Íslenski boltinn

Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni.

Sigurður Egill Lárusson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Þórður Steinar Hreiðarsson skoruðu mörk Valsliðsins í leiknum en liðið komst í 2-0 eftir

Ólafur Davíð Jóhannesson tók við liði Vals í vetur og er því strax búinn að skila titli upp á Hlíðarenda.

Ólafur var leikmaður Vals árið 1987 þegar liðið varð einnig Reykjavíkurmeistari en síðan hafði liðið aðeins unnið þennan titil tvisvar sinnum, 2005 og 2011.

Valsmenn hafa alls orðið Reykjavíkurmeistarar 21 sinni þar af fimmtán sinnum fyrir 1970.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndunum hér fyrir ofan og neðan.

Vísir/Ernir
Vísir/Ernir
Vísir/Ernir
Vísir/Ernir
Vísir/Ernir
Vísir/Ernir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×