Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. febrúar 2015 20:15 Allt að sex milljónir manna horfðu á beina útsendingu frá gosstöðvunum í Holuhrauni á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC í dag. Áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. Útsendingin var hluti af vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Good Morning America. Það var Ginger Zee, veðurfréttmaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sem var við gosstöðvarnar. Dróna var meðal annars flogið yfir Holuhraun til að sýna áhorfendum gosið betur. Útsendingin þykir hafa heppnast vel en að henni lokinni var flogið með hluta hópsins til Reykjavíkur þar sem hann lenti síðdegis. „ Þetta var framúrskarandi. Ég trúi ekki að ég sé hérna. Þetta er enn svo óraunverulegt. Það er eins og ég hafi farið frá New York fyrir tveim tímum,“ segir Ginger Zee veðurfræðingur hjá ABC sjónvarpsstöðinni. Þá segir hún það hafa skipt miklu máli að hafa getað notað dróna í útsendingunni í dag. „Við þurftum að sjá ofan í gíginn og við gátum notað dróna, sem þeir hafa gert einu sinni áður en núna með enn meiri gæðum. Við gátum séð þetta úr meira návígi og höfðum jarðeðlisfræðing með okkur, við höfðum alla þessa frábæru hluti saman. Við lærðum mikið og það var stórkostlegt að sjá þetta,“ segir Ginger Zee. Í gær þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúning útsendingarinnar var veður frekar slæmt á svæðinu. „ Þetta leit ekkert rosalega vel út en í dag var alveg geggjað. Það var allt með okkur í dag þannig að þetta gekk eins og í sögu, “ segir Jón Kjartan Björnsson yfirflugstjóri hjá Norðurflugi. Um tuttugu manns tóku þátt í vinnu við útsendinguna á svæðinu í dag. „ Mér fannst þetta alveg klikkað sko að taka myndir af einhverri manneskju að segja fréttir og við vorum með flatskjá á hrauninu, eldgos á bakvið og svo einhverjir bílar og rafstöðvar og dót sko og nú er búið að taka allt saman saman, “ segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari. Ljóst er að útsending sem þessi er mikil landkynning fyrir Ísland þar sem fjöldi fólks fylgist með þættinum á hverjum degi. „Það eru oft fimm eða sex milljónir áhorfenda, Bandaríkjamenn, Kanadamenn og íbúar sumra eyjanna, svo þetta er mikill fjöldi, “ segir Ginger Zee. Þá segir hún viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa. „ Ég náði Twitter og Instagram þarna uppi og fólk er alveg heillað. Þetta er í fyrsta skipti sem margt þeirra hefur séð Ísland, “ segir Ginger Zee að lokum. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Allt að sex milljónir manna horfðu á beina útsendingu frá gosstöðvunum í Holuhrauni á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC í dag. Áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. Útsendingin var hluti af vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Good Morning America. Það var Ginger Zee, veðurfréttmaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sem var við gosstöðvarnar. Dróna var meðal annars flogið yfir Holuhraun til að sýna áhorfendum gosið betur. Útsendingin þykir hafa heppnast vel en að henni lokinni var flogið með hluta hópsins til Reykjavíkur þar sem hann lenti síðdegis. „ Þetta var framúrskarandi. Ég trúi ekki að ég sé hérna. Þetta er enn svo óraunverulegt. Það er eins og ég hafi farið frá New York fyrir tveim tímum,“ segir Ginger Zee veðurfræðingur hjá ABC sjónvarpsstöðinni. Þá segir hún það hafa skipt miklu máli að hafa getað notað dróna í útsendingunni í dag. „Við þurftum að sjá ofan í gíginn og við gátum notað dróna, sem þeir hafa gert einu sinni áður en núna með enn meiri gæðum. Við gátum séð þetta úr meira návígi og höfðum jarðeðlisfræðing með okkur, við höfðum alla þessa frábæru hluti saman. Við lærðum mikið og það var stórkostlegt að sjá þetta,“ segir Ginger Zee. Í gær þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúning útsendingarinnar var veður frekar slæmt á svæðinu. „ Þetta leit ekkert rosalega vel út en í dag var alveg geggjað. Það var allt með okkur í dag þannig að þetta gekk eins og í sögu, “ segir Jón Kjartan Björnsson yfirflugstjóri hjá Norðurflugi. Um tuttugu manns tóku þátt í vinnu við útsendinguna á svæðinu í dag. „ Mér fannst þetta alveg klikkað sko að taka myndir af einhverri manneskju að segja fréttir og við vorum með flatskjá á hrauninu, eldgos á bakvið og svo einhverjir bílar og rafstöðvar og dót sko og nú er búið að taka allt saman saman, “ segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari. Ljóst er að útsending sem þessi er mikil landkynning fyrir Ísland þar sem fjöldi fólks fylgist með þættinum á hverjum degi. „Það eru oft fimm eða sex milljónir áhorfenda, Bandaríkjamenn, Kanadamenn og íbúar sumra eyjanna, svo þetta er mikill fjöldi, “ segir Ginger Zee. Þá segir hún viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa. „ Ég náði Twitter og Instagram þarna uppi og fólk er alveg heillað. Þetta er í fyrsta skipti sem margt þeirra hefur séð Ísland, “ segir Ginger Zee að lokum.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira