Erlent

Forsetakosningum í Nígeríu frestað

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fjöldi mótmælti ákvörðun kjörstjórnarinnar.
Fjöldi mótmælti ákvörðun kjörstjórnarinnar. vísir/ap
Kjörstjórn í Nígeríu hefur ákveðið að fresta forsetakosningum sem fara áttu fram næstkomandi laugardag af öryggisástæðum. Þess í stað fara kosningarnar fram þann 28. mars.

Fulltrúar stjórnmálaflokka landsins hafa rætt um það að undanförnu hvort ekki væri rétt að bíða með kosningarnar á meðan ástandið í norðausturhluta landsins er eins og raun ber vitni. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa að undanförnu herjað á íbúa landsins og þótti ekki öruggt að hafa kjörstaði opna á laugardaginn.

Talið var að milljónir manna myndu veigra sér við að mæta á kjörstað meðan hryðjuverkaógnin væri jafn mikil og raun ber vitni. Tæplega tvær milljón manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sína vegna bardaganna sem geisað hafa í landinu.

Attahiru Jega, yfirkjörstjóri, sagði á blaðamannafundi að yfirmenn öryggismála landsins teldu sig þurfa sex vikur til að sigra Boko Haram. Þeir hafa þann tíma áður en að kosningarnar verða haldnar.


Tengdar fréttir

Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni

Landsvæði á stærð við Belgíu í norðaustur Nígeríu er nú undir yfirráðum Boko Haram. Nýjar árásaraðferðir hafa vakið mikinn óhug víða um veröldina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×