Innlent

Mikil aukning í notkun rafrænna skilríkja

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Algengast er að fólk noti rafræn skilríki í gegnum símann sinn.
Algengast er að fólk noti rafræn skilríki í gegnum símann sinn. Vísir/Getty
Innskráningar með rafrænum skilríkjum hafa rúmlega fimmfaldast frá því í haust og er heildarfjöldi rafrænna skilríkja nú orðinn um 150 þúsund.

Símar eru algengasta leiðin sem fólk velur fyrir rafræn skilríki en hátt í 70.000 rafræn skilríki í farsíma hafa verið gefin út seinustu mánuði.

Meðal annars er hægt að skrá sig inn í heimabanka banka og sparisjóða með rafrænum skilríkjum í símanum og þá geta Reykvíkingar kosið um betri hverfi með rafrænum skilríkjum í fyrsta sinn.

Auk þess hefur ríkisskattstjóri boðað að á næstunni muni rafræn skilríki koma í stað veflykilsins sem hingað til hefur verið notaður.

Á vef fjármálaráðuneytisins kemur fram að þessi mikli vöxtur í notkun rafrænna skilríkja sé í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að bæta stjórnsýslu og þjónustu við íbúa landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×