Mikil mótmæli í undirbúningi Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2015 13:54 Jón Steindór segir að vera megi að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti fyrir viðræðuslitum sé meiri á Alþingi en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Og í morgun minnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. Mikill meirihluti væri fyrir því að viðræðum sé slitið á þingi. Málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Jón Steindór Valdimarsson, sem er formaður samtakanna Já, Ísland, boðar nú að tillögunni verði mætt af mikilli hörku – vera megi að Gunnar Bragi meti það svo að meirihluti sé fyrir þessu á þingi, en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. „Já, við höfum haft veður af því hvað er í býgerð og erum að undirbúa okkur. Við höfum ekki viljað trúa því að menn ætli sér útí þetta ævintýri aftur, en þessu verður ekki tekið þegjandi fremur en þegar fyrri tilraunin var gerð. Okkur finnst skrítið að menn ætli ekkert að læra af því; af mótmælunum og undirskrifum sem lagðar voru fram. En, menn verða þá bara að endurtaka þann leik.“ Jón Steindór minnir á að forseti alþingis og fulltrúar allra flokka á þingi veittu viðtöku undirskriftum sem söfnuðust þar sem skorað var á þingheim að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti viðræðum áfram. „Þetta voru 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga. Menn hafa verið að tala um, í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu, að viðmiðið eigi að vera 10 til 15 prósent og þá skuli halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Við erum náttúrlega langt fyrir ofan það. Kannanir sem hafa slag í slag sýnt að fólk vill leiða þetta til lykta. Vel má vera að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti sé innan þings að vilja slíta, en það er ekki meirihluti þjóðar. Þar er sláandi meirihluti fyrir því að viðræðurnar skuli kláraðar. Kannanir í þeim efnum hafa farið yfir áttatíu prósent, þannig að það er mjög afgerandi.“Þannig að menn eru að stilla saman strengi sína? „Við skulum orða það þannig að fólk hefur hist og rætt málin.“Og, það verða mikil mótmæli? „Já, það verður þannig. Jájá.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Og í morgun minnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. Mikill meirihluti væri fyrir því að viðræðum sé slitið á þingi. Málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Jón Steindór Valdimarsson, sem er formaður samtakanna Já, Ísland, boðar nú að tillögunni verði mætt af mikilli hörku – vera megi að Gunnar Bragi meti það svo að meirihluti sé fyrir þessu á þingi, en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. „Já, við höfum haft veður af því hvað er í býgerð og erum að undirbúa okkur. Við höfum ekki viljað trúa því að menn ætli sér útí þetta ævintýri aftur, en þessu verður ekki tekið þegjandi fremur en þegar fyrri tilraunin var gerð. Okkur finnst skrítið að menn ætli ekkert að læra af því; af mótmælunum og undirskrifum sem lagðar voru fram. En, menn verða þá bara að endurtaka þann leik.“ Jón Steindór minnir á að forseti alþingis og fulltrúar allra flokka á þingi veittu viðtöku undirskriftum sem söfnuðust þar sem skorað var á þingheim að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti viðræðum áfram. „Þetta voru 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga. Menn hafa verið að tala um, í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu, að viðmiðið eigi að vera 10 til 15 prósent og þá skuli halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Við erum náttúrlega langt fyrir ofan það. Kannanir sem hafa slag í slag sýnt að fólk vill leiða þetta til lykta. Vel má vera að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti sé innan þings að vilja slíta, en það er ekki meirihluti þjóðar. Þar er sláandi meirihluti fyrir því að viðræðurnar skuli kláraðar. Kannanir í þeim efnum hafa farið yfir áttatíu prósent, þannig að það er mjög afgerandi.“Þannig að menn eru að stilla saman strengi sína? „Við skulum orða það þannig að fólk hefur hist og rætt málin.“Og, það verða mikil mótmæli? „Já, það verður þannig. Jájá.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira