„Dómurinn var og er gildur dómur“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 12:54 Guðmundur Týr Þórarinsson og Bragi Guðbrandsson. „Dómurinn var og er gildur dómur. Þeirri niðurstöðu verður ekki breytt nema með nýjum dómi í málinu. Vegna þessa er fráleitt að halda því fram að dómurinn hafi verið „markleysa“ eða „ógildur,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður Guðmundar Týs Þórarinssonar, um ummæli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem birtust á Vísi fyrir helgi. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði heimilað endurupptöku á meiðyrðamáli Guðmundar Týs gegn Braga en dómur hafði fallið í fyrra þar sem ummæli Braga um lokun meðferðarheimilisins Mótorsmiðjunnar voru dæmd ómerk og Braga gert að greiða Guðmundi bætur. Bragi hélt ekki uppi vörnum í málinu og sagðist ekki hafa haft vitneskju um málið. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú í fyrra og heldur Bragi því fram að stefnuvotturinn hafi ekki kynnt sig sem slíkur. Það er af þeirri ástæðu sem Bragi segist ekki hafa haldið uppi vörnum í málinu, hann vissi ekki af því, og sagði hann í samtali við Vísi fyrir helgi að ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að heimila endurupptöku á málinu ógilda fyrri dóminn.Réttarfarslegt atriði Jónas segir endurupptökuna ekki viðurkenningu á sjónarmiði Braga, heldur einungis réttarfarslegt atriði sem kveður á um að hægt sé að fá endurupptekið mál ef það er gert innan ákveðinna tímamarka frá því dómur féll. Jónas segist hafa þær upplýsingar frá stefnuvottinum í málinu að hann hefði farið á vinnustað Braga og hitt þar fyrir starfsmann sem tilkynnti honum að Bragi væri í útlöndum.„Stefnuvotturinn kynnti sig“ „Stefnuvotturinn kynnti sig og að hann þyrfti að birta fyrir Braga stefnu. Starfsmaðurinn neitaði að taka við stefnunni þar sem Bragi væri í útlöndum, en sagði að hann væri kominn til landsins eftir nokkra daga. Stefnuvotturinn tók þá ákvörðun um að koma aftur þegar Bragi væri kominn til landsins. Stefnuvotturinn kom aftur þegar Bragi var kominn til landsins og hitti fyrir sama starfsmanninn. Stefnuvotturinn kynnti sig aftur og að hann væri aftur í þeim erindagjörðum að birta stefnu fyrir Braga. Starfsmaðurinn upplýsti að Bragi væri ekki viðstaddur til að taka við stefnunni, en að hún hefði fengið grænt ljós frá Braga um að taka á móti stefnunni. Stefnuvotturinn afhenti því starfsmanninum stefnuna sem upplýsti um að henni yrði komið til stefnda,“ segir Jónas Örn.Stendur við kröfur sínar Jónas segir Guðmund Tý standa við kröfu sínar í málinu sem fyrr og geri ráð fyrir að dómur í málinu verði hinn sami og fyrr.Uppfært klukkan 16:55: Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu sendir frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu vegna ummæla lögmanns Guðmunar Týs Þórarinssonar: „Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu er knúin til að leiðrétta alvarlegar rangfærslur lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar varðandi birtingu stefnu gagnvart forstjóra stofunnar sl. sumar. Er sú lýsing röng og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Með lýsingunni vegur lögmaðurinn jafnframt að heiðri og heiðarleika starfsmannsins og er henni harðlega mótmælt.“Sjá nánar hér. Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
„Dómurinn var og er gildur dómur. Þeirri niðurstöðu verður ekki breytt nema með nýjum dómi í málinu. Vegna þessa er fráleitt að halda því fram að dómurinn hafi verið „markleysa“ eða „ógildur,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður Guðmundar Týs Þórarinssonar, um ummæli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem birtust á Vísi fyrir helgi. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði heimilað endurupptöku á meiðyrðamáli Guðmundar Týs gegn Braga en dómur hafði fallið í fyrra þar sem ummæli Braga um lokun meðferðarheimilisins Mótorsmiðjunnar voru dæmd ómerk og Braga gert að greiða Guðmundi bætur. Bragi hélt ekki uppi vörnum í málinu og sagðist ekki hafa haft vitneskju um málið. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú í fyrra og heldur Bragi því fram að stefnuvotturinn hafi ekki kynnt sig sem slíkur. Það er af þeirri ástæðu sem Bragi segist ekki hafa haldið uppi vörnum í málinu, hann vissi ekki af því, og sagði hann í samtali við Vísi fyrir helgi að ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að heimila endurupptöku á málinu ógilda fyrri dóminn.Réttarfarslegt atriði Jónas segir endurupptökuna ekki viðurkenningu á sjónarmiði Braga, heldur einungis réttarfarslegt atriði sem kveður á um að hægt sé að fá endurupptekið mál ef það er gert innan ákveðinna tímamarka frá því dómur féll. Jónas segist hafa þær upplýsingar frá stefnuvottinum í málinu að hann hefði farið á vinnustað Braga og hitt þar fyrir starfsmann sem tilkynnti honum að Bragi væri í útlöndum.„Stefnuvotturinn kynnti sig“ „Stefnuvotturinn kynnti sig og að hann þyrfti að birta fyrir Braga stefnu. Starfsmaðurinn neitaði að taka við stefnunni þar sem Bragi væri í útlöndum, en sagði að hann væri kominn til landsins eftir nokkra daga. Stefnuvotturinn tók þá ákvörðun um að koma aftur þegar Bragi væri kominn til landsins. Stefnuvotturinn kom aftur þegar Bragi var kominn til landsins og hitti fyrir sama starfsmanninn. Stefnuvotturinn kynnti sig aftur og að hann væri aftur í þeim erindagjörðum að birta stefnu fyrir Braga. Starfsmaðurinn upplýsti að Bragi væri ekki viðstaddur til að taka við stefnunni, en að hún hefði fengið grænt ljós frá Braga um að taka á móti stefnunni. Stefnuvotturinn afhenti því starfsmanninum stefnuna sem upplýsti um að henni yrði komið til stefnda,“ segir Jónas Örn.Stendur við kröfur sínar Jónas segir Guðmund Tý standa við kröfu sínar í málinu sem fyrr og geri ráð fyrir að dómur í málinu verði hinn sami og fyrr.Uppfært klukkan 16:55: Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu sendir frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu vegna ummæla lögmanns Guðmunar Týs Þórarinssonar: „Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu er knúin til að leiðrétta alvarlegar rangfærslur lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar varðandi birtingu stefnu gagnvart forstjóra stofunnar sl. sumar. Er sú lýsing röng og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Með lýsingunni vegur lögmaðurinn jafnframt að heiðri og heiðarleika starfsmannsins og er henni harðlega mótmælt.“Sjá nánar hér.
Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02
Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15
Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29