Íslenski boltinn

Ólafur Karl þakkar þjálfara Blika fyrir hvatninguna

Ólafur Karl er hér nýbúinn að skora markið sem kláraði Íslandsmótið í fyrra.
Ólafur Karl er hér nýbúinn að skora markið sem kláraði Íslandsmótið í fyrra. vísir/andri
Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen var ekki ánægður með ummæli þjálfara Breiðabliks, Arnars Grétarssonar, eftir leik liðanna í gær.

„Það er eðlileg krafa að vera í efstu fjórum sætunum. Það er stefnan. Það er stefnan hjá öllum en ég held að við höfum gæðin og getuna til þess. Auðvitað þarf maður að vera heppinn og liðið að vera meiðslalaust. Hlutirnir þurfa svolítið að falla með manni eins og þeir gerðu fyrir Stjörnuna í fyrra," sagði Arnar Grétarsson við fótbolta.net eftir 2-1 sigur hans manna á Stjörnunni í gær.

Ólafur Karl þakkaði Arnari fyrir peppið á Twitter eftir að hafa séð viðtalið. Hann sagðist reyndar ekki muna hvað Arnar heiti.

Í kassamerkinu tekur Ólafur svo fram að heppni sé ekki til og kann greinilega lítið að meta að Arnar tali um heppni og að hlutir hafi fallið með Stjörnunni síðasta sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×