Innlent

„Þá gæti ég skriðið inn í runna og dáið“

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Stockfish - evrópsk kvikmyndahátíð í Reykjavík hófst í kvöld með setningu og sýningu á myndinni Flugnagarðinum (Flugparken) eftir Jens Östberg, en Sverrir Guðnason fer með aðalhlutverkið í myndinni. 

Sverrir, sem er fæddur í Svíþjóð en varði stórum hluta unglingsáranna á Íslandi, vann nýlega Gullbjölluna (Guldbaggen), helstu kvikmyndaverðlaun Svía, fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni, sem hefur verið lýst sem sálfræðitrylli. 

Sverrir segist aðspurður vonast til þess að þessi verðlaun séu ekki hátindurinn á ferlinum.

„Ég vona ekki því þá gæti ég skriðið inn í runna og dáið en þetta er mikill heiður og alltaf gott að fá verðlaun,“ segir Sverrir. 

Rætt var við Sverri og rithöfundinn Sjón, sem situr í stjórn Stockfish hátíðarinnar hér á landi, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×