Höfuðsafn á leið á götuna Svavar Hávarðsson skrifar 19. febrúar 2015 06:00 Aðstaðan í kjallarnum dugar aðeins fyrir skrifstofuaðstöðu, en náttúruminjasýning hefur ekki verið uppi fimm ár. fréttablaðið/gva „Með þessu get ég ekki betur séð en staða Náttúruminjasafns Íslands sé verri í dag en hún hefur nokkru sinni verið,“ segir Hilmar J. Malmquist forstöðumaður um húsnæðismál safnsins en húsaleigusamningi við safnið í Loftskeytastöðinni var sagt upp frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að forsætisráðherra, rektor HÍ, og þjóðminjavörður undirrituðu á þriðjudag samning um að Þjóðminjasafn Íslands afhendi Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina við Brynjólfsgötu 5 til afnota, þar sem Náttúruminjasafnið hefur skrifstofuaðstöðu, en stofnunin sinnir ekki sýningahaldi á eigin vegum þrátt fyrir að vera eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Þar segir, að við undirritun samningsins tekur HÍ við ábyrgð hússins, viðhaldi og viðgerðum „auk þess að velja húsinu viðeigandi hlutverk sem hæfir sögu þess og byggingarsögulegu gildi, s.s. á sviði skipulags-, umhverfis- og menningarfræða og tæknigreina“. Taki Háskólinn strax yfir allt húsið verður Náttúruminjasafnið að vera komið úr Loftskeytastöðinni með allt sitt hafurtask fyrir lok júlí. Hilmar hefur komið að máli við forsvarsmenn háskólans þar sem fram hafi komið að safninu yrði ekki ýtt út fyrr en búið væri að finna lausn á húsnæðisvanda þess, en Hilmar segir að eftir sem áður séu öll mál er varða safnið í fullkominni óvissu. Þessar ákvarðanir koma sér illa fyrir safnið og setja starfsemina og það uppbyggingarstarf sem átt hefur sér stað á undanförnu rúmu ári í uppnám. Í húfi er m.a. rannsóknasamstarf við háskólastofnanir, segir Hilmar og bætir við að ekkert samráð hafi verið haft við hann þótt áhugi á áframhaldandi veru í húsinu hafi verið ráðamönnum kunnur. Spurður um framtíð safnsins segir Hilmar að mikill áhugi sé fyrir sýningarhaldi í Perlunni, en Reykjavíkurborg hefur lýst yfir vilja sínum til þess og fjárfestir er tilbúinn að koma að uppbyggingu. „Málið er til skoðunar í menntamálaráðuneytinu en við væntum þess að staðan þar skýrist fljótlega. Það hefur ekki horft vel með sýningarhald fyrir þessa stofnun, og meira segja óvissa núna um skrifstofuhaldið. Þjóðin á miklu betra skilið en þessa bágbornu stöðu. Við erum að tala um höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum,“ segir Hilmar en hrakningarsaga Náttúruminjasafnsins í húsnæðismálum teygir sig nú 126 ár aftur í tímann. Grunnsýningu Náttúruminjasafnsins átti að opna í Perlunni haustið 2014, samkvæmt samningi sem var undirritaður 13. mars 2013 af ríki og borg. Uppbygging sýningarinnar var liður í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur; 500 milljónum átti að verja til hönnunar og uppsetningar í Perlunni. Þessum áformum var ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, efla náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum og veita aðgang að fræðsluefni fjölda stofnana. Eins vegna mikils vægis slíkrar sýningar í ferðaþjónustu. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Með þessu get ég ekki betur séð en staða Náttúruminjasafns Íslands sé verri í dag en hún hefur nokkru sinni verið,“ segir Hilmar J. Malmquist forstöðumaður um húsnæðismál safnsins en húsaleigusamningi við safnið í Loftskeytastöðinni var sagt upp frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að forsætisráðherra, rektor HÍ, og þjóðminjavörður undirrituðu á þriðjudag samning um að Þjóðminjasafn Íslands afhendi Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina við Brynjólfsgötu 5 til afnota, þar sem Náttúruminjasafnið hefur skrifstofuaðstöðu, en stofnunin sinnir ekki sýningahaldi á eigin vegum þrátt fyrir að vera eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Þar segir, að við undirritun samningsins tekur HÍ við ábyrgð hússins, viðhaldi og viðgerðum „auk þess að velja húsinu viðeigandi hlutverk sem hæfir sögu þess og byggingarsögulegu gildi, s.s. á sviði skipulags-, umhverfis- og menningarfræða og tæknigreina“. Taki Háskólinn strax yfir allt húsið verður Náttúruminjasafnið að vera komið úr Loftskeytastöðinni með allt sitt hafurtask fyrir lok júlí. Hilmar hefur komið að máli við forsvarsmenn háskólans þar sem fram hafi komið að safninu yrði ekki ýtt út fyrr en búið væri að finna lausn á húsnæðisvanda þess, en Hilmar segir að eftir sem áður séu öll mál er varða safnið í fullkominni óvissu. Þessar ákvarðanir koma sér illa fyrir safnið og setja starfsemina og það uppbyggingarstarf sem átt hefur sér stað á undanförnu rúmu ári í uppnám. Í húfi er m.a. rannsóknasamstarf við háskólastofnanir, segir Hilmar og bætir við að ekkert samráð hafi verið haft við hann þótt áhugi á áframhaldandi veru í húsinu hafi verið ráðamönnum kunnur. Spurður um framtíð safnsins segir Hilmar að mikill áhugi sé fyrir sýningarhaldi í Perlunni, en Reykjavíkurborg hefur lýst yfir vilja sínum til þess og fjárfestir er tilbúinn að koma að uppbyggingu. „Málið er til skoðunar í menntamálaráðuneytinu en við væntum þess að staðan þar skýrist fljótlega. Það hefur ekki horft vel með sýningarhald fyrir þessa stofnun, og meira segja óvissa núna um skrifstofuhaldið. Þjóðin á miklu betra skilið en þessa bágbornu stöðu. Við erum að tala um höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum,“ segir Hilmar en hrakningarsaga Náttúruminjasafnsins í húsnæðismálum teygir sig nú 126 ár aftur í tímann. Grunnsýningu Náttúruminjasafnsins átti að opna í Perlunni haustið 2014, samkvæmt samningi sem var undirritaður 13. mars 2013 af ríki og borg. Uppbygging sýningarinnar var liður í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur; 500 milljónum átti að verja til hönnunar og uppsetningar í Perlunni. Þessum áformum var ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, efla náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum og veita aðgang að fræðsluefni fjölda stofnana. Eins vegna mikils vægis slíkrar sýningar í ferðaþjónustu.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira