„Suge“ Knight ákærður fyrir morð Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2015 15:27 Marion „Suge“ Knight gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa ekið yfir tvo menn. Vísir/AP Rapp-útgefandinn fyrrverandi, „Suge“ Knight hefur verið ákærður fyrir morð, morðtilraun og fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og stinga af. Talið er að réttarhöldin yfir honum hefjist í dag. Knight er gert að hafa ekið yfir fyrrum vin sinn og annan mann eftir rifrildi á fimmtudaginn. Vinur hans lét lífið. Lögmaður Knight segir hann hafa ekið yfir mennina fyrir slysni, þar sem hann hafi verið á flótta undan árásarmönnum. Hann gaf sig fram við lögreglu daginn eftir atvikið.AP fréttaveitan segir frá því að upprunalega hafi trygging verið sett á tvær milljónir dala en hún hafi verið dregin til baka. Ástæða þess er að hann er talinn líklegur til að leggja á flótta og getur ógnað vitnum. Þegar hann keyrði yfir mennina á fimmtudaginn gekk hann laus gegn tryggingu vegna ráns. Knight var hluti af einum frægustu átökum rappheimsins á milli Tupac Shakur og Biggie Smalls. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás, þegar hann og Tupac gengu í skrokk á manni á hóteli í Las Vegas árið 1996. Skömmu eftir það atvik var Tupac skotinn til bana þar sem hann sat í bíl Knight í Las Vegas.Reifst við þann sem lést Samkvæmt lögreglunni heimsótti Knight upptökustað myndarinnar Straight Outta Compton, þar sem hann fór að rífast við hinn 51 árs gamla Cle „Bone“ Sloan. Á endanum var Knight beðinn um að yfirgefa svæðið af lögreglumönnum sem sinntu þar öryggisgæslu. Rifrildi mannanna hófst aftur nokkra kílómetra í burtu en þar skiptust Knight og Sloan á höggum í gegnum rúðu pallbíls Knight. Þá keyrði hann yfir mennina. Lögmaður Knight segir þetta ekki vera rétt. Hann segir að Sloan hafi ráðist á Knight ásamt þremur öðrum mönnum. Að Sloan hafi beðið Knight um að hitta sig og hafi svo setið fyrir honum. Knight hafi óttast um líf sitt og óvart keyrt yfir mennina tvo við að reyna að komast undan. Verði Knight sakfelldur gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi þar sem um væri að ræða þriðja dóm hans. Tengdar fréttir Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45 „Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Rapp-útgefandinn fyrrverandi, „Suge“ Knight hefur verið ákærður fyrir morð, morðtilraun og fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og stinga af. Talið er að réttarhöldin yfir honum hefjist í dag. Knight er gert að hafa ekið yfir fyrrum vin sinn og annan mann eftir rifrildi á fimmtudaginn. Vinur hans lét lífið. Lögmaður Knight segir hann hafa ekið yfir mennina fyrir slysni, þar sem hann hafi verið á flótta undan árásarmönnum. Hann gaf sig fram við lögreglu daginn eftir atvikið.AP fréttaveitan segir frá því að upprunalega hafi trygging verið sett á tvær milljónir dala en hún hafi verið dregin til baka. Ástæða þess er að hann er talinn líklegur til að leggja á flótta og getur ógnað vitnum. Þegar hann keyrði yfir mennina á fimmtudaginn gekk hann laus gegn tryggingu vegna ráns. Knight var hluti af einum frægustu átökum rappheimsins á milli Tupac Shakur og Biggie Smalls. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás, þegar hann og Tupac gengu í skrokk á manni á hóteli í Las Vegas árið 1996. Skömmu eftir það atvik var Tupac skotinn til bana þar sem hann sat í bíl Knight í Las Vegas.Reifst við þann sem lést Samkvæmt lögreglunni heimsótti Knight upptökustað myndarinnar Straight Outta Compton, þar sem hann fór að rífast við hinn 51 árs gamla Cle „Bone“ Sloan. Á endanum var Knight beðinn um að yfirgefa svæðið af lögreglumönnum sem sinntu þar öryggisgæslu. Rifrildi mannanna hófst aftur nokkra kílómetra í burtu en þar skiptust Knight og Sloan á höggum í gegnum rúðu pallbíls Knight. Þá keyrði hann yfir mennina. Lögmaður Knight segir þetta ekki vera rétt. Hann segir að Sloan hafi ráðist á Knight ásamt þremur öðrum mönnum. Að Sloan hafi beðið Knight um að hitta sig og hafi svo setið fyrir honum. Knight hafi óttast um líf sitt og óvart keyrt yfir mennina tvo við að reyna að komast undan. Verði Knight sakfelldur gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi þar sem um væri að ræða þriðja dóm hans.
Tengdar fréttir Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45 „Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45
„Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11