Heimamenn byrjuðu þó af krafti og komust yfir þegar að Guillaume Hoarau skoraði glæsilegt mark strax á tíundu mínútu leiksins.
En stuttu síðar tóku gestirnir öll völd í leiknum og spiluðu heimamenn sundur og saman. Lukaku jafnaði metin á 24. mínútu og Seamus Coleman kom þeim yfir fjórum mínútum síðar.
Lukaku skoraði svo tvö til viðbótar áður en Everton missti John Stones af velli með rautt spjald eftir að hann braut á Hoarau í vítateignum. Víti var dæmt en spyrna Hoarau fór hátt yfir mark þeirra ensku.
Everton hefði getað unnið stærri sigur í kvöld og Lukaku fékk færi til að skora mun fleiri mörk. En niðurstaðan engu að síður afar öruggur og þægilegur sigur þeirra ensku.
Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan sem og úrslit leikjanna sem hófust klukkan 18.00. Aðrir átta leikir hefjast klukkan 20.05.
Úrslit:
Álaborg - Club Brugge 1-3
Dnipro - Olympiakos 2-0
PSV - Zenit 0-1
Roma - Feyenoord 1-1
Torino - Athletic Bilbao 2-2
Trabzonspor - Napoli 0-4
Wolfsburg - Sporting 2-0
Young Boys - Everton 1-4