Sævar í Leonard mun sitja í fangelsi í 3 mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 13:38 Frá aðalmeðferð í janúar. Vísir/Ernir Sævar Jónsson, sem jafnan er kenndur við Leonard, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir skilasvik. Þar af eru 9 mánuðir skilorðsbundnir og mun Sævar því sitja inni í 3 mánuði. Sævari var gefið að sök að hafa komið undan íbúðarhúsi í Flórída sem hann og eiginkona hans keyptu árið 2007 á rúmlega 657 þúsund Bandaríkjadali, eða 86 milljónir króna á núverandi gengi, skömmu áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2010.Húsið á Flórída sem málið snerist um.Mynd/Google MapsHúsið er staðsett í Suður-Flórída, nánar tiltekið í Boynton Beach. Sævar átti húsið að hálfu á móti eiginkonu sinni, Hildi Daníelsdóttur. Fasteignin hafði fallið í verði og var hún metin á rúmlega 272 þúsund dali í upphafi árs 2010. Sama ár afsalaði Sævar eigninni fyrir um tíu Bandaríkjadali, sem á núverandi gengi eru rúmar 1.400 krónur, til félags sem hann var stjórnarformaður í. Hann er þannig sagður hafa skotið eignarhluta sínum undan búskiptunum eða varið andvirði eignarhlutans til greiðslu tiltölulega hárrar gjaldkræfrar kröfu.Félagið sem um ræðir er svissneskt og var stofnað árið 2009 af Sævari og viðskiptafélaga hans, Nand Kumar Kurup. Við aðalmeðmerð málsins sagðist Sævar hafa látið húsið af hendi árið 2007 en að formlega hefði ekki verið gengið frá sölu á húsinu fyrr en árið 2010. Það var rétt áður en Sævar var úrskurðaður gjaldþrota. Hann sagðist hafa skuldað Kurup 145 þúsund dali, jafnvirði 20 milljónir króna á núverandi gengi, og því hafi ákvörðun verið tekin um að Kurup tæki húsið upp í skuldina. Héraðsdómur telur sannað að Sævar hafi haft einbeittan ásetning um að koma húsinu í Flórída undan svo að kröfuhafar í þrotabú hans biðu fjártjón. Þá hafi hann jafnframt gefið skiptastjóra búsins og lögreglu rangar upplýsingar þegar tilvist hússins á Flórída var rannsökuð. Þá hafi hann gert málamyndagjörning til að villa um fyrir hvaða tilgangur væri með sölu hússins og seldi eigninga svo á óhæfilega lágu verði. Tengdar fréttir Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Aðalmeðferð í máli Sævars Jónssonar fór fram í dag. 23. janúar 2015 14:30 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Sævar Jónsson, sem jafnan er kenndur við Leonard, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir skilasvik. Þar af eru 9 mánuðir skilorðsbundnir og mun Sævar því sitja inni í 3 mánuði. Sævari var gefið að sök að hafa komið undan íbúðarhúsi í Flórída sem hann og eiginkona hans keyptu árið 2007 á rúmlega 657 þúsund Bandaríkjadali, eða 86 milljónir króna á núverandi gengi, skömmu áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2010.Húsið á Flórída sem málið snerist um.Mynd/Google MapsHúsið er staðsett í Suður-Flórída, nánar tiltekið í Boynton Beach. Sævar átti húsið að hálfu á móti eiginkonu sinni, Hildi Daníelsdóttur. Fasteignin hafði fallið í verði og var hún metin á rúmlega 272 þúsund dali í upphafi árs 2010. Sama ár afsalaði Sævar eigninni fyrir um tíu Bandaríkjadali, sem á núverandi gengi eru rúmar 1.400 krónur, til félags sem hann var stjórnarformaður í. Hann er þannig sagður hafa skotið eignarhluta sínum undan búskiptunum eða varið andvirði eignarhlutans til greiðslu tiltölulega hárrar gjaldkræfrar kröfu.Félagið sem um ræðir er svissneskt og var stofnað árið 2009 af Sævari og viðskiptafélaga hans, Nand Kumar Kurup. Við aðalmeðmerð málsins sagðist Sævar hafa látið húsið af hendi árið 2007 en að formlega hefði ekki verið gengið frá sölu á húsinu fyrr en árið 2010. Það var rétt áður en Sævar var úrskurðaður gjaldþrota. Hann sagðist hafa skuldað Kurup 145 þúsund dali, jafnvirði 20 milljónir króna á núverandi gengi, og því hafi ákvörðun verið tekin um að Kurup tæki húsið upp í skuldina. Héraðsdómur telur sannað að Sævar hafi haft einbeittan ásetning um að koma húsinu í Flórída undan svo að kröfuhafar í þrotabú hans biðu fjártjón. Þá hafi hann jafnframt gefið skiptastjóra búsins og lögreglu rangar upplýsingar þegar tilvist hússins á Flórída var rannsökuð. Þá hafi hann gert málamyndagjörning til að villa um fyrir hvaða tilgangur væri með sölu hússins og seldi eigninga svo á óhæfilega lágu verði.
Tengdar fréttir Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Aðalmeðferð í máli Sævars Jónssonar fór fram í dag. 23. janúar 2015 14:30 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Aðalmeðferð í máli Sævars Jónssonar fór fram í dag. 23. janúar 2015 14:30