Leikarinn Randy Quaid sendi frá sér virkilega sérstakt myndband í gærkvöldi, þar sem hann talar illa um fjölmiðlarisann Rupert Murdoch.
Erfitt er að skilja hvað Quaid, sem gerði garðinn frægan í Independence Day og Christmas Vacation, gengur til í myndbandinu og hafa fjölmiðlamenn vestanhafs lýst yfir áhyggjum sínum af leikaranum. Hann býr nú í Kanada ásamt eiginkonu sinni. Þau sóttu um hæli í landinu og sögðust óttast um líf sitt í Bandaríkjunum því margir leikarar hefðu dáið þar á skrítinn hátt. Eftir tveggja ára meðferð í kerfinu var umsókn þeirra hjóna hafnað en þeim var boðið að áfrýja til hæstaréttar Kanada. Þau eru enn búsett í landinu.
Quaid hefur leikið í yfir 90 bíómyndum . Hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna og til BAFTA verðlaunanna auk þess sem hann á ein Golden Globe verðlaun. Hann er bróðir Dennis Quaid, sem er einnig þekktur leikari í Hollywood.
Auk þess að vera þekktur fyrir leik sinn í Independence Day og Christmas Vacation, lék Quaid í myndum á borð við Kingpin, Brokeback Mountin og The Last Detail.
Lífið