Gasmengun gæti farið að aukast á ný Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. febrúar 2015 19:13 Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga vegna gossins í Holuhrauni. Vísir/EgillAðalsteinsson Gasmengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni mældist víða á Austurlandi um helgina en aukin mengun fylgir bæði hlýnandi veðri og minni virkni í eldstöðinni. Starfsfólk almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Landlæknisembættisins funda með íbúum í Fjarðarbyggð næstu daga um áhrif gossins. Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga. „ Hún mældist á Austurlandi dálítil í gær og á laugardaginn. Núna eru sem sagt líkur á því, bæði er krafturinn í gosinu heldur minni og svo ef það fer að hlýna, þá megi búast við því að þetta leiti meira með jörðinni og eftir ríkjandi vindáttum með jörðu og þar af leiðandi förum við aftur að sjá einhverja toppa. Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu og erum búin að vera að fara yfir þessi mál og erum að vinna núna með gaslíkan sem Veðurstofan var að skila til okkar fyrir helgina með spá fyrir vorið og sumarið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögrelgustjóra. Gasmenguninni hefur fylgt aukning á öndunarfæraeinkennum um allt land. Langtímaáhrif brennisteinsdíoxíðs, sem er það gas sem kemur frá gosstöðvunum, hafa lítið verið rannsökuð. Þessa dagana eru tvær umfangsmiklar rannsóknir að hefjast á vegum Landslæknisembættisins þar sem áhrif gossins á landsmenn eru skoðuð. Næstu daga funda svo starfsmenn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Landlæknisembættisins og fleiri stofnana með íbúum í Fjarðarbyggð þar sem áhrif gossins verða rædd en íbúar þar hafa fundið vel fyrir gasmenguninni. „ Við fáum mjög reglulega tilkynningar um að fólk finnur fyrir óþægindum, “ segir Víðir Reynisson. Tengdar fréttir Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Gasmengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni mældist víða á Austurlandi um helgina en aukin mengun fylgir bæði hlýnandi veðri og minni virkni í eldstöðinni. Starfsfólk almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Landlæknisembættisins funda með íbúum í Fjarðarbyggð næstu daga um áhrif gossins. Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga. „ Hún mældist á Austurlandi dálítil í gær og á laugardaginn. Núna eru sem sagt líkur á því, bæði er krafturinn í gosinu heldur minni og svo ef það fer að hlýna, þá megi búast við því að þetta leiti meira með jörðinni og eftir ríkjandi vindáttum með jörðu og þar af leiðandi förum við aftur að sjá einhverja toppa. Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu og erum búin að vera að fara yfir þessi mál og erum að vinna núna með gaslíkan sem Veðurstofan var að skila til okkar fyrir helgina með spá fyrir vorið og sumarið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögrelgustjóra. Gasmenguninni hefur fylgt aukning á öndunarfæraeinkennum um allt land. Langtímaáhrif brennisteinsdíoxíðs, sem er það gas sem kemur frá gosstöðvunum, hafa lítið verið rannsökuð. Þessa dagana eru tvær umfangsmiklar rannsóknir að hefjast á vegum Landslæknisembættisins þar sem áhrif gossins á landsmenn eru skoðuð. Næstu daga funda svo starfsmenn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Landlæknisembættisins og fleiri stofnana með íbúum í Fjarðarbyggð þar sem áhrif gossins verða rædd en íbúar þar hafa fundið vel fyrir gasmenguninni. „ Við fáum mjög reglulega tilkynningar um að fólk finnur fyrir óþægindum, “ segir Víðir Reynisson.
Tengdar fréttir Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30
Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45
Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59
Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00