Vanmetið afl Golf GTI Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 11:11 Volkswagen gefur upp að afl Golf GTI bílsins sé 210 hestöfl, en samkvæmt Dyno aflmælingu á bílnum skilar hann 263 hestöflum. Tog bílsins er einnig vanmetið, en Volkswagen segir það 350 Nm en á Dyno mælinum reyndist það 426 Nm. Hafa verður í huga að þessar tölur byggja aðeins á einni mælingu. Ef afl Golf GTI er svo miklu meira en framleiðandinn gefur upp er það ekki í fyrsta skipti sem afl þýskra bíla er vanmetið. Margir fjögurra og sex strokka bílar frá BMW hafa verið mældir mun öflugri en BMW hefur gefið upp og það sama á við um marga bíla frá Porsche. Þetta átti einnig við marga öfluga bíla frá japönskum bílaframleiðendum á árum áður, en ástæða þess að þeir gáfu ekki upp rétt afl þeirra var líklega vegna hárra skatta sem lagðir voru á öfluga bíla. Aflmælingu Golf GTI bílsins má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent
Volkswagen gefur upp að afl Golf GTI bílsins sé 210 hestöfl, en samkvæmt Dyno aflmælingu á bílnum skilar hann 263 hestöflum. Tog bílsins er einnig vanmetið, en Volkswagen segir það 350 Nm en á Dyno mælinum reyndist það 426 Nm. Hafa verður í huga að þessar tölur byggja aðeins á einni mælingu. Ef afl Golf GTI er svo miklu meira en framleiðandinn gefur upp er það ekki í fyrsta skipti sem afl þýskra bíla er vanmetið. Margir fjögurra og sex strokka bílar frá BMW hafa verið mældir mun öflugri en BMW hefur gefið upp og það sama á við um marga bíla frá Porsche. Þetta átti einnig við marga öfluga bíla frá japönskum bílaframleiðendum á árum áður, en ástæða þess að þeir gáfu ekki upp rétt afl þeirra var líklega vegna hárra skatta sem lagðir voru á öfluga bíla. Aflmælingu Golf GTI bílsins má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent