Lífið

Mikið stuð á tónleikum Boys og Evu Basta í Kaplakrika

ingvar haraldsson skrifar
Um þúsund manns voru á tónleikunum og virtust tónleikagestir ánægðir með flutning hljómsveitarinnar.
Um þúsund manns voru á tónleikunum og virtust tónleikagestir ánægðir með flutning hljómsveitarinnar. vísir/andri marínó
Mikið fjör var í Kaplakrika í gær þegar pólska diskó hljómsveitin Boys tróð upp ásamt söngkonunni Evu Basta.

Um þúsund manns voru á tónleikunum og virtust tónleikagestir ánægðir með flutning hljómsveitarinnar.

Andri Marínó, ljósmyndari Vísis, festi stuðið á tónleikunum á filmu eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Hljómsveitin Boys var stofnuð árið 1991 og er vel þekkt í Póllandi. Hún hefur fengið tvær gullplötur og fimm platínplötur auk fjölmargra tónlistarverðlauna. Forsprakki hljómsveitarinnar, Marcin Miller, hefur löngum verið kallaður konungur pólskrar diskótónlistar. 



Eva Basta er hins vegar ný á diskósenunni en hún sló í gegn árið 2011 þegar hún hóf m.a. samstarf við Boys.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.