Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2015 13:30 Þýski leiðsögumaðurinn Ulrich Pittroff var með hóp ferðamanna í fjörunni á þriðjudaginn þegar ferðamaðurinn óð út í eins og sjá má á myndinni. Mynd/Ulrich Pittroff Leiðsögumanni blöskraði hátterni erlends ferðamanns við Reynisfjöru á þriðjudaginn. Ferðamaðurinn hafði þá vaðið út í sjóinn til að ná sem bestum myndum. Mikil mildi þykir að öldurnar hafi ekki tekið manninn með sér. Fjölmörg dæmi eru um að ferðamenn hafi komið sér í hættu og jafnvel látið lífið í fjörunni. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI. Leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni fyrrnefnds ferðamanns á þriðjudaginn og tók myndir.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lét lífið í maí 2007.„Líklega var hann á eigin vegum. Ég trúi ekki að neinn leiðsögumaður hefði látið þetta viðgangast,“ segir Bjarnheiður. Dæmin sanni að öldur hafi tekið fólk út í sjóinn. Orð að sönnu ef rýnt er í fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna ára. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tóku þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar. „Það getur verið stórhættulegt að vaða þarna út í,“ sagði Ólafur við það tilefni.Ferðamaðurinn í fjörunni áður en hann hætti sér út í sjóinn.Mynd/Ulrich PittroffLeiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun kom erlendri ferðakonu til bjargar í janúar fyrir tveimur árum á sömu slóðum. Sumarið 2013 tók brimalda erlendan ferðamann út í sjóinn í fjörunni og rak hann upp í fjöru við Reynisfjall eftir að hafa verið í sjónum í um hálftíma. „Aðstæður þarna eru gríðarlega hættulegar. Fólk hundsar viðvaranir,“ segir Bjarnheiður. Viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni í apríl 2009. Fimm aðilar kostuðu gerð og uppsetningu þess en það voru Ferðamálastofa, Kynnisferðir, Mýrdalshreppur, Hótel Dyrhólaey og Landsbjörg.Frá uppsetningu skiltisins í Reynisfjöru árið 2009.Mynd/LandsbjörgÁ skiltinu eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir ferðamenn og á gulum bakgrunni standa varnaðarorð þar sem fram kemur að öldurnar geta verið ófyrirsjáanlegar og óvæntar og sjávarstraumar séu einstaklega sterkir. Því eigi fólk ekki að fara nærri sjónum. Í fyrra var svo að frumkvæði Landsbjargar gengið í að bæta slysavarnir á staðnum enn frekar. Bílastæðið var girt af til að beina fólki niður stíginn framhjá skiltinu. Öryggishluti skiltisins var endurgerður og leiðbeiningar settar fram á myndrænan hátt. Að síðustu var settur upp staur í fjörunni og á hann sett Björgvinsbelti (kastlína og björgunarlykkja). Allt í allt kostuðu framkvæmdirnar um hálfa milljón og að verkefninu komu auk félagsins, björgunarsveitin á staðnum, sveitarfélagið, sjóvá, Vegagerðin, kynnisferðir og lögregan á suðurlandi. Bjarnheiður segir Reynisfjöru einn vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Suðurströndinni. Hundruð þúsunda ferðamanna komi þar við árlega. Sumir með leiðsögumenn en margir á eigin vegum. „Það er tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna miðað við hegðun á borð við þessa,“ segir Bjarnheiður og vísar í ferðamanninn í fjörunni á þriðjudaginn.Uppfært 20. febrúar klukkan 12 Upplýsingum um frekari uppsetningu viðvaranaskilta við Reynisfjöru hefur verið bætt við fréttina.Myndbandið að neðan er tekið af Roland A. Mores í Reynisfjöru í janúar 2013.Neðra myndbandið er birt í desember 2014 en kemur ekki fram hvenær það er tekið. Bæði myndböndin sýna glögglega hve mikill öldugangurinn getur verið í fjörunni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. 15. júlí 2008 15:14 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Hjónin Ann og Chris Peters halda úti vefsíðunni icelandweddingplanner.com. 28. júlí 2014 10:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Leiðsögumanni blöskraði hátterni erlends ferðamanns við Reynisfjöru á þriðjudaginn. Ferðamaðurinn hafði þá vaðið út í sjóinn til að ná sem bestum myndum. Mikil mildi þykir að öldurnar hafi ekki tekið manninn með sér. Fjölmörg dæmi eru um að ferðamenn hafi komið sér í hættu og jafnvel látið lífið í fjörunni. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI. Leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni fyrrnefnds ferðamanns á þriðjudaginn og tók myndir.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lét lífið í maí 2007.„Líklega var hann á eigin vegum. Ég trúi ekki að neinn leiðsögumaður hefði látið þetta viðgangast,“ segir Bjarnheiður. Dæmin sanni að öldur hafi tekið fólk út í sjóinn. Orð að sönnu ef rýnt er í fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna ára. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tóku þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar. „Það getur verið stórhættulegt að vaða þarna út í,“ sagði Ólafur við það tilefni.Ferðamaðurinn í fjörunni áður en hann hætti sér út í sjóinn.Mynd/Ulrich PittroffLeiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun kom erlendri ferðakonu til bjargar í janúar fyrir tveimur árum á sömu slóðum. Sumarið 2013 tók brimalda erlendan ferðamann út í sjóinn í fjörunni og rak hann upp í fjöru við Reynisfjall eftir að hafa verið í sjónum í um hálftíma. „Aðstæður þarna eru gríðarlega hættulegar. Fólk hundsar viðvaranir,“ segir Bjarnheiður. Viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni í apríl 2009. Fimm aðilar kostuðu gerð og uppsetningu þess en það voru Ferðamálastofa, Kynnisferðir, Mýrdalshreppur, Hótel Dyrhólaey og Landsbjörg.Frá uppsetningu skiltisins í Reynisfjöru árið 2009.Mynd/LandsbjörgÁ skiltinu eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir ferðamenn og á gulum bakgrunni standa varnaðarorð þar sem fram kemur að öldurnar geta verið ófyrirsjáanlegar og óvæntar og sjávarstraumar séu einstaklega sterkir. Því eigi fólk ekki að fara nærri sjónum. Í fyrra var svo að frumkvæði Landsbjargar gengið í að bæta slysavarnir á staðnum enn frekar. Bílastæðið var girt af til að beina fólki niður stíginn framhjá skiltinu. Öryggishluti skiltisins var endurgerður og leiðbeiningar settar fram á myndrænan hátt. Að síðustu var settur upp staur í fjörunni og á hann sett Björgvinsbelti (kastlína og björgunarlykkja). Allt í allt kostuðu framkvæmdirnar um hálfa milljón og að verkefninu komu auk félagsins, björgunarsveitin á staðnum, sveitarfélagið, sjóvá, Vegagerðin, kynnisferðir og lögregan á suðurlandi. Bjarnheiður segir Reynisfjöru einn vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Suðurströndinni. Hundruð þúsunda ferðamanna komi þar við árlega. Sumir með leiðsögumenn en margir á eigin vegum. „Það er tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna miðað við hegðun á borð við þessa,“ segir Bjarnheiður og vísar í ferðamanninn í fjörunni á þriðjudaginn.Uppfært 20. febrúar klukkan 12 Upplýsingum um frekari uppsetningu viðvaranaskilta við Reynisfjöru hefur verið bætt við fréttina.Myndbandið að neðan er tekið af Roland A. Mores í Reynisfjöru í janúar 2013.Neðra myndbandið er birt í desember 2014 en kemur ekki fram hvenær það er tekið. Bæði myndböndin sýna glögglega hve mikill öldugangurinn getur verið í fjörunni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. 15. júlí 2008 15:14 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Hjónin Ann og Chris Peters halda úti vefsíðunni icelandweddingplanner.com. 28. júlí 2014 10:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. 15. júlí 2008 15:14
Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01
Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22
Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Hjónin Ann og Chris Peters halda úti vefsíðunni icelandweddingplanner.com. 28. júlí 2014 10:30