Innlent

Norðurljósavél Icelandair vekur aðdáun erlendis

Finnur Thorlacius skrifar
Víða er nú dáðst af Hekla Aurora vél Icelandair sem máluð var nýverið eins og norðurljós á himni. Greinar um vélina fögru eru á mörgum erlendum vefsíðum og einróma aðdáun á útlit hennar og þá sérstöku vinnu sem fór fram við sköpun þessa óvenjulega listaverks.

Til verksins voru fengnir listamenn sérhæfðir í „airbrush“-málun og gert var myndskeið um vinnu þeirra, sem hér má sjá.

Inní Hekla Aurora vélinni ráða norðurljósin einnig ríkjum og er hún upplýst með magnaðri LED-lýsingu sem varpar flöktandi norðurljósum á loft vélarinnar. Ekki hefur það vakið minni kátínu meðal þeirra sem fjallað hafa um vélina. 

Greinar um vélina má meðal annars finna á vefjum World Airline News, Austrian Aviation, danska vef Flytid, Travelpulse og á bílavef Autoblog, svo fáir séu nefndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×