Erlent

Fyrsta árás Boko Haram í Níger

Atli Ísleifsson skrifar
Nígeríska stjórnarherinn hefur ekki tekist að stöðva uppgang Boko Haram síðustu ár.
Nígeríska stjórnarherinn hefur ekki tekist að stöðva uppgang Boko Haram síðustu ár. Vísir/EPA
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa að sögn vitna gert sína fyrstu árás í Níger.

Árásin var gerð í bænum Bosso, nærri landamærunum að Nígeríu, þar sem liðsmenn samtakanna hafa fyrst og fremst gert árásir sínar síðustu ár.

„Við heyrum skothljóð alls staðar í borginni, oft nálægt gluggum okkar. Það heyrist í þungavopnum og léttari vopnum og húsin okkar hristast öll til,“ segir einn íbúi borgarinnar í samtali við AFP.

Ekki liggur fyrir hvort hryðjuverkasamtökin hafi ráðist gegn þeim öryggissveitum sem stjórnarherinn í Níger er með í Bosso.

Bosso í Níger.Mynd/Google Maps

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×