Þykkt mengunarlag frá austurströnd Bandaríkjanna yfir landinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 12:59 Á skýringarmyndinni til hægri sjást mælingar vísindamannanna í Holuhrauni. Mengunarlagið frá Bandaríkjunum er um kílómeter á þykkt. Vísir Eins kílómetra þykkt mengungarlag sem kemur frá austurströnd Bandaríkjanna fannst í 5 kílómetra hæð yfir Holuhrauni fyrir algjöra tilviljun þann 22. janúar síðastliðinn. Þetta sýna niðurstöður mælinga sem Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, gerði ásamt frönskum vísindamanni sem staddur er hér á landi en þeir ætluðu að mæla efnasamsetninguna í gosmekkinum sjálfum.Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, með belginn sem notaður er til mælinganna.Mynd/Háskóli ÍslandsFyrsta sinn sem mengun frá þessum slóðum mælist yfir Íslandi Haraldur segir að allar líkur séu á að mengunarlagið hafi legið yfir öllu landinu en þetta er í fyrsta skipti sem mengun frá þessum slóðum mælist á Íslandi. Hann segist þar af leiðandi ekki vita hversu oft slík mengun berist til landsins en þó sé líklegt að það sé nokkrum sinnum á ári. „Þetta er dálítið merkilegt því að menn hafa alltaf talið það að mengunin hér komi frá Evrópu, sem hún auðvitað gerir, og maður finnur stundum lyktina af þegar vindur blæs beint frá Bretlandseyjum og Evrópu. Menn hafa haldið að sú mengun sem er í andrúmsloftinu í Ameríku sé langt í burtu, og að þetta væri allt saman bara búið að rigna ofan í sjóinn áður en þetta kæmi hingað,“ segir Haraldur. Vísindamennirnir gera mælingar með belg sem þeir senda upp í loftið. Belgurinn er tæki sem dælir lofti í gegnum rör en í rörinu eru leysigeislar og nemar sem að taka mynd af öllum litlum ögnum sem fara þar í gegn. Haraldur segir að með tækinu sé hægt að taka skrilljón myndir á sekúndu og því er hægt að telja allar agnirnar sem fara í gegn og greina þær, til dæmis hversu stórar þær eru og hvaða tegundar. „Það kemur í ljós að það er mikið af ögnum í þessari hæð yfir Holuhrauni en þetta er ekki í neinum tengslum við gosið því það er hreint loft á milli.“Hér má sjá hvar belgurinn var sendur upp fyrir ofan Holuhraun á fimmtudaginn í seinustu viku.Mynd/Háskóli ÍslandsMengunin hefur áhrif á bráðnun jökla á heimskautasvæðum Haraldur segir að þeir hafi svo farið að reikna hvaðan lofitð kom. „Þá liggur leiðin nokkuð rakleitt að austurströnd Bandaríkjanna. Þar var stilla nokkrum dögum áður og þá safnast mengunin saman í andrúmsloftinu. Svo kemur vestanátt sem blæs öllu dótinu út á sjó og þessi sama vestanátt lyftir þessu svo upp í 5 kílómetra hæð. Þar flýtur þetta yfir Ísland og yfir heimskautin.“ Mengunin fór í gegnum eina lægð í leiðinni og oftast skolast mengunin þá burt. Þetta hafi hins vegar sloppið í gegn og það kemur nokkuð á óvart. Haraldur segir að mengunin skipti ekki miklu máli fyrir veðrið á Íslandi þá daga sem hún er. „En sótið sest svo á snjó og ís á heimskautasvæðunum og flýtir fyrir bráðnun á vorin og sumrin. Það skiptir svo máli fyrir veðurfar á okkar slóðum og um alla jörð þegar fram í sækir.“ Tengdar fréttir Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Nálægð Íslands við Grænlandsjökul mun að hluta hlífa Íslandi við hækkun sjávarborðs í kjölfar loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar norður af Íslandi er sérstakt áhyggjuefni sérfræðinga, segir í nýrri loftslagsskýrslu. 19. maí 2014 07:15 Telur olíuvinnslu á Drekasvæðinu ekki áhættunnar virði Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, spyr hvort Íslendingar séu tilbúnir að taka þá áhættu sem óhjákvæmilega felst í olíuvinnslu. 5. nóvember 2014 10:21 Líkur á eldgosum meiri eftir því sem jöklar bráðna Landið rís vegna minni þyngdar og berglög undir landinu missa þéttleika. 30. janúar 2015 07:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Eins kílómetra þykkt mengungarlag sem kemur frá austurströnd Bandaríkjanna fannst í 5 kílómetra hæð yfir Holuhrauni fyrir algjöra tilviljun þann 22. janúar síðastliðinn. Þetta sýna niðurstöður mælinga sem Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, gerði ásamt frönskum vísindamanni sem staddur er hér á landi en þeir ætluðu að mæla efnasamsetninguna í gosmekkinum sjálfum.Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, með belginn sem notaður er til mælinganna.Mynd/Háskóli ÍslandsFyrsta sinn sem mengun frá þessum slóðum mælist yfir Íslandi Haraldur segir að allar líkur séu á að mengunarlagið hafi legið yfir öllu landinu en þetta er í fyrsta skipti sem mengun frá þessum slóðum mælist á Íslandi. Hann segist þar af leiðandi ekki vita hversu oft slík mengun berist til landsins en þó sé líklegt að það sé nokkrum sinnum á ári. „Þetta er dálítið merkilegt því að menn hafa alltaf talið það að mengunin hér komi frá Evrópu, sem hún auðvitað gerir, og maður finnur stundum lyktina af þegar vindur blæs beint frá Bretlandseyjum og Evrópu. Menn hafa haldið að sú mengun sem er í andrúmsloftinu í Ameríku sé langt í burtu, og að þetta væri allt saman bara búið að rigna ofan í sjóinn áður en þetta kæmi hingað,“ segir Haraldur. Vísindamennirnir gera mælingar með belg sem þeir senda upp í loftið. Belgurinn er tæki sem dælir lofti í gegnum rör en í rörinu eru leysigeislar og nemar sem að taka mynd af öllum litlum ögnum sem fara þar í gegn. Haraldur segir að með tækinu sé hægt að taka skrilljón myndir á sekúndu og því er hægt að telja allar agnirnar sem fara í gegn og greina þær, til dæmis hversu stórar þær eru og hvaða tegundar. „Það kemur í ljós að það er mikið af ögnum í þessari hæð yfir Holuhrauni en þetta er ekki í neinum tengslum við gosið því það er hreint loft á milli.“Hér má sjá hvar belgurinn var sendur upp fyrir ofan Holuhraun á fimmtudaginn í seinustu viku.Mynd/Háskóli ÍslandsMengunin hefur áhrif á bráðnun jökla á heimskautasvæðum Haraldur segir að þeir hafi svo farið að reikna hvaðan lofitð kom. „Þá liggur leiðin nokkuð rakleitt að austurströnd Bandaríkjanna. Þar var stilla nokkrum dögum áður og þá safnast mengunin saman í andrúmsloftinu. Svo kemur vestanátt sem blæs öllu dótinu út á sjó og þessi sama vestanátt lyftir þessu svo upp í 5 kílómetra hæð. Þar flýtur þetta yfir Ísland og yfir heimskautin.“ Mengunin fór í gegnum eina lægð í leiðinni og oftast skolast mengunin þá burt. Þetta hafi hins vegar sloppið í gegn og það kemur nokkuð á óvart. Haraldur segir að mengunin skipti ekki miklu máli fyrir veðrið á Íslandi þá daga sem hún er. „En sótið sest svo á snjó og ís á heimskautasvæðunum og flýtir fyrir bráðnun á vorin og sumrin. Það skiptir svo máli fyrir veðurfar á okkar slóðum og um alla jörð þegar fram í sækir.“
Tengdar fréttir Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Nálægð Íslands við Grænlandsjökul mun að hluta hlífa Íslandi við hækkun sjávarborðs í kjölfar loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar norður af Íslandi er sérstakt áhyggjuefni sérfræðinga, segir í nýrri loftslagsskýrslu. 19. maí 2014 07:15 Telur olíuvinnslu á Drekasvæðinu ekki áhættunnar virði Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, spyr hvort Íslendingar séu tilbúnir að taka þá áhættu sem óhjákvæmilega felst í olíuvinnslu. 5. nóvember 2014 10:21 Líkur á eldgosum meiri eftir því sem jöklar bráðna Landið rís vegna minni þyngdar og berglög undir landinu missa þéttleika. 30. janúar 2015 07:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Nálægð Íslands við Grænlandsjökul mun að hluta hlífa Íslandi við hækkun sjávarborðs í kjölfar loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar norður af Íslandi er sérstakt áhyggjuefni sérfræðinga, segir í nýrri loftslagsskýrslu. 19. maí 2014 07:15
Telur olíuvinnslu á Drekasvæðinu ekki áhættunnar virði Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, spyr hvort Íslendingar séu tilbúnir að taka þá áhættu sem óhjákvæmilega felst í olíuvinnslu. 5. nóvember 2014 10:21
Líkur á eldgosum meiri eftir því sem jöklar bráðna Landið rís vegna minni þyngdar og berglög undir landinu missa þéttleika. 30. janúar 2015 07:23
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent