Kia með nýjan tvinnjeppling Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 10:45 Ekki fá forvitnir mikið að sjá af bílnum í fyrstu. Á bílasýningunni í Chicago sem hefst 12. febrúar ætlar Kia að kynna nýjan jeppling sem bæði verður drifinn áfram af hefðbundinni bensínvél sem og rafmótorum. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og Kia segir að hann sé mjög seigur torfærubíll með fremur grófgert útlit. Samkvæmt því gæti hann verið líkt og Kia Soul á sterum, en víst er að hann er þónokkuð háfættari en Kia Soul. Þessi bíll á að henta fólki sem eyðir mestum tíma sínum innan borgarmarkanna, en hefur engu að síður þörf fyrir bíl sem treysta má á erfiðari slóðum stöku sinnum. Þessi hugmyndabíll Kia er því ekki ýkja fjarri hugmyndafræðinni bakvið Mitsubishi Outlander, sem einnig er tvinnbíll sem fær á að vera að fara ótroðnar slóðir. Báða þessa bíla er ódýrt að reka þar sem flestir þeir kílómetrar sem þeim er ekið er eingöngu á rafmagni. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent
Á bílasýningunni í Chicago sem hefst 12. febrúar ætlar Kia að kynna nýjan jeppling sem bæði verður drifinn áfram af hefðbundinni bensínvél sem og rafmótorum. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og Kia segir að hann sé mjög seigur torfærubíll með fremur grófgert útlit. Samkvæmt því gæti hann verið líkt og Kia Soul á sterum, en víst er að hann er þónokkuð háfættari en Kia Soul. Þessi bíll á að henta fólki sem eyðir mestum tíma sínum innan borgarmarkanna, en hefur engu að síður þörf fyrir bíl sem treysta má á erfiðari slóðum stöku sinnum. Þessi hugmyndabíll Kia er því ekki ýkja fjarri hugmyndafræðinni bakvið Mitsubishi Outlander, sem einnig er tvinnbíll sem fær á að vera að fara ótroðnar slóðir. Báða þessa bíla er ódýrt að reka þar sem flestir þeir kílómetrar sem þeim er ekið er eingöngu á rafmagni.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent