Erlent

Brak flugvélar og líkamsleifar farþega fundust eftir meira en 50 ár

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjallgöngumennirnir við brakið sem þeir fundu í Andes-fjöllum.
Fjallgöngumennirnir við brakið sem þeir fundu í Andes-fjöllum. Vísir/AP
Brak flugvélar sem hrapaði í Andes-fjöllum í Chile fyrir meira en 50 árum, og líkamsleifar þeirra sem létust, komu óvænt í leitirnar nú um helgina. Fjallgöngumenn sem voru á göngu á Maule-svæðinu í Andes-fjöllum, 3200 metrum yfir sjávarmáli, komu auga á brak vélarinnar.

Flugvélin hrapaði 3. apríl 1961 og hefur slysið alltaf verið mikil ráðgáta. Það vakti mikla athygli á sínum tíma, ekki síst fyrir þær sakir að um borð í flugvélinni voru knattspyrnumenn frá einu af helstu knattspyrnuliðum Chile, Græna krossinum. Liðið hafði verið að keppa í bikarleik í suðurhluta landsins og var á leiðinni til baka til höfuðborgarinnar, Santiago.

Fjallgöngumennirnr sem fundu brakið og líkamsleifar farþeganna hafa ekki viljað segja nákvæmlega til um staðinn þar sem þeir gengu fram á það, því þeir óttast að almenningur og ferðamenn flykkist þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×