Handritshöfundar hornkerlingar á Eddunni Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2015 16:08 Kollegar Margrétar eru henni hjartanlega sammála og nú bíða þau viðbragða frá framkvæmdastjóra Eddunnar. Margrét Örnólfsdóttir, rithöfundur með meiru, er afar ósátt við það hvernig þeir sem sjá um Edduverðlaunin haga tilnefningum í flokki handrita. Henni þykir skjóta skökku við að sjónvarpþættirnir Orðbragð séu tilefndir. Hún segir Orðbragð vandaða og velheppnaða sjónvarpsþætti. Hins vegar er handrit að kvikmynd eða sjónvarps-mynd/þáttaröð og sjónvarpsþætti sem Orðbragði er einfaldlega sitthvor hluturinn. Vísir spurði Margréti einfaldlega hvort henni finnist þeir sem sjá um að skipuleggja Edduna þá ekki hafa nokkurn skilning á mikilvægi handritsgerðar? „Þú hittir algjörlega naglann á höfuðið þarna, líklega án þess að átta þig á því, þegar þú velur að nota orðið handritsgerð. Það er nefnilega ekki sama handritsgerð og handritsskrif. Handrit að þáttum á borð við Orðbragð er handritsgerð en maður skrifar hins vegar handrit að kvikmynd eða leiknu sjónvarpefni. Gæti hljómað eins smásmyglisháttur hjá mér, hvort tveggja er að sjálfsögðu skrifað, en það er grundvallarmunur á. Það má til dæmis benda á að það tekur yfirleitt mörg ár að þróa kvikmyndahandrit, frá því hugmynd kviknar og þar til hægt er að kalla handritið lokaútgáfu. Það er hreint og klárt höfundaverk sem á lítið skylt við sjónvarpsþætti þar sem til að mynda stór hluti efnisins byggir á framlagi viðmælenda, viðtölum og slíku. Flokkurinn handrit ársins hjá alvöru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunum ætti að takmarkast við handrit að leiknu efni. Skilyrðin fyrir innsendingum í þennan flokk eru því augljóslega of slök eða óljós.“ Margrét segir það rétt vera að handritsgerð hafi verið hálfgerð hornkerling í íslenskri kvikmyndagerð, alla tíð. „Það hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu tíu árum eða svo enda margir farnir bæði að mennta sig sérstaklega í handritsskrifum og sífellt fleiri hafa nokkuð samfellda atvinnu af þessu, sérstaklega síðan kippur kom í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni. Sömuleiðis hefur almennt vaxið skilningur á mikilvægi handritsþáttarins, honum gert hærra undir höfði og lagt meira upp úr handritsþróun en áður.“ Margrét skrifaði pistil um málið sem birtist á kvikmyndavefnum Klapptré. Og hún hefur fengið talsverð viðbrögð við þeim skrifum. „Fyrir utan læk og deilingar á facebook? Kollegarnir eru auðvitað hjartanlega sammála en ég er ennþá að bíða eftir viðbrögðum við athugasemdum sem ég sendi framkvæmdastjóra Eddunnar.“ Eddan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Margrét Örnólfsdóttir, rithöfundur með meiru, er afar ósátt við það hvernig þeir sem sjá um Edduverðlaunin haga tilnefningum í flokki handrita. Henni þykir skjóta skökku við að sjónvarpþættirnir Orðbragð séu tilefndir. Hún segir Orðbragð vandaða og velheppnaða sjónvarpsþætti. Hins vegar er handrit að kvikmynd eða sjónvarps-mynd/þáttaröð og sjónvarpsþætti sem Orðbragði er einfaldlega sitthvor hluturinn. Vísir spurði Margréti einfaldlega hvort henni finnist þeir sem sjá um að skipuleggja Edduna þá ekki hafa nokkurn skilning á mikilvægi handritsgerðar? „Þú hittir algjörlega naglann á höfuðið þarna, líklega án þess að átta þig á því, þegar þú velur að nota orðið handritsgerð. Það er nefnilega ekki sama handritsgerð og handritsskrif. Handrit að þáttum á borð við Orðbragð er handritsgerð en maður skrifar hins vegar handrit að kvikmynd eða leiknu sjónvarpefni. Gæti hljómað eins smásmyglisháttur hjá mér, hvort tveggja er að sjálfsögðu skrifað, en það er grundvallarmunur á. Það má til dæmis benda á að það tekur yfirleitt mörg ár að þróa kvikmyndahandrit, frá því hugmynd kviknar og þar til hægt er að kalla handritið lokaútgáfu. Það er hreint og klárt höfundaverk sem á lítið skylt við sjónvarpsþætti þar sem til að mynda stór hluti efnisins byggir á framlagi viðmælenda, viðtölum og slíku. Flokkurinn handrit ársins hjá alvöru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunum ætti að takmarkast við handrit að leiknu efni. Skilyrðin fyrir innsendingum í þennan flokk eru því augljóslega of slök eða óljós.“ Margrét segir það rétt vera að handritsgerð hafi verið hálfgerð hornkerling í íslenskri kvikmyndagerð, alla tíð. „Það hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu tíu árum eða svo enda margir farnir bæði að mennta sig sérstaklega í handritsskrifum og sífellt fleiri hafa nokkuð samfellda atvinnu af þessu, sérstaklega síðan kippur kom í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni. Sömuleiðis hefur almennt vaxið skilningur á mikilvægi handritsþáttarins, honum gert hærra undir höfði og lagt meira upp úr handritsþróun en áður.“ Margrét skrifaði pistil um málið sem birtist á kvikmyndavefnum Klapptré. Og hún hefur fengið talsverð viðbrögð við þeim skrifum. „Fyrir utan læk og deilingar á facebook? Kollegarnir eru auðvitað hjartanlega sammála en ég er ennþá að bíða eftir viðbrögðum við athugasemdum sem ég sendi framkvæmdastjóra Eddunnar.“
Eddan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira