Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2015 12:15 Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Utanríkisráðherra segir að Evrópusambandið hafi verið platað til að taka á móti aðildarumsókn Íslands að sambandinu á sínum tíma. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að tillaga sem tryggi ekki aðkomu þjóðarinnar að málinu muni gera allt vitlaust í þinginu. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra minnti á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. En málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn sökuðu Bjarna Beneditksson formann flokksins um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna og mótmælaalda reis í þjóðfélaginu. „Það eru deildar meiningar eðlilega. En ég veit ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn, eða meirihluti þeirra, sé einhuga á bakvið það að slíta þessum viðræðum,“ sagði Gunnar Bragi. Sem þá var spurður afhverju mætti ekki leyfa þjóðinni að kjósa um málið. „Ég meina, af hverju var þjóðinni ekki leyft að kjósa þegar við fórum af stað? Er ekki rétt að núllstilla þessa stöðu sem við erum í núna? Við vorum einhvern veginn plötuð inn í þetta ferli. Evrópusambandið var platað til að taka við umsókn sem ekki var fylgi á bakvið. Þið muni eftir því að ríkisstjórnin var meira að segja klofin,“ sagði Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir engan hafa verið blekktan í þessum efnum. „Það er auðvitað tóm vitleysa og sýnir að hann þekkir ekki söguna eða er að fara í felur. Á þessum tíma var yfirgnæfandi fylgi meðal þjóðarinnar samkvæmt könnunum fyrir því að sækja um. En það sem meira var, það var mjög sterkur stuðningur við það í þinginu. Og það var fylgi við umsóknina í öllum flokkum. Þar á meðal hans flokki þar sem voru þrír þingmenn sem vildu fara þessa leið,“ segir Össur. Ef einhverjir standi fyrir blekkingum séu það oddvitar núverandi stjórnarflokka sem hefðu lofað bæði fyrir og eftir kosningar að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Bjarni hafi sagt á síðsta ári að svona tillaga kæmi aldrei fram aftur nema tryggt yrði að þjóðin hefði aðkomu að málinu. „Svo við eigum eftir að sjá hvort hún kemur fram í sama formi. En ef hún kemur fram verður auðvitað allt vitlaust í þingu og mér þykir líklegt að það verði fjöldamótmæli eins og í fyrra,“ segir Össur. Þá muni svona tillaga líklega leiða til þess að sneið klofni úr Sjálfstæðisflokknum og nýtt framboð komi fram sem tryggi að ríkisstjórnin falli í næstu kosningum. „Það er mjög sérkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli því láta Framsókn knýja sig í vegferð sem leiðir til klofnings Sjálfstæðisflokksins og eiginlega garantís fyrir því að ríkisstjórnin muni falla,“ segir Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að Evrópusambandið hafi verið platað til að taka á móti aðildarumsókn Íslands að sambandinu á sínum tíma. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að tillaga sem tryggi ekki aðkomu þjóðarinnar að málinu muni gera allt vitlaust í þinginu. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra minnti á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. En málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn sökuðu Bjarna Beneditksson formann flokksins um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna og mótmælaalda reis í þjóðfélaginu. „Það eru deildar meiningar eðlilega. En ég veit ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn, eða meirihluti þeirra, sé einhuga á bakvið það að slíta þessum viðræðum,“ sagði Gunnar Bragi. Sem þá var spurður afhverju mætti ekki leyfa þjóðinni að kjósa um málið. „Ég meina, af hverju var þjóðinni ekki leyft að kjósa þegar við fórum af stað? Er ekki rétt að núllstilla þessa stöðu sem við erum í núna? Við vorum einhvern veginn plötuð inn í þetta ferli. Evrópusambandið var platað til að taka við umsókn sem ekki var fylgi á bakvið. Þið muni eftir því að ríkisstjórnin var meira að segja klofin,“ sagði Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir engan hafa verið blekktan í þessum efnum. „Það er auðvitað tóm vitleysa og sýnir að hann þekkir ekki söguna eða er að fara í felur. Á þessum tíma var yfirgnæfandi fylgi meðal þjóðarinnar samkvæmt könnunum fyrir því að sækja um. En það sem meira var, það var mjög sterkur stuðningur við það í þinginu. Og það var fylgi við umsóknina í öllum flokkum. Þar á meðal hans flokki þar sem voru þrír þingmenn sem vildu fara þessa leið,“ segir Össur. Ef einhverjir standi fyrir blekkingum séu það oddvitar núverandi stjórnarflokka sem hefðu lofað bæði fyrir og eftir kosningar að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Bjarni hafi sagt á síðsta ári að svona tillaga kæmi aldrei fram aftur nema tryggt yrði að þjóðin hefði aðkomu að málinu. „Svo við eigum eftir að sjá hvort hún kemur fram í sama formi. En ef hún kemur fram verður auðvitað allt vitlaust í þingu og mér þykir líklegt að það verði fjöldamótmæli eins og í fyrra,“ segir Össur. Þá muni svona tillaga líklega leiða til þess að sneið klofni úr Sjálfstæðisflokknum og nýtt framboð komi fram sem tryggi að ríkisstjórnin falli í næstu kosningum. „Það er mjög sérkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli því láta Framsókn knýja sig í vegferð sem leiðir til klofnings Sjálfstæðisflokksins og eiginlega garantís fyrir því að ríkisstjórnin muni falla,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira