en skilja málið eftir í lausu lofti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að formleg viðræðuslit við ESB verði betri fyrir samstarfsflokkinn en að skilja málið eftir í lausu lofti. 18. janúar 2015 20:00 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00
Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15
Bullandi ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks um ESB og landbúnaðinn Haraldur Benediktsson telur ummæli Vilhjálms Bjarnasonar um að landbúnaður sé ekki alvöru atvinnugrein forkastanleg. Hann vill slíta aðildarviðræðum við ESB strax. 12. janúar 2015 13:49
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Betra að slíta viðræðum en skilja málið eftir í lausu lofti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að formleg viðræðuslit við ESB verði betri fyrir samstarfsflokkinn en að skilja málið eftir í lausu lofti. 18. janúar 2015 20:00
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54