Hættir þátttöku í loftárásum gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2015 14:09 Reykur vegna loftárásar nærri Kobane í Sýrlandi. Vísir/EPA Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF) eru hætt þátttöku í loftárásum gegn Íslamska ríkinu. Samtökin birtu í gær myndband þar sem flugmaður frá Jórdaníu var brenndur lifandi, en hann er fyrsti flugmaður bandalagsins sem lætur lífið. SAF hættu þó þátttöku í desember eftir að flugmaðurinn var handsamaður. Þetta kemur fram á vef New York Times. SAF, sem er eitt fjögurra mið-austurlanda í bandalaginu, segja að þörf sé á viðbragðsáætlunum um hvernig bjarga megi flugmönnum sem falla í hendur vígamanna. Auk SAF eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Barein þátttakendur í bandalaginu. Öll ríkin hafa gert loftárásir gegn ISIS en talið er að þátttaka þeirra sé að mestu leyti táknræn. Stjórnvöld í Jórdaníu hafa hótað auknum aðgerðum gegn ISIS og heita þess að hefna flugmannsins Muadh al-Kasasbeh. Á vef Guardian kemur þó fram að talið sé að til lengri tíma muni morð flugmannsins draga úr vilja Jórdaníu til að taka þátt í loftárásum gegn öðrum múslimum. Furstadæmin vilja að Bandaríkjamenn komi sveitum fyrir í norðurhluta Írak, sem geti brugðist hratt við, hrapi flugvél bandalagsins á átakasvæðum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skipaði leyniþjónustum landsins að beita öllum leiðum til að finna þá gísla sem ISIS eru enn með í haldi. Talið er að fimmtán einstaklingar séu nú í gíslingu. Samkvæmt AP fréttaveitunni heldur ISIS meðal annars þeim John Cantle, sem er breskur ljósmyndari. Séra Paolo Dall‘oglio, sem er ítalskur prestur. Samir Kassab, myndatökumanni frá Líbanon. og Ishak Mokthar. Hann er frá Máritaníu og far rænt í fyrra nærri Aleppo þar sem hann var að vinna fyrir Sky News Arabia. Þá halda samtökin ónafngreindri bandarískri konu, sem var handsömuð í fyrra, þremur starfsmönnum Rauða Krossins sem ekki hafa verið nafngreindir og sjö hermönnum frá Líbanon. Máritanía Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF) eru hætt þátttöku í loftárásum gegn Íslamska ríkinu. Samtökin birtu í gær myndband þar sem flugmaður frá Jórdaníu var brenndur lifandi, en hann er fyrsti flugmaður bandalagsins sem lætur lífið. SAF hættu þó þátttöku í desember eftir að flugmaðurinn var handsamaður. Þetta kemur fram á vef New York Times. SAF, sem er eitt fjögurra mið-austurlanda í bandalaginu, segja að þörf sé á viðbragðsáætlunum um hvernig bjarga megi flugmönnum sem falla í hendur vígamanna. Auk SAF eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Barein þátttakendur í bandalaginu. Öll ríkin hafa gert loftárásir gegn ISIS en talið er að þátttaka þeirra sé að mestu leyti táknræn. Stjórnvöld í Jórdaníu hafa hótað auknum aðgerðum gegn ISIS og heita þess að hefna flugmannsins Muadh al-Kasasbeh. Á vef Guardian kemur þó fram að talið sé að til lengri tíma muni morð flugmannsins draga úr vilja Jórdaníu til að taka þátt í loftárásum gegn öðrum múslimum. Furstadæmin vilja að Bandaríkjamenn komi sveitum fyrir í norðurhluta Írak, sem geti brugðist hratt við, hrapi flugvél bandalagsins á átakasvæðum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skipaði leyniþjónustum landsins að beita öllum leiðum til að finna þá gísla sem ISIS eru enn með í haldi. Talið er að fimmtán einstaklingar séu nú í gíslingu. Samkvæmt AP fréttaveitunni heldur ISIS meðal annars þeim John Cantle, sem er breskur ljósmyndari. Séra Paolo Dall‘oglio, sem er ítalskur prestur. Samir Kassab, myndatökumanni frá Líbanon. og Ishak Mokthar. Hann er frá Máritaníu og far rænt í fyrra nærri Aleppo þar sem hann var að vinna fyrir Sky News Arabia. Þá halda samtökin ónafngreindri bandarískri konu, sem var handsömuð í fyrra, þremur starfsmönnum Rauða Krossins sem ekki hafa verið nafngreindir og sjö hermönnum frá Líbanon.
Máritanía Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11
Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51
ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15
Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30