Lífið

Breytir Bratz dúkkum í venjulegar stelpur

Margrét H. Gústavsdóttir skrifar
Tekin í gegn og komið niður á jörðina eins og listakonan orðar það.
Tekin í gegn og komið niður á jörðina eins og listakonan orðar það. Treechangedolls/Tumblr
Hin svokallaða klámvæðing teygir anga sína víða, jafnvel inn í leikfangadeildir og í afþreyingarefni fyrir börn. 

Ástralskri listakonu ofbauð svo mikið að hún tók málin í sínar hendur og gerir nú afturvirka yfirhalningu á dúkkum af gerðinni Bratz, -eða "make under" eins og hún kallar það. 

Dúkkurnar finnur hún yfirleitt á flóamörkuðum í heimalandi sínu Tasmaníu en mamma hennar saumar fötin. Fljótlega ætlar hönnuðurinn, sem gefur ekki upp nafn á netinu, að opna vefverslun en uppátæki hennar hefur fengið gríðarmikla umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs síðustu sólarhringa.

Yfirhalningin á dúkkunum er fólgin í því að hún málar andlit þeirra upp á nýtt, skiptir um föt á þeim og lagar hárið þannig að úr verða venjulegar litlar stelpur.

Framlag hennar hefur vakið mikla lukku og bíða margir spenntir eftir því að búðin opni á netinu.

Threechangedolls.com
Orðin að eðlilegri stúlku. Listakonan myndar dúkkurnar líkt og þær séu úti að leika sér þegar hún er búin að 'ná þeim niður á jörðina' eins og hún orðar það sjálf. 

Fyrir og eftirtreechangedolls.tumblr.com
Fleiri myndir af þessu skemmtilega verkefni má skoða á Tree Change Dolls síðunni á Tumblr. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×