Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Stjarnan 82-94 | Stjörnumenn gerðu sitt í Grafarvogi Haraldur Árni Hróðmarsson í Dalhúsum skrifar 16. febrúar 2015 15:32 Dagur Kár Jónsson. Vísir/Ernir Stjarnan er komin upp í þriðja sæti Domino's-deildar karla eftir góðan sigur á Fjölni, 94-82, í Grafarvoginum í kvöld. Stjörnumenn byrjuðu betur og leiddu að loknum fyrsta leikhluta, 25-14. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að halda í við gestina en náðu lítið að ógna forystu Stjörnunnar. Stjarnan byrjaði af krafti og voru komnir sjö stigum yfir um miðjan fyrsta leikhluta og leit aldrei um öxl. Stjörnumenn leiddu með tólf stigum að honum loknum en Fjölnir náði að klóra í bakkann með síðustu fjórum stigum fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn í átta stig áður en haldið var til búningsherbergja, 45-37. Heimamenn hófu síðari hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn í þrjú stig um miðjan þriðja leikhluta. Davíð Ingi Bustion og Jonathan Mitchell voru atkvæðamiklir hjá Fjölni á þessum kafla en Davíð krækti í sína fjórðu villu og meiddist eftir brot Jeremy Atkinson og kom því ekki við sögu hjá Fjölni það sem eftir lifði leikhlutans. Stjarnan rétti úr kútnum eftir þetta áhlaup Fjölnis og jók muninn aftur í ellefu stig fyrir lokaleikhlutann. Fjölnismenn ógnuðu Garðbæingum aldrei að ráði í undir lok leiksins og þeir bláklæddu sigruðu að lokum. Justin Shouse fór mikinn í liði Stjörnunnar með 30 stig, níu stoðsendingar og sjö stolna bolta. Jeremy Atkinson var með flotta tvennu, 26 stig og 16 fráköst. Í liði Fjölnis var Jonathan Mitchell atkvæðamikill með 27 stig og 13 fráköst, Davíð Ingi með 16 stig og Arnþór Freyr Guðmundsson 12.Hjalti Þór: Veit ekki hvort sjónvarpið gerði menn smeyka „Við börðumst en það var eins og við værum smeykir í byrjun. Það vantaði ró í leikmenn og við spiluðum ekki okkar leik. Hvort það hafi verið vegna þess að þetta er sjónvarpsleikur og menn hafi gert of mikið úr því veit ég ekki,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis, sem var niðurlútur í leikslok. Aðspurður um framhaldið sagði Hjalti að það yrði erfitt. „Við erum þarna niðri ásamt ÍR og Skallagrími og munum gera allt sem við getum til að halda okkur uppi. Grafarvogsbúar og stjórnin eiga mikið hrós skilið fyrir mætinguna á leikina eftir áramót og við þurfum að sýna þessu fólki að við viljum vera og eigum heima í þessari deild," sagði þjálfarinn um fallbaráttuna sem er fram undan hjá hans mönnum.Hrafn: Frábær fyrri hálfleikur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn á baráttuglöðum Fjölnismönnum. „Ég var ótrúlega ánægður með fyrri hálfleikinn. Við kláruðum mörg kerfi vel, sem og sóknirnar okkar en eins og viðbúið var saumuðu þeir að okkur í þriðja leikhluta. Hann unnum við samt með þremur stigum og við það færðist ró yfir leik okkar og við sigldum sigrinum heim." Stjörnumenn mæta KR-ingum í bikarúrslitum á laugardaginn og mæta hvergi smeykir. „Við eigum menn sem líður vel í Höllinni og allir leikmenn liðsins nema Kaninn og einn kjúklingurinn hafa orðið bikarmeistarar. Við mætum langsterkasta liði landsins auðvitað, liði með tugi landsleikja innanborðs og besta Bandaríkjamann deildarinnar. Ef mætum ekki brosandi með það markmið að hafa gaman lendum við í vandræðum. Við ætlum að skemmta okkur konunglega."Fjölnir-Stjarnan 82-94 (14-25, 23-20, 22-25, 23-24)Fjölnir: Jonathan Mitchell 27/13 fráköst, Davíð Ingi Bustion 16/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 12/9 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 6/8 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Ólafur Torfason 5/5 fráköst, Danero Thomas 3, Valur Sigurðsson 2, Emil Þór Jóhannsson 2, Sindri Már Kárason 2, Garðar Sveinbjörnsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 30/5 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Jeremy Martez Atkinson 26/16 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/8 fráköst/6 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 14, Daði Lár Jónsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 3/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 1, Jón Orri Kristjánsson 0/4 fráköst.Fjölnir - Stjarnan í Dominos-deild karla: Leik lokið | 82-94: Stjörnumenn vinna sannfærandi. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 39 mín | 75-87: Ein mínúta eftir og sigur Stjörnunnar er orðinn öruggur. Shouse er kominn með 30 stig. 38 mín | 72-87: Atkinson treður boltanum glæsilega og Hjalti Þór Vilhjálmsson tekur strax leikhlé fyrir Fjölni. Frábær tilþrif hjá Atkinson sem er kominn með flotta tvennu, 26 stig og 14 fráköst. 37 mín | 69-82: Plastflösku er kastað inn á völlinn. Leikurinn er stöðvaður. 36 mín | 68-80: Arnþór Freyr Guðmundsson skorar þriggja stiga körfu fyrir Fjölni og Dagur Kár fær dæmda á sig tæknivillu í næstu sókn fyrir mótmæli. 36 mín | 65-80: Stjarnan virðist vera að landa sigri, munurinn orðinn 15 stig. 34 mín | 64-76: Sóknarleikur Fjölnis er ágætur en þeir nýta ekki þau færi sem þeir skapa sér. 33 mín | 64-72: Ólafur Torfason skorar góða þriggja stiga körfu. 3. leikhluta lokið | 59-70: Stjörnumenn eru 11 stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann og Fjölnismenn þurfa að finna svör við Jeremy Atkinson og Justin Shouse ef þeir ætla að eiga möguleika. Þeir félagar eru komnir með 41 stig samanlagt. 29 mín | 59-68: Hálf mínúta eftir af 3. leikhluta. Davíð Ingi er kominn með 4 villur og situr á bekknum, Ólafur Torfason heldur áfram að hrella Stjörnumenn með sínum gríðarlegu líkamsburðum.28 mín | 53-63: Stjarnan hefur aukið muninn í 10 stig á ný. 26 mín | 50-56: Davíð Ingi Bustion lá meiddur á gólfinu eftir hart brot Atkinsons, Davíð stóð upp og skoraði úr öðru af vítaskotunum tveimur en stingur við fæti. Miðað við spilamennsku hans má Fjölnir ekki við því að missa hann meiddan af velli.25 mín | 47-50: Munurinn er 3 stig eftir glæsilegan leikkafla þeirra gulklæddu. 23 mín | 43-50: Fjölnismenn eru harðir í horn að taka í upphafi síðari hálfleiks og eru komnir með 4 villur strax eftir þriggja mínútna leik. Seinni hálfleikur: Hefst á tveimur vítaklúðrum hjá Jóni Orra og töpuðum bolta hjá Stjörnumönnum í kjölfarið eftir að hafa náð sóknarfrákastinu Hálfleikur | 37-45: Fjölnir skorar síðustu 4 stig hálfleiksins og minnkaði muninn í 8 stig. Jonathan Mitchel hefur skorað 10 stig og tekið 9 fráköst og Davíð Ingi hefur skorað 10 stig og stolið 3 boltum fyrir Fjölni. Hjá Stjörnunni hafa Marvin og Shouse verið sterkastir, Marvin með 13 stig og Shouse 15 stig, 6 stoðsendingar og heila 5 stolna bolta. 18 mín | 33-45: Sóknarleikur Stjörnunnar er góður þessa stundina með Shouse og Marvin fremsta í flokki.17 mín| 27-37: Ólafur Torfason hefur komið sterkur inn í Fjölnisliðið í 2. leikhluta og barist eins og ljón. 14 mín | 22-35: Stjarnan eru mun sterkari þessa stundina. 12 mín | 18-31: Davíð Ingi Bustion leiðir Fjölnismenn í stigum með 10, enginn annar hefur skorað fleiri en 2.1. leikhluta lokið | 14-25: Stjarnan leiðir með 11 stigum. Varnarleikur liðsins hefur verið mjög góður og hafa þeir þvingað fram 7 tapaða bolta hjá Fjölni.7 mín | 12-23: Fjölnir skorar sína fyrstu körfu í rúmar 2 mínútur en Stjarnan er strax komin með gott forskot.6 mín | 10-17: Varnarleikur Stjörnunnar er öflugur í byrjun leiks. Shouse er kominn með 8 stig og Marvin Valdimarsson 2 fráköst og eitt varið skot.3 mín | 4-10: Stjarnan er strax komið með 6 stiga forskot, Shouse skorar 6 af fyrstu 10 stigum Garðbæinga.1 mín | 2-3: Leikurinn hófst á áhættuatriði þar sem Marvin Valdimarsson elti uppkastið nánast upp í stúku og yfir auglýsingaskilti. Stjarnan náði boltanum og Justin Shouse skoraði og fékk vítaskot að auki. Valur Sigurðsson skoraði í næstu sókn fyrir Fjölni þegar hann náði eigin sóknarfrákasti. Fyrir leik: Leikurinn er í þann mund að hefjast, áhorfendapallarnir eru þétt setnir í Dalhúsum og góð stemning Fyrir leik: Stjarnan jafnar Njarðvík að stigum í 3. sæti deildarinnar með sigri í kvöld.Fyrir leiki: Fjölnismenn komast upp úr fallsæti með sigri í kvöld en liðið hefur unnið tvo síðustu heimaleiki sína í deildinni.Fyrir leik: Stjarnan hefur tapað þremur síðustu útileikjum sínum í deildinni og hefur aðeins náð að vinna 2 af 8 útileikjum tímabilsins.Fyrir leik: Stjarnan vann 17 stiga sigur í fyrri leik liðanna í Garðabæ, 93-76, þar sem Justin Shouse var með 25 stig og 7 stoðsendingar. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Stjarnan er komin upp í þriðja sæti Domino's-deildar karla eftir góðan sigur á Fjölni, 94-82, í Grafarvoginum í kvöld. Stjörnumenn byrjuðu betur og leiddu að loknum fyrsta leikhluta, 25-14. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að halda í við gestina en náðu lítið að ógna forystu Stjörnunnar. Stjarnan byrjaði af krafti og voru komnir sjö stigum yfir um miðjan fyrsta leikhluta og leit aldrei um öxl. Stjörnumenn leiddu með tólf stigum að honum loknum en Fjölnir náði að klóra í bakkann með síðustu fjórum stigum fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn í átta stig áður en haldið var til búningsherbergja, 45-37. Heimamenn hófu síðari hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn í þrjú stig um miðjan þriðja leikhluta. Davíð Ingi Bustion og Jonathan Mitchell voru atkvæðamiklir hjá Fjölni á þessum kafla en Davíð krækti í sína fjórðu villu og meiddist eftir brot Jeremy Atkinson og kom því ekki við sögu hjá Fjölni það sem eftir lifði leikhlutans. Stjarnan rétti úr kútnum eftir þetta áhlaup Fjölnis og jók muninn aftur í ellefu stig fyrir lokaleikhlutann. Fjölnismenn ógnuðu Garðbæingum aldrei að ráði í undir lok leiksins og þeir bláklæddu sigruðu að lokum. Justin Shouse fór mikinn í liði Stjörnunnar með 30 stig, níu stoðsendingar og sjö stolna bolta. Jeremy Atkinson var með flotta tvennu, 26 stig og 16 fráköst. Í liði Fjölnis var Jonathan Mitchell atkvæðamikill með 27 stig og 13 fráköst, Davíð Ingi með 16 stig og Arnþór Freyr Guðmundsson 12.Hjalti Þór: Veit ekki hvort sjónvarpið gerði menn smeyka „Við börðumst en það var eins og við værum smeykir í byrjun. Það vantaði ró í leikmenn og við spiluðum ekki okkar leik. Hvort það hafi verið vegna þess að þetta er sjónvarpsleikur og menn hafi gert of mikið úr því veit ég ekki,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis, sem var niðurlútur í leikslok. Aðspurður um framhaldið sagði Hjalti að það yrði erfitt. „Við erum þarna niðri ásamt ÍR og Skallagrími og munum gera allt sem við getum til að halda okkur uppi. Grafarvogsbúar og stjórnin eiga mikið hrós skilið fyrir mætinguna á leikina eftir áramót og við þurfum að sýna þessu fólki að við viljum vera og eigum heima í þessari deild," sagði þjálfarinn um fallbaráttuna sem er fram undan hjá hans mönnum.Hrafn: Frábær fyrri hálfleikur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn á baráttuglöðum Fjölnismönnum. „Ég var ótrúlega ánægður með fyrri hálfleikinn. Við kláruðum mörg kerfi vel, sem og sóknirnar okkar en eins og viðbúið var saumuðu þeir að okkur í þriðja leikhluta. Hann unnum við samt með þremur stigum og við það færðist ró yfir leik okkar og við sigldum sigrinum heim." Stjörnumenn mæta KR-ingum í bikarúrslitum á laugardaginn og mæta hvergi smeykir. „Við eigum menn sem líður vel í Höllinni og allir leikmenn liðsins nema Kaninn og einn kjúklingurinn hafa orðið bikarmeistarar. Við mætum langsterkasta liði landsins auðvitað, liði með tugi landsleikja innanborðs og besta Bandaríkjamann deildarinnar. Ef mætum ekki brosandi með það markmið að hafa gaman lendum við í vandræðum. Við ætlum að skemmta okkur konunglega."Fjölnir-Stjarnan 82-94 (14-25, 23-20, 22-25, 23-24)Fjölnir: Jonathan Mitchell 27/13 fráköst, Davíð Ingi Bustion 16/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 12/9 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 6/8 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Ólafur Torfason 5/5 fráköst, Danero Thomas 3, Valur Sigurðsson 2, Emil Þór Jóhannsson 2, Sindri Már Kárason 2, Garðar Sveinbjörnsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 30/5 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Jeremy Martez Atkinson 26/16 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/8 fráköst/6 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 14, Daði Lár Jónsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 3/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 1, Jón Orri Kristjánsson 0/4 fráköst.Fjölnir - Stjarnan í Dominos-deild karla: Leik lokið | 82-94: Stjörnumenn vinna sannfærandi. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 39 mín | 75-87: Ein mínúta eftir og sigur Stjörnunnar er orðinn öruggur. Shouse er kominn með 30 stig. 38 mín | 72-87: Atkinson treður boltanum glæsilega og Hjalti Þór Vilhjálmsson tekur strax leikhlé fyrir Fjölni. Frábær tilþrif hjá Atkinson sem er kominn með flotta tvennu, 26 stig og 14 fráköst. 37 mín | 69-82: Plastflösku er kastað inn á völlinn. Leikurinn er stöðvaður. 36 mín | 68-80: Arnþór Freyr Guðmundsson skorar þriggja stiga körfu fyrir Fjölni og Dagur Kár fær dæmda á sig tæknivillu í næstu sókn fyrir mótmæli. 36 mín | 65-80: Stjarnan virðist vera að landa sigri, munurinn orðinn 15 stig. 34 mín | 64-76: Sóknarleikur Fjölnis er ágætur en þeir nýta ekki þau færi sem þeir skapa sér. 33 mín | 64-72: Ólafur Torfason skorar góða þriggja stiga körfu. 3. leikhluta lokið | 59-70: Stjörnumenn eru 11 stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann og Fjölnismenn þurfa að finna svör við Jeremy Atkinson og Justin Shouse ef þeir ætla að eiga möguleika. Þeir félagar eru komnir með 41 stig samanlagt. 29 mín | 59-68: Hálf mínúta eftir af 3. leikhluta. Davíð Ingi er kominn með 4 villur og situr á bekknum, Ólafur Torfason heldur áfram að hrella Stjörnumenn með sínum gríðarlegu líkamsburðum.28 mín | 53-63: Stjarnan hefur aukið muninn í 10 stig á ný. 26 mín | 50-56: Davíð Ingi Bustion lá meiddur á gólfinu eftir hart brot Atkinsons, Davíð stóð upp og skoraði úr öðru af vítaskotunum tveimur en stingur við fæti. Miðað við spilamennsku hans má Fjölnir ekki við því að missa hann meiddan af velli.25 mín | 47-50: Munurinn er 3 stig eftir glæsilegan leikkafla þeirra gulklæddu. 23 mín | 43-50: Fjölnismenn eru harðir í horn að taka í upphafi síðari hálfleiks og eru komnir með 4 villur strax eftir þriggja mínútna leik. Seinni hálfleikur: Hefst á tveimur vítaklúðrum hjá Jóni Orra og töpuðum bolta hjá Stjörnumönnum í kjölfarið eftir að hafa náð sóknarfrákastinu Hálfleikur | 37-45: Fjölnir skorar síðustu 4 stig hálfleiksins og minnkaði muninn í 8 stig. Jonathan Mitchel hefur skorað 10 stig og tekið 9 fráköst og Davíð Ingi hefur skorað 10 stig og stolið 3 boltum fyrir Fjölni. Hjá Stjörnunni hafa Marvin og Shouse verið sterkastir, Marvin með 13 stig og Shouse 15 stig, 6 stoðsendingar og heila 5 stolna bolta. 18 mín | 33-45: Sóknarleikur Stjörnunnar er góður þessa stundina með Shouse og Marvin fremsta í flokki.17 mín| 27-37: Ólafur Torfason hefur komið sterkur inn í Fjölnisliðið í 2. leikhluta og barist eins og ljón. 14 mín | 22-35: Stjarnan eru mun sterkari þessa stundina. 12 mín | 18-31: Davíð Ingi Bustion leiðir Fjölnismenn í stigum með 10, enginn annar hefur skorað fleiri en 2.1. leikhluta lokið | 14-25: Stjarnan leiðir með 11 stigum. Varnarleikur liðsins hefur verið mjög góður og hafa þeir þvingað fram 7 tapaða bolta hjá Fjölni.7 mín | 12-23: Fjölnir skorar sína fyrstu körfu í rúmar 2 mínútur en Stjarnan er strax komin með gott forskot.6 mín | 10-17: Varnarleikur Stjörnunnar er öflugur í byrjun leiks. Shouse er kominn með 8 stig og Marvin Valdimarsson 2 fráköst og eitt varið skot.3 mín | 4-10: Stjarnan er strax komið með 6 stiga forskot, Shouse skorar 6 af fyrstu 10 stigum Garðbæinga.1 mín | 2-3: Leikurinn hófst á áhættuatriði þar sem Marvin Valdimarsson elti uppkastið nánast upp í stúku og yfir auglýsingaskilti. Stjarnan náði boltanum og Justin Shouse skoraði og fékk vítaskot að auki. Valur Sigurðsson skoraði í næstu sókn fyrir Fjölni þegar hann náði eigin sóknarfrákasti. Fyrir leik: Leikurinn er í þann mund að hefjast, áhorfendapallarnir eru þétt setnir í Dalhúsum og góð stemning Fyrir leik: Stjarnan jafnar Njarðvík að stigum í 3. sæti deildarinnar með sigri í kvöld.Fyrir leiki: Fjölnismenn komast upp úr fallsæti með sigri í kvöld en liðið hefur unnið tvo síðustu heimaleiki sína í deildinni.Fyrir leik: Stjarnan hefur tapað þremur síðustu útileikjum sínum í deildinni og hefur aðeins náð að vinna 2 af 8 útileikjum tímabilsins.Fyrir leik: Stjarnan vann 17 stiga sigur í fyrri leik liðanna í Garðabæ, 93-76, þar sem Justin Shouse var með 25 stig og 7 stoðsendingar.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira