Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 14:27 Neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hefur víðtækar heimildir til að gera breytingar, að sögn Dags. Vísir/Ernir „Öryggi og góð þjónusta, hvoru tveggja á að einkenna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og það hefur ekki verið raunin undanfarnar vikur,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Hann segir að aðferðafræði krísustjórnunar verði notuð til að greiða úr stöðu ferðaþjónustunnar.Gerir þær breytingar sem þarf Neyðarstjórn sem sett hefur verið yfir ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtækar heimildir til að grípa til aðgerða og breyta þjónustunni. Þetta er niðurstaða fundar sem haldinn var í ráðhúsi Reykjavíkur með stjórnendum flestra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Hún getur gert tillögur að grundvallarbreytingum ef hún telur það nauðsynlegt í stöðinni,“ segir Dagur um heimildir nefndarinnar. Hann segir að neyðarstjórnin, sem leidd er af Stefáni Eiríkssyni, sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar, hafi heimildir til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar. „Það kom fram tillaga á borgarstjórnarfundi til að fara yfir ferlana og það er eitt af því sem þessi stjórn á að gera en hún hefur mun víðtækara umboð. Það er í raun verið að nota aðferðafræði kríustjórnunar til þess að grípa inn og fela einhverjum skýrt umboð til að gera það sem gera þarf,“ segir Dagur aðspurður um tillögu sem áður hefur komið fram um að mynda neyðarstjórn um málið.Of alvarlegt til að bregðast ekki við Dagur segir að atvikið í gær þar sem átján ára þroskaskert stúlka týndist í bíl á vegum ferðaþjónustunnar hafi einfaldlega verið of alvarlegt til að grípa ekki til aðgerða. Hann segir þó að síðustu vikur hafi verið unnið að því að laga þjónustuna sem hefur verið harðlega gagnrýnd af notendum um nokkurra mánaða skeið. „Ég held að við séum með þessu að horfast i augu við það að þetta hefur ekki gengið eins og það á að ganga. Við vorum búin að gefa þessu tíma, bundum vonir við að þetta væri að batna. Þetta tilvik í gær er einfaldlega svo alvarlegt að við töldum óumflýjanlegt að svona yrði stigið inn í með ákveðnari hætti en áður,“ segir hann. En þarf ekki einhver að axla ábyrgð á stöðunni og öllum þeim mistökum sem orðið hafa? „Við erum núna að taka þetta verkefni og setja undir sérstaka stjórn og þannig að bregðast við stöðunni sem uppi er. Það er okkur efst í huga í dag en svo ákváðum við að gera óháða úttekt á allri innleiðingunni því að þarna eru mjög margir hlekkir í keðjunni og margir þeirra hafa ekki haldið eins og þeir ættu að gera og það þarf einfaldlega að fara yfir það í heild sinni.“Miður sín vegna málsins Dagur segist vera miður yfir stöðunni eins og hún hefur verið undanfarnar vikur. „Þetta á að vera örugg og góð þjónusta, þetta er viðkvæm þjónusta og þetta er þjónusta við fólk og hún þarf að endurspegla það,“ segir hann og útilokar ekki að meira fé verði sett í verkefnið. „Það þarf bæði að fara yfir hvernig sveitarfélögin hafa verið að skrá þarfir þeirra sem eru að nota þjónustuna og það þarf að fara yfir verkferla varðandi móttöku, þegar einstaklingar koma á staðin, og fleira og fleira. Það eru engin takmörk hvað það varðar,“ segir hann og bætir við að ferðaþjónustan verði skoðuð sem heild. Dagur segir borgina hafa lært margt af málinu „Til dæmis það að það voru hagsmunasamtök notenda, fatlaðs fólks, sem vöruðu mjög við því að fara af stað á þessum árstíma. Það var ekki hlustað nægilega á það. Sumu var frestað, eins og breytingar á skólaakstrinum, en öðru ekki og fólk taldi sig í stakk búið til að sinna þessu vel. Annað hefur einfaldlega komið á daginn,“ segir hann. Dagur segir að þó að langur tími hafi verið til að undirbúa breytingarnar þá hafi hann annaðhvort ekki verið nýttur nógu vel eða nógu langur. Hann segir þó að ekki megi gleyma að tilgangur breytinganna hafi átt að vera að „Það er þyngra en tárum taki að það hafi mistekist og úr því verður að bæta.“ Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Öryggi og góð þjónusta, hvoru tveggja á að einkenna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og það hefur ekki verið raunin undanfarnar vikur,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Hann segir að aðferðafræði krísustjórnunar verði notuð til að greiða úr stöðu ferðaþjónustunnar.Gerir þær breytingar sem þarf Neyðarstjórn sem sett hefur verið yfir ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtækar heimildir til að grípa til aðgerða og breyta þjónustunni. Þetta er niðurstaða fundar sem haldinn var í ráðhúsi Reykjavíkur með stjórnendum flestra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Hún getur gert tillögur að grundvallarbreytingum ef hún telur það nauðsynlegt í stöðinni,“ segir Dagur um heimildir nefndarinnar. Hann segir að neyðarstjórnin, sem leidd er af Stefáni Eiríkssyni, sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar, hafi heimildir til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar. „Það kom fram tillaga á borgarstjórnarfundi til að fara yfir ferlana og það er eitt af því sem þessi stjórn á að gera en hún hefur mun víðtækara umboð. Það er í raun verið að nota aðferðafræði kríustjórnunar til þess að grípa inn og fela einhverjum skýrt umboð til að gera það sem gera þarf,“ segir Dagur aðspurður um tillögu sem áður hefur komið fram um að mynda neyðarstjórn um málið.Of alvarlegt til að bregðast ekki við Dagur segir að atvikið í gær þar sem átján ára þroskaskert stúlka týndist í bíl á vegum ferðaþjónustunnar hafi einfaldlega verið of alvarlegt til að grípa ekki til aðgerða. Hann segir þó að síðustu vikur hafi verið unnið að því að laga þjónustuna sem hefur verið harðlega gagnrýnd af notendum um nokkurra mánaða skeið. „Ég held að við séum með þessu að horfast i augu við það að þetta hefur ekki gengið eins og það á að ganga. Við vorum búin að gefa þessu tíma, bundum vonir við að þetta væri að batna. Þetta tilvik í gær er einfaldlega svo alvarlegt að við töldum óumflýjanlegt að svona yrði stigið inn í með ákveðnari hætti en áður,“ segir hann. En þarf ekki einhver að axla ábyrgð á stöðunni og öllum þeim mistökum sem orðið hafa? „Við erum núna að taka þetta verkefni og setja undir sérstaka stjórn og þannig að bregðast við stöðunni sem uppi er. Það er okkur efst í huga í dag en svo ákváðum við að gera óháða úttekt á allri innleiðingunni því að þarna eru mjög margir hlekkir í keðjunni og margir þeirra hafa ekki haldið eins og þeir ættu að gera og það þarf einfaldlega að fara yfir það í heild sinni.“Miður sín vegna málsins Dagur segist vera miður yfir stöðunni eins og hún hefur verið undanfarnar vikur. „Þetta á að vera örugg og góð þjónusta, þetta er viðkvæm þjónusta og þetta er þjónusta við fólk og hún þarf að endurspegla það,“ segir hann og útilokar ekki að meira fé verði sett í verkefnið. „Það þarf bæði að fara yfir hvernig sveitarfélögin hafa verið að skrá þarfir þeirra sem eru að nota þjónustuna og það þarf að fara yfir verkferla varðandi móttöku, þegar einstaklingar koma á staðin, og fleira og fleira. Það eru engin takmörk hvað það varðar,“ segir hann og bætir við að ferðaþjónustan verði skoðuð sem heild. Dagur segir borgina hafa lært margt af málinu „Til dæmis það að það voru hagsmunasamtök notenda, fatlaðs fólks, sem vöruðu mjög við því að fara af stað á þessum árstíma. Það var ekki hlustað nægilega á það. Sumu var frestað, eins og breytingar á skólaakstrinum, en öðru ekki og fólk taldi sig í stakk búið til að sinna þessu vel. Annað hefur einfaldlega komið á daginn,“ segir hann. Dagur segir að þó að langur tími hafi verið til að undirbúa breytingarnar þá hafi hann annaðhvort ekki verið nýttur nógu vel eða nógu langur. Hann segir þó að ekki megi gleyma að tilgangur breytinganna hafi átt að vera að „Það er þyngra en tárum taki að það hafi mistekist og úr því verður að bæta.“
Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira