Erlent

Þrjátíu látnir í bardögum um Debaltseve

Atli Ísleifsson skrifar
Íbúar Debaltseve hafa neyðst til að flýja borgina vegna bardaga stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna.
Íbúar Debaltseve hafa neyðst til að flýja borgina vegna bardaga stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna. Vísir/AP
Að minnsta kosti þrjátíu hafa látist í hörðum bardögum um borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu í dag. Aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafa setið um borgina en hersveitir Úkraínuhers reyna nú að halda borginni.

„Fólk flýr borgina þar sem ekkert lát er á bardögunum. Hvorki hiti né vatn berst til fólksins,“ segir lögreglumaður í borginni í samtali við AFP. Debaltseve er hernaðarlega mikilvæg borg þar sem hún tengir fjölda annarra borga í þessum hluta landsins.

Að minnsta kosti sautján óbreyttir borgarar og þrettán hermenn stjórnarhersins hafa látist í átökum síðasta sólarhringinn. Þetta er haft eftir talsmönnum Úkraínuhers og aðskilnaðarsinna.

Nýir bardagar brutust út í kjölfar þess að friðarviðræður sem haldnar voru í Hvíta-Rússlandi um helgina fóru út um þúfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×