Erlent

Super Bowl: Málefnin tækluð

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP/Getty
Í auglýsingatíma Super Bowl í ár var spilað símtal konu sem hringdi í lögregluna vegna heimilisofbeldis. Mörgum þykir auglýsingin vera sú áhrifamesta í ár og hefur hún vakið mikla athygli.

NFL hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarin misseri eftir að myndband birtist á internetinu þar sem leikmaður rotaði unnustu sína í lyftu. Viðbrögð deildarinnar við atvikinu þóttu ekki vera sæmandi.

Síðan þá hafa fjölmargir leikmenn stigið fram og gengið til liðs við samtökin No more, sem berjast gegn heimilisofbeldi.

Þar að auki birtist auglýsingin #likeagirl, sem fjallar um að þegar stúlkur verði unglingar minnki sjálfstraust þeirra verulega. Fólk á öllum aldri er til dæmis beðið um að hlaupa eins og stelpa og flestir gera það kjánalega og með tilþrifum.

Þema auglýsingarinnar er að stelpur eigi ekki að skammast sín fyrir að vera stelpur.

Að endingu birtist auglýsing frá samtökunum Weight Watchers sem fjallar um matariðnaðinn og offitu. Þar er vegið að matariðnaðinum og að matvælum sé troðið upp á fólk.

No More Always - #LikeaGirl Weight Watchers – All You Can Eat

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×