Erlent

Jórdanir gera loftárásir á ISIS

Atli Ísleifsson skrifar
Jórdanir eru reiðir vegna morðs ISIS-liða á flugmanninum.
Jórdanir eru reiðir vegna morðs ISIS-liða á flugmanninum. Vísir/AFP
Jórdanskar orrustuþotur hafa gert loftárásir á liðsmenn og búðir ISIS í Sýrlandi. Jórdanskar sjónvarpsstöðvar greina frá þessu en þetta er í fyrsta sinn sem Jórdanir greina opinberlega frá árásum sínum á hryðjuverkasamtökin.

Loftárásirnar eru gerðar tveimur dögum eftir að ISIS birti myndband sem sýnir hvernig jórdanskur orrustuflugmaður var brenndur til bana. ISIS-liðar tóku Mu'ath al-Kasasbeh til fanga í Sýrlandi í desember síðastliðinn.

Jórdanskir fjölmiðlar greina frá því að á leiðinni aftur til jórdönsku höfuðborgarinnar Amman hafi orrustuþoturnar flogið yfir al-Karak, heimabæ al-Kasasbeh, til að á þann hátt hylla hinn látna flugmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×