Fagnar breyttu viðhorfi lögreglunnar til fíkniefna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. febrúar 2015 14:15 Fáir lögreglumenn sáust á Sónar hátíðinni. vísir/valli/andri marinó Snarrótarsamtökin voru mætt á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem fór fram síðustu helgi til að passa upp á gestir hennar væru meðvitaðir um rétt sinn gagnvart lögreglunni. Ríflega 3.000 manns voru komnir saman til að hlusta á listamennina leika lög sín. „Hátíðin í fyrra var upphafið að þessu átaki okkar en þar fór lögreglan algjöru offari,“ segir Björgvin Mýrdal, matreiðslumeistari og einn stjórnarmeðlima Snarrótarinnar. „Stórir hópar voru dregnir afsíðis og leitað á þeim án nokkurar heimildar.“Sjá einnig:Á þriðja tug kærðir á Secret Solstice fyrir vörslu fíkniefna „Lögreglan hefur í gegnum tíðina verið að misnota leitarheimildir sínar gífurlega og í raun verið að gabba fólk til þess að leyfa líkamsleit. Um helgina vorum við á staðnum og dreifðum spjöldum til að minna fólk á rétt sinn. Við urðum ekki varir við nokkuð. Fréttum af fáeinum óeinkennisklæddum lögreglumönnum en lögreglan virðist hafa séð að sér. Því ber að sjálfsögðu að fagna.“ Talsverð umræða skapaðist í kringum málið eftir Secret Solstice hátíðina. Þar var leitað á fjölmörgum og einhverjir verið sektaðir í kjölfarið. Björgvin segir þó undarlegt að margar sektanna hafi verið dregnar til baka og felldar niður.Björgvin Mýrdal„Þetta virðist vera algerlega ný lína hjá lögreglunni í fíkniefnamálum á hátíðum sem þessari. Hún kemur okkur talsvert á óvart en við erum hæstánægð með hana og fögnum að þeir hafi tekið gagnrýni okkar á þennan veg.“ Hann bendir einnig á að hátíðarhaldarar séu á milli steins og sleggju. Það sé erfitt að gagnrýna lögregluna þegar þú þarftað sækja um leyfi til hennar til þess að fá að halda viðburði. Smærri hátíðir hafi oft lent í stappi vegna þessa á meðan hátíð á borð við Iceland Airwaves hafi sloppið. „Aukin gæsla á viðburðum kemur ekki í veg fyrir neyslu heldur breytir aðeins neyslumynstrinu,“ segir Björgvin. Maður sem ætli sér að neyta efna mun neyta þeirra. Gæslan gæti haft þau áhrif að fólk neyti stærri, og jafnvel hættulega stórra, skammta áður en á staðinn er komið í stað þess að dreifa þeim á lengra tímabil. „Það er vonandi að næsta skref verði stigið alla leið. Á hátíðum úti þá eru lögreglumenn oft tveir og tveir saman íklæddir vestum í áberandi lit. Þar vilja þeir að fólk geti leitað til þeirra komi upp einhver vandamál. Hér eru lögreglumenn oft í stórum hópum og reyna að falla inn í hópinn. Það gagnast ekki nokkrum manni,“ segir Björgvin.Uppfært: Björgvin vill koma því á framfæri að fyrirsögnin er villandi. Hann fagni ekki breyttu viðhorfi lögreglunnar til fíkniefna heldur breyttu viðhorfi hennar til mannréttinda. Tengdar fréttir Ísland á kolrangri braut í fíkniefnamálum "Spurningin er hvernig við getum best stjórnað hegðun okkar á meðan við lifum í umburðarlyndu samfélagi sem kemur ekki fram við fólk eins og glæpamenn einfaldlega vegna þess hvað það velur að setja í líkama sinn.“ 9. maí 2014 13:40 Rífandi stemning á Sónar Reykjavík í gær Uppselt er á Sónar. 13. febrúar 2015 11:01 Kynna ungu fólki rétt sinn á hátíðum í sumar „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvituð um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar. 10. júlí 2014 15:09 Barrett vill breyta umræðunni um fíkniefni "Hver er réttlæting yfirvalda á því að leyfa mér ekki að gera eitthvað á viðvarandi grunni?“ 18. febrúar 2015 22:09 Skrillex stóð vel undir væntingum Hápunktur lokadags tónlistarhátíðarinnar Sónar á laugardaginn var fyrir mörgum þegar bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex tróð upp. 15. febrúar 2015 22:00 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Sjá meira
Snarrótarsamtökin voru mætt á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem fór fram síðustu helgi til að passa upp á gestir hennar væru meðvitaðir um rétt sinn gagnvart lögreglunni. Ríflega 3.000 manns voru komnir saman til að hlusta á listamennina leika lög sín. „Hátíðin í fyrra var upphafið að þessu átaki okkar en þar fór lögreglan algjöru offari,“ segir Björgvin Mýrdal, matreiðslumeistari og einn stjórnarmeðlima Snarrótarinnar. „Stórir hópar voru dregnir afsíðis og leitað á þeim án nokkurar heimildar.“Sjá einnig:Á þriðja tug kærðir á Secret Solstice fyrir vörslu fíkniefna „Lögreglan hefur í gegnum tíðina verið að misnota leitarheimildir sínar gífurlega og í raun verið að gabba fólk til þess að leyfa líkamsleit. Um helgina vorum við á staðnum og dreifðum spjöldum til að minna fólk á rétt sinn. Við urðum ekki varir við nokkuð. Fréttum af fáeinum óeinkennisklæddum lögreglumönnum en lögreglan virðist hafa séð að sér. Því ber að sjálfsögðu að fagna.“ Talsverð umræða skapaðist í kringum málið eftir Secret Solstice hátíðina. Þar var leitað á fjölmörgum og einhverjir verið sektaðir í kjölfarið. Björgvin segir þó undarlegt að margar sektanna hafi verið dregnar til baka og felldar niður.Björgvin Mýrdal„Þetta virðist vera algerlega ný lína hjá lögreglunni í fíkniefnamálum á hátíðum sem þessari. Hún kemur okkur talsvert á óvart en við erum hæstánægð með hana og fögnum að þeir hafi tekið gagnrýni okkar á þennan veg.“ Hann bendir einnig á að hátíðarhaldarar séu á milli steins og sleggju. Það sé erfitt að gagnrýna lögregluna þegar þú þarftað sækja um leyfi til hennar til þess að fá að halda viðburði. Smærri hátíðir hafi oft lent í stappi vegna þessa á meðan hátíð á borð við Iceland Airwaves hafi sloppið. „Aukin gæsla á viðburðum kemur ekki í veg fyrir neyslu heldur breytir aðeins neyslumynstrinu,“ segir Björgvin. Maður sem ætli sér að neyta efna mun neyta þeirra. Gæslan gæti haft þau áhrif að fólk neyti stærri, og jafnvel hættulega stórra, skammta áður en á staðinn er komið í stað þess að dreifa þeim á lengra tímabil. „Það er vonandi að næsta skref verði stigið alla leið. Á hátíðum úti þá eru lögreglumenn oft tveir og tveir saman íklæddir vestum í áberandi lit. Þar vilja þeir að fólk geti leitað til þeirra komi upp einhver vandamál. Hér eru lögreglumenn oft í stórum hópum og reyna að falla inn í hópinn. Það gagnast ekki nokkrum manni,“ segir Björgvin.Uppfært: Björgvin vill koma því á framfæri að fyrirsögnin er villandi. Hann fagni ekki breyttu viðhorfi lögreglunnar til fíkniefna heldur breyttu viðhorfi hennar til mannréttinda.
Tengdar fréttir Ísland á kolrangri braut í fíkniefnamálum "Spurningin er hvernig við getum best stjórnað hegðun okkar á meðan við lifum í umburðarlyndu samfélagi sem kemur ekki fram við fólk eins og glæpamenn einfaldlega vegna þess hvað það velur að setja í líkama sinn.“ 9. maí 2014 13:40 Rífandi stemning á Sónar Reykjavík í gær Uppselt er á Sónar. 13. febrúar 2015 11:01 Kynna ungu fólki rétt sinn á hátíðum í sumar „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvituð um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar. 10. júlí 2014 15:09 Barrett vill breyta umræðunni um fíkniefni "Hver er réttlæting yfirvalda á því að leyfa mér ekki að gera eitthvað á viðvarandi grunni?“ 18. febrúar 2015 22:09 Skrillex stóð vel undir væntingum Hápunktur lokadags tónlistarhátíðarinnar Sónar á laugardaginn var fyrir mörgum þegar bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex tróð upp. 15. febrúar 2015 22:00 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Sjá meira
Ísland á kolrangri braut í fíkniefnamálum "Spurningin er hvernig við getum best stjórnað hegðun okkar á meðan við lifum í umburðarlyndu samfélagi sem kemur ekki fram við fólk eins og glæpamenn einfaldlega vegna þess hvað það velur að setja í líkama sinn.“ 9. maí 2014 13:40
Kynna ungu fólki rétt sinn á hátíðum í sumar „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvituð um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar. 10. júlí 2014 15:09
Barrett vill breyta umræðunni um fíkniefni "Hver er réttlæting yfirvalda á því að leyfa mér ekki að gera eitthvað á viðvarandi grunni?“ 18. febrúar 2015 22:09
Skrillex stóð vel undir væntingum Hápunktur lokadags tónlistarhátíðarinnar Sónar á laugardaginn var fyrir mörgum þegar bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex tróð upp. 15. febrúar 2015 22:00