Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2015 10:36 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Gústaf Níelsson. Vísir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að þær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi verið búnar að taka ákvörðun um að draga skipan Gústafs Níelssonar sem varamann í Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar til baka áður en forystumenn Framsóknarflokksins sögðu þeim að gera það. Rangt sé að þær Sveinbjörg hafi verið „teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins.Gústaf Níelsson.Vísir/GVASkipan Gústafs vakti mikla athygli en fyrstu tíðindi þess birtust á Vísi að kvöldi 20. janúar. Skipun Gústafs vakti sérstaka athygli í ljósi þess að hann er yfirlýstur og flokksbundinn Sjálfstæðismaður auk þess sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir ummæli sín um múslima og samkynhneigða. Guðfinna Jóhanna sagði í viðtali við Vísi þá um kvöldið að alls konar raddir ættu að heyrast í mannréttindaráði. „Gústaf hefur verið virkur í þjóðfélagsumræðunni síðustu árin. Á grundvelli yfirlýsinga í samstarfssáttmála meirihlutans um að hlustað sé á allskonar raddir og þeim skapaður vettvangur þá er það mat borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina að skipan hans sem varamanns styðji við þau sjónarmið,“ sagði Guðfinna. Um hádegisbil daginn eftir sendu borgarfulltrúarnir frá sér yfirlýsingu þar sem skipan Gústafs var dregin til baka.Sjá einnig:„Ég var ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna sagði í viðtali í Eyjunni á Stöð 2 í gær að ákvörðunin hefði verið alfarið tekin af þeim Sveinbjörgu. Hún hafi vissulega fundað með forsætisráðherra klukkan hálf tólf umræddan dag en þá hafi þær Sveinbjörg þegar verið búnar að ákveða að draga skipan Gústafs til baka. „Við tókum þessa ákvörðun áður en nokkur í forystu Framsóknarflokksins var búinn að segja okkur að taka þessa ákvörðun. Við áttuðum okkur á að þetta voru mistök og drógum til baka.“ Guðfinna ræddi einnig erfiða átta mánuði síðan kollegi hennar, Sveinbjörg Birna, sagði í viðtali á Vísi að það væri hennar skoðun að afturkalla ætti lóð til múslima í Mörkinni í Reykjavík. „Ég hef ekkert á móti því að byggð sé moska í Reykjavík,“ sagði Guðfinna í gær en ítrekaði að staðsetningin væri ekki heppileg að hennar mati. Undanfarnir átta mánuðir hafi verið harðir og ekki síst eftir ummæli Jóhannesar Bjarnasonar, fyrrum oddvita flokksins á Akureyri, fyrir helgi. „Forysta Framsóknarflokksins þarf hins vegar að sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af,“ sagði Jóhannes meðal annars. Post by Jóhannes Gunnar Bjarnason. Guðfinna skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook þar sem hún sagði að eftir allt sem á undan væri gengið ætlaði hún að leyfa sér að gráta. „Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en èg er ætla ég að leyfa mér að gráta, En fyrir hverja er þetta svo? Einstaklinga sem þurfa útrás fyrir eigin gremju og minnimàttarkennd til að upphefja sig og einstaklinga í einhverjum pólitîskum leik, hvort sem það eru pólitískir andstæðingar eða fólk í sama flokki sem er að berjast um völd eða er à leið úr flokknum og vantar sínar 15 mínútur af frægð. Versta við eineltið er að sitja hjá og leyfa því að gerast,“ sagði í færslu Guðfinnu. Post by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Hún bætti við í Eyjunni í gær að síðustu átta mánuðir hefði verið svolítið harðir. „Þeir hafa farið í að neita hlutum sem ég hef aldrei nokkurn tímann sagt. Búið að búa til skoðanir. Svolítið Nixon aðferðin, „Let them deny it“,“ sagði Guðfinna í Eyjunni. Engin umræða sé um það sem Framsókn og flugvallarvinir séu að gera í borginni. Ekki virðist eiga að leyfa þeim hlutum að koma upp á yfirborðið. Tengdar fréttir Kölluð rasisti, fasisti og nú síðast nasisti Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir furðar sig á því að vera, af Salmann Tamimi, kölluð nasisti og telur sig ekki hafa unnið fyrir þeirri einkunn. 15. janúar 2015 16:41 Segir forystuna verða að "sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af“ Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, segir "rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík“ ekki eiga erindi í Framsóknarflokkinn. 30. janúar 2015 18:05 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Grátandi kona og krafa um uppgjör Illt er ástandið í Framsóknarflokki. Meðan flokksmaður til áratuga krefur formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, um uppgjör innan flokks kvartar annar borgarfulltrúanna, Guðfinna J. Guðmundsdóttir sáran undan því sem hún kallar einelti. "Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en ég er ætla ég að leyfa mér að gráta,“ skrifar borgarfulltrúinn Guðfinna J. Guðmundsdóttir. 2. febrúar 2015 08:47 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að þær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi verið búnar að taka ákvörðun um að draga skipan Gústafs Níelssonar sem varamann í Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar til baka áður en forystumenn Framsóknarflokksins sögðu þeim að gera það. Rangt sé að þær Sveinbjörg hafi verið „teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins.Gústaf Níelsson.Vísir/GVASkipan Gústafs vakti mikla athygli en fyrstu tíðindi þess birtust á Vísi að kvöldi 20. janúar. Skipun Gústafs vakti sérstaka athygli í ljósi þess að hann er yfirlýstur og flokksbundinn Sjálfstæðismaður auk þess sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir ummæli sín um múslima og samkynhneigða. Guðfinna Jóhanna sagði í viðtali við Vísi þá um kvöldið að alls konar raddir ættu að heyrast í mannréttindaráði. „Gústaf hefur verið virkur í þjóðfélagsumræðunni síðustu árin. Á grundvelli yfirlýsinga í samstarfssáttmála meirihlutans um að hlustað sé á allskonar raddir og þeim skapaður vettvangur þá er það mat borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina að skipan hans sem varamanns styðji við þau sjónarmið,“ sagði Guðfinna. Um hádegisbil daginn eftir sendu borgarfulltrúarnir frá sér yfirlýsingu þar sem skipan Gústafs var dregin til baka.Sjá einnig:„Ég var ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna sagði í viðtali í Eyjunni á Stöð 2 í gær að ákvörðunin hefði verið alfarið tekin af þeim Sveinbjörgu. Hún hafi vissulega fundað með forsætisráðherra klukkan hálf tólf umræddan dag en þá hafi þær Sveinbjörg þegar verið búnar að ákveða að draga skipan Gústafs til baka. „Við tókum þessa ákvörðun áður en nokkur í forystu Framsóknarflokksins var búinn að segja okkur að taka þessa ákvörðun. Við áttuðum okkur á að þetta voru mistök og drógum til baka.“ Guðfinna ræddi einnig erfiða átta mánuði síðan kollegi hennar, Sveinbjörg Birna, sagði í viðtali á Vísi að það væri hennar skoðun að afturkalla ætti lóð til múslima í Mörkinni í Reykjavík. „Ég hef ekkert á móti því að byggð sé moska í Reykjavík,“ sagði Guðfinna í gær en ítrekaði að staðsetningin væri ekki heppileg að hennar mati. Undanfarnir átta mánuðir hafi verið harðir og ekki síst eftir ummæli Jóhannesar Bjarnasonar, fyrrum oddvita flokksins á Akureyri, fyrir helgi. „Forysta Framsóknarflokksins þarf hins vegar að sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af,“ sagði Jóhannes meðal annars. Post by Jóhannes Gunnar Bjarnason. Guðfinna skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook þar sem hún sagði að eftir allt sem á undan væri gengið ætlaði hún að leyfa sér að gráta. „Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en èg er ætla ég að leyfa mér að gráta, En fyrir hverja er þetta svo? Einstaklinga sem þurfa útrás fyrir eigin gremju og minnimàttarkennd til að upphefja sig og einstaklinga í einhverjum pólitîskum leik, hvort sem það eru pólitískir andstæðingar eða fólk í sama flokki sem er að berjast um völd eða er à leið úr flokknum og vantar sínar 15 mínútur af frægð. Versta við eineltið er að sitja hjá og leyfa því að gerast,“ sagði í færslu Guðfinnu. Post by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Hún bætti við í Eyjunni í gær að síðustu átta mánuðir hefði verið svolítið harðir. „Þeir hafa farið í að neita hlutum sem ég hef aldrei nokkurn tímann sagt. Búið að búa til skoðanir. Svolítið Nixon aðferðin, „Let them deny it“,“ sagði Guðfinna í Eyjunni. Engin umræða sé um það sem Framsókn og flugvallarvinir séu að gera í borginni. Ekki virðist eiga að leyfa þeim hlutum að koma upp á yfirborðið.
Tengdar fréttir Kölluð rasisti, fasisti og nú síðast nasisti Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir furðar sig á því að vera, af Salmann Tamimi, kölluð nasisti og telur sig ekki hafa unnið fyrir þeirri einkunn. 15. janúar 2015 16:41 Segir forystuna verða að "sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af“ Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, segir "rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík“ ekki eiga erindi í Framsóknarflokkinn. 30. janúar 2015 18:05 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Grátandi kona og krafa um uppgjör Illt er ástandið í Framsóknarflokki. Meðan flokksmaður til áratuga krefur formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, um uppgjör innan flokks kvartar annar borgarfulltrúanna, Guðfinna J. Guðmundsdóttir sáran undan því sem hún kallar einelti. "Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en ég er ætla ég að leyfa mér að gráta,“ skrifar borgarfulltrúinn Guðfinna J. Guðmundsdóttir. 2. febrúar 2015 08:47 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Kölluð rasisti, fasisti og nú síðast nasisti Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir furðar sig á því að vera, af Salmann Tamimi, kölluð nasisti og telur sig ekki hafa unnið fyrir þeirri einkunn. 15. janúar 2015 16:41
Segir forystuna verða að "sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af“ Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, segir "rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík“ ekki eiga erindi í Framsóknarflokkinn. 30. janúar 2015 18:05
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40
„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38
Grátandi kona og krafa um uppgjör Illt er ástandið í Framsóknarflokki. Meðan flokksmaður til áratuga krefur formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, um uppgjör innan flokks kvartar annar borgarfulltrúanna, Guðfinna J. Guðmundsdóttir sáran undan því sem hún kallar einelti. "Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en ég er ætla ég að leyfa mér að gráta,“ skrifar borgarfulltrúinn Guðfinna J. Guðmundsdóttir. 2. febrúar 2015 08:47