„Talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. febrúar 2015 15:40 „Þetta virðist alltaf þurfa að gerast um leið og eitthvað er í gangi. Óskalögin fengu sinn skerf af væli og þetta er árlegt um leið og Eurovision hefst,“ segir söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir. Hún söng lagið Piltur og stúlka ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Pétri Erni Guðmundssyni og Hafrúnu Kolbeinsdóttur í undankeppni Eurovision. Unnur birtir á Facebook síðu sinni stöðuppfærslu þar sem hún tjáir sig um þá umræðu sem henni finnst alltaf þurfa að fara í gang í hvert einasta skipti þegar eitthvað á borð við undankeppnina er í gangi.Sjá einnig: Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar „Ég hef enn ekki séð neitt ljótt um mig en fólkið sem stóð að þessu fékk sinn skerf af ógeði. Það er í raun ótrúlegt hvernig er talað um fólk. Þetta eru allt persónur með vini og fjölskyldu á bak við sig.“ Hún segir að á úrslitadaginn sjálfan hafi hún og Pétur Örn verið að ræða þetta og Pétur hafi sagt að hann ætlaði ekki að skoða Facebook fyrr en eftir nokkra daga. Hann nennti ekki að lesa allt sem stæði þar. „Það er talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar en ekki tónlistarfólk að vinna vinnuna sína. Ég átta mig ekki á því hvað fær fólk til að tala svona. Ég viðurkenni að ég hef skoðanir og ég gagnrýni en ég passa mig upp á að aflífa aldrei nokkurn mann.“ Hún bendir á að fólk geri þetta þegar um er að ræða frægt fólk erlendis frá. Þar sé svo mikil fjarlægð á milli að fólk komist upp með það. Hér sé fjarlægðinni hins vegar ekki til að dreifa. „Margir virðast halda að úr því að við séum í sjónvarpinu þá séum við í einhverri annarri vídd. Staðreyndin er sú að við erum bara í Háskólabíói og það eru meira að segja miklar líkur á að við mætum hvort öðru í Bónus daginn eftir.“ „Það er í lagi að finnast lag vera lélegt eða annað lag betra en fólk má endilega spyrja sig að því hvort það myndi láta þessi orð falla sæi það flytjandann úti á götu. Ég meina, myndirðu segja við einhvern bláókunnugan að þig langi að skjóta þig í hvert skipti sem þú sérð hann?“ Post by Unnur Birna Björnsdóttir. Eurovision Tengdar fréttir Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01 Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30 Björn blikkaði áhorfendur í beinni Ýmislegt komið fram í Söngvakeppninni 14. febrúar 2015 20:27 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
„Þetta virðist alltaf þurfa að gerast um leið og eitthvað er í gangi. Óskalögin fengu sinn skerf af væli og þetta er árlegt um leið og Eurovision hefst,“ segir söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir. Hún söng lagið Piltur og stúlka ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Pétri Erni Guðmundssyni og Hafrúnu Kolbeinsdóttur í undankeppni Eurovision. Unnur birtir á Facebook síðu sinni stöðuppfærslu þar sem hún tjáir sig um þá umræðu sem henni finnst alltaf þurfa að fara í gang í hvert einasta skipti þegar eitthvað á borð við undankeppnina er í gangi.Sjá einnig: Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar „Ég hef enn ekki séð neitt ljótt um mig en fólkið sem stóð að þessu fékk sinn skerf af ógeði. Það er í raun ótrúlegt hvernig er talað um fólk. Þetta eru allt persónur með vini og fjölskyldu á bak við sig.“ Hún segir að á úrslitadaginn sjálfan hafi hún og Pétur Örn verið að ræða þetta og Pétur hafi sagt að hann ætlaði ekki að skoða Facebook fyrr en eftir nokkra daga. Hann nennti ekki að lesa allt sem stæði þar. „Það er talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar en ekki tónlistarfólk að vinna vinnuna sína. Ég átta mig ekki á því hvað fær fólk til að tala svona. Ég viðurkenni að ég hef skoðanir og ég gagnrýni en ég passa mig upp á að aflífa aldrei nokkurn mann.“ Hún bendir á að fólk geri þetta þegar um er að ræða frægt fólk erlendis frá. Þar sé svo mikil fjarlægð á milli að fólk komist upp með það. Hér sé fjarlægðinni hins vegar ekki til að dreifa. „Margir virðast halda að úr því að við séum í sjónvarpinu þá séum við í einhverri annarri vídd. Staðreyndin er sú að við erum bara í Háskólabíói og það eru meira að segja miklar líkur á að við mætum hvort öðru í Bónus daginn eftir.“ „Það er í lagi að finnast lag vera lélegt eða annað lag betra en fólk má endilega spyrja sig að því hvort það myndi láta þessi orð falla sæi það flytjandann úti á götu. Ég meina, myndirðu segja við einhvern bláókunnugan að þig langi að skjóta þig í hvert skipti sem þú sérð hann?“ Post by Unnur Birna Björnsdóttir.
Eurovision Tengdar fréttir Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01 Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30 Björn blikkaði áhorfendur í beinni Ýmislegt komið fram í Söngvakeppninni 14. febrúar 2015 20:27 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01
Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30