Tottenham byrjaði vel og komst yfir strax á sjöttu mínútu með marki Roberto Soldado. Tottenham stjórnaði leiknum en miðvörðurinn Jose Maria Basanta kom gestunum inn í leikinn með jöfnunarmarki á 36. mínútu.
Nacer Chadli átti svo skot í stöng fyrir Tottenham sem varð að lokum að sætta sig við skiptan hlut á heimavelli. Síðari leikurinn fer fram á Ítalíu í næstu viku.
Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.