„Suge“ Knight ákærður fyrir morð Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2015 15:27 Marion „Suge“ Knight gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa ekið yfir tvo menn. Vísir/AP Rapp-útgefandinn fyrrverandi, „Suge“ Knight hefur verið ákærður fyrir morð, morðtilraun og fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og stinga af. Talið er að réttarhöldin yfir honum hefjist í dag. Knight er gert að hafa ekið yfir fyrrum vin sinn og annan mann eftir rifrildi á fimmtudaginn. Vinur hans lét lífið. Lögmaður Knight segir hann hafa ekið yfir mennina fyrir slysni, þar sem hann hafi verið á flótta undan árásarmönnum. Hann gaf sig fram við lögreglu daginn eftir atvikið.AP fréttaveitan segir frá því að upprunalega hafi trygging verið sett á tvær milljónir dala en hún hafi verið dregin til baka. Ástæða þess er að hann er talinn líklegur til að leggja á flótta og getur ógnað vitnum. Þegar hann keyrði yfir mennina á fimmtudaginn gekk hann laus gegn tryggingu vegna ráns. Knight var hluti af einum frægustu átökum rappheimsins á milli Tupac Shakur og Biggie Smalls. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás, þegar hann og Tupac gengu í skrokk á manni á hóteli í Las Vegas árið 1996. Skömmu eftir það atvik var Tupac skotinn til bana þar sem hann sat í bíl Knight í Las Vegas.Reifst við þann sem lést Samkvæmt lögreglunni heimsótti Knight upptökustað myndarinnar Straight Outta Compton, þar sem hann fór að rífast við hinn 51 árs gamla Cle „Bone“ Sloan. Á endanum var Knight beðinn um að yfirgefa svæðið af lögreglumönnum sem sinntu þar öryggisgæslu. Rifrildi mannanna hófst aftur nokkra kílómetra í burtu en þar skiptust Knight og Sloan á höggum í gegnum rúðu pallbíls Knight. Þá keyrði hann yfir mennina. Lögmaður Knight segir þetta ekki vera rétt. Hann segir að Sloan hafi ráðist á Knight ásamt þremur öðrum mönnum. Að Sloan hafi beðið Knight um að hitta sig og hafi svo setið fyrir honum. Knight hafi óttast um líf sitt og óvart keyrt yfir mennina tvo við að reyna að komast undan. Verði Knight sakfelldur gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi þar sem um væri að ræða þriðja dóm hans. Tengdar fréttir Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45 „Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Rapp-útgefandinn fyrrverandi, „Suge“ Knight hefur verið ákærður fyrir morð, morðtilraun og fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og stinga af. Talið er að réttarhöldin yfir honum hefjist í dag. Knight er gert að hafa ekið yfir fyrrum vin sinn og annan mann eftir rifrildi á fimmtudaginn. Vinur hans lét lífið. Lögmaður Knight segir hann hafa ekið yfir mennina fyrir slysni, þar sem hann hafi verið á flótta undan árásarmönnum. Hann gaf sig fram við lögreglu daginn eftir atvikið.AP fréttaveitan segir frá því að upprunalega hafi trygging verið sett á tvær milljónir dala en hún hafi verið dregin til baka. Ástæða þess er að hann er talinn líklegur til að leggja á flótta og getur ógnað vitnum. Þegar hann keyrði yfir mennina á fimmtudaginn gekk hann laus gegn tryggingu vegna ráns. Knight var hluti af einum frægustu átökum rappheimsins á milli Tupac Shakur og Biggie Smalls. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás, þegar hann og Tupac gengu í skrokk á manni á hóteli í Las Vegas árið 1996. Skömmu eftir það atvik var Tupac skotinn til bana þar sem hann sat í bíl Knight í Las Vegas.Reifst við þann sem lést Samkvæmt lögreglunni heimsótti Knight upptökustað myndarinnar Straight Outta Compton, þar sem hann fór að rífast við hinn 51 árs gamla Cle „Bone“ Sloan. Á endanum var Knight beðinn um að yfirgefa svæðið af lögreglumönnum sem sinntu þar öryggisgæslu. Rifrildi mannanna hófst aftur nokkra kílómetra í burtu en þar skiptust Knight og Sloan á höggum í gegnum rúðu pallbíls Knight. Þá keyrði hann yfir mennina. Lögmaður Knight segir þetta ekki vera rétt. Hann segir að Sloan hafi ráðist á Knight ásamt þremur öðrum mönnum. Að Sloan hafi beðið Knight um að hitta sig og hafi svo setið fyrir honum. Knight hafi óttast um líf sitt og óvart keyrt yfir mennina tvo við að reyna að komast undan. Verði Knight sakfelldur gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi þar sem um væri að ræða þriðja dóm hans.
Tengdar fréttir Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45 „Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45
„Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11