Íslenski boltinn

Emil lánaður til Þýskalands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Emil Atlason er ekki endanlega farinn frá KR.
Emil Atlason er ekki endanlega farinn frá KR. vísir/vilhelm
Emil Atlason, framherji KR, hefur verið lánaður fram á vorið til þýska C-deildarliðsins Preussen Munster.

Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, staðfestir þetta við fótbolti.net í dag og segir:

„Eftir að hafa farið vel yfir þetta með honum þá var þetta möguleiki sem við vildum bjóða honum upp á. Við vonum bara að hann grípi gæsina og noti þetta sem fyrsta skref inn í atvinnumennsku.“

Lánstíminn klárast 23. maí en möguleiki er á að Emil spili fyrsta leik KR í Pepsi-deildinni 4. maí. Preussen Munster er í öðru sæti í þýsku C-deildinni í, stigi á eftir Arminia Bielefeld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×