Lífið

Hálfleikssýning Katy Perry frá ýmsum sjónarhornum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Katy Perry var flott í gær.
Katy Perry var flott í gær. Vísir/Getty
Bandaríska söngkonan Katy Perry bauð upp á sannkallaða flugeldasýningu í hálfleik í Super Bowl í gær.

Hálfleiksýning í þessum stærsta úrslitaleik bandarískra íþrótta er iðulega gífurlega umfangasmikil og umtöluð. Það þykir mikill heiður að fá að skemmta í hálfleik.

Katy söng lagið Roar ofan á ljóni, tók Teenage Dreams með dansandi hákörlum og sundboltum og fékk Lenny Kravitz með sér í lagið I Kissed a girl.

Missy Elliot mætti svo og tók lögin Work It og Get Your Freak on áður en Katy Perry mætti og sveif yfir áhorfendur. Athygli vakti að söngkonan var í fjórum mismunandi búningum fyrir hvert lag og var ótrúlega fljót að skipta um föt. 



Hér að neðan má svo sjá hvernig áhorfendur sem voru á vellinum sáu atriði Katy Perry. Myndbandið, sem er rétt rúmlega tvær og hálf mínúta, var tekið upp á GoPro vél af áhorfenda sem var í 13. sætaröð.



Að sjálfsögðu var atriðið rætt á Twitter, fyrir og eftir leikinn. Hér má sjá brot af því besta.

Lenny Kravitz fræddi alla um hvernig gítar hann spilaði á. Þetta tíst birtist skömmu fyrir leikinn. Margir hrósuðu svo Katy Perry fyrir frammistöðuna:





Fleiri fréttir

Sjá meira


×