Faðir stúlku í rútunni: „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. febrúar 2015 11:15 Hér má sjá myndir af vettvangi. mynd/aðsend „Ég var í sambandi við Vegagerðina, lögregluna á Hólmavík og bílstjórann í gær og í nótt,“ segir Baldvin Jóhannesson, en dóttir hans er ein af þeim sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem hafa setið föst í rútu í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. Vegna mikils vatnselgs og myrkurs þótti ekki hættandi á björgunaraðgerðir í nótt, en nú er vatnselgurinn farinn að sjatna. Baldvin gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu.Sjá einnig:„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Það var farið að sjatna í þessu nótt en varðstjóri lögreglunnar á Hólmavík nennti lítið að standa í þessu. Það var talað um að kalla út björgunarsveitir en þeir mátu það svo að það væri best að láta krakkana vera áfram í rútunni. Það var mat bílstjórans og farastjóra að það var alveg hægt að ferja fólkið þarna yfir. Það var búið að fá gistingu fyrir krakkana á Hólmavík,“ segir Baldvin.Ferja átti börnin yfir Baldvin telur að björgunarsveitir hefðu hæglega getað ferjað fólk yfir og sérstaklega með þeim búnaði sem hún hefur yfir að ráða. „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg og ég held að bílstjórinn hafi ekki verið sáttur við framgöngu mannsins. Hann tekur ákvörðun um að ekkert yrði gert og þegar verið var að tala um mat fyrir fólkið þá sagði hann bara við mig að þeir nenntu ekki að vera standa í því að fara með eitthvað brauð og henda þarna yfir.“ Baldvin segist hafa fengið alveg nóg eftir samskipti sín við lögregluna á Hólmavík. „Maður er með lögreglu á landinu sem er algjörlega óhæf til þess að sinna svona málum. Síðan heyrir maður í fréttum að ætlunin sé að selflytja fólkið yfir sem var í raun aldrei á dagskránni. Þetta er alveg fáránlegt og sérstaklega þegar maður getur ekkert gert neitt sjálfur.“Til eru höfðingjar Baldvin hrósar aftur á móti staðarhaldara úr Ísafjarðardjúpi. „Hann kom í nótt með matvæli frá Reykjanesi og því mjög gott að vita að til eru höfðingjar þarna úti.“ Vegagerðin hefur staðið í ströngu undanfarna klukkustundir og á rútan að taka af stað á tólfta tímanum. Uppfært klukkan 15:41Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Baldvini að Steingrímsfjarðarheiði hafi verið lokuð og því ekki hægt að snúa við. Það er ekki rétt. Þá var það mat bílstjóra og fararstjóra við komuna á staðinn að hægt væri að ferja fólk yfir hvarfið en þeir breyttu fljótlega um skoðun eftir að lögregla og björgunarsveitir mátu aðstæður eins og lesa má nánar um hér. Eru þeir sannfærðir um að viðbrögð á vettvangi hafi verið rétt.Við lestur fréttarinnar mátti draga þá ályktun að viðbrögð lögreglu og björgunarsveita á staðnum hefðu verið röng þar sem fullyrðingar viðmælanda í þessari frétt voru ekki sannreyndar. Er lögreglan á Hólmavík og aðrir lesendur beðnir afsökunar vegna þessa. Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
„Ég var í sambandi við Vegagerðina, lögregluna á Hólmavík og bílstjórann í gær og í nótt,“ segir Baldvin Jóhannesson, en dóttir hans er ein af þeim sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem hafa setið föst í rútu í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. Vegna mikils vatnselgs og myrkurs þótti ekki hættandi á björgunaraðgerðir í nótt, en nú er vatnselgurinn farinn að sjatna. Baldvin gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu.Sjá einnig:„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Það var farið að sjatna í þessu nótt en varðstjóri lögreglunnar á Hólmavík nennti lítið að standa í þessu. Það var talað um að kalla út björgunarsveitir en þeir mátu það svo að það væri best að láta krakkana vera áfram í rútunni. Það var mat bílstjórans og farastjóra að það var alveg hægt að ferja fólkið þarna yfir. Það var búið að fá gistingu fyrir krakkana á Hólmavík,“ segir Baldvin.Ferja átti börnin yfir Baldvin telur að björgunarsveitir hefðu hæglega getað ferjað fólk yfir og sérstaklega með þeim búnaði sem hún hefur yfir að ráða. „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg og ég held að bílstjórinn hafi ekki verið sáttur við framgöngu mannsins. Hann tekur ákvörðun um að ekkert yrði gert og þegar verið var að tala um mat fyrir fólkið þá sagði hann bara við mig að þeir nenntu ekki að vera standa í því að fara með eitthvað brauð og henda þarna yfir.“ Baldvin segist hafa fengið alveg nóg eftir samskipti sín við lögregluna á Hólmavík. „Maður er með lögreglu á landinu sem er algjörlega óhæf til þess að sinna svona málum. Síðan heyrir maður í fréttum að ætlunin sé að selflytja fólkið yfir sem var í raun aldrei á dagskránni. Þetta er alveg fáránlegt og sérstaklega þegar maður getur ekkert gert neitt sjálfur.“Til eru höfðingjar Baldvin hrósar aftur á móti staðarhaldara úr Ísafjarðardjúpi. „Hann kom í nótt með matvæli frá Reykjanesi og því mjög gott að vita að til eru höfðingjar þarna úti.“ Vegagerðin hefur staðið í ströngu undanfarna klukkustundir og á rútan að taka af stað á tólfta tímanum. Uppfært klukkan 15:41Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Baldvini að Steingrímsfjarðarheiði hafi verið lokuð og því ekki hægt að snúa við. Það er ekki rétt. Þá var það mat bílstjóra og fararstjóra við komuna á staðinn að hægt væri að ferja fólk yfir hvarfið en þeir breyttu fljótlega um skoðun eftir að lögregla og björgunarsveitir mátu aðstæður eins og lesa má nánar um hér. Eru þeir sannfærðir um að viðbrögð á vettvangi hafi verið rétt.Við lestur fréttarinnar mátti draga þá ályktun að viðbrögð lögreglu og björgunarsveita á staðnum hefðu verið röng þar sem fullyrðingar viðmælanda í þessari frétt voru ekki sannreyndar. Er lögreglan á Hólmavík og aðrir lesendur beðnir afsökunar vegna þessa.
Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05