Viðskipti innlent

Hótel nánast fullbókuð fram á vor

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Ernir
Samkvæmt talningu Ferðamálastofu var febrúar sá mánuður sem fæstir erlendir ferðamenn komu hingað til lands í fyrra. Eftirspurn eftir ferðum til landsins í mánuðinum virðist þó vera að aukast séu hótelbókanir skoðaðar.

Á vefnum Turisti.is er haft eftir Skapta Erni Ólafssyni, upplýsingafulltrúa Samtaka ferðaþjónustunnar að á sumum stöðum sé nánast fullt, eða nokkur herbergi á stangli laus. Á öðrum stöðum sé mjög góð nýting en ekki fullbókað.

Hann segir hvataferðir, árshátíðir og almennar vetrarferðir vera helstu ástæðuna fyrir þessari góðu bókunarstöðu í næsta mánuði og fram á vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×