Vodafone og önnur símafyrirtæki högnuðust um 12 milljónir á Eurovision Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2015 13:00 Skarphéðinn segir hlut RÚV 9 milljónir. Önnur símafyrirtæki, einkum Vodafone, deildu því sem útaf stendur. Metþátttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. „Ætli það hafi ekki mest með það að gera hversu tæpt þetta stóð. Það var mikil spenna,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá RÚV ohf. Gamla metið var um 140 þúsund atkvæði en hafa undanfarin ár verið á milli 80 og 100 þúsund. Sjá einnig: María vann með 15.000 atkvæða mun. Hver um sig gat greitt eins mörg atkvæði og sá gat komið að á þeim tíma sem kosningin stóð yfir og eftir að fyrir lá hvaða tvö efstu lög voru efst, var kosningin endurtekin á þá á milli þeirra tveggja. Vísir hefur heimildir fyrir því að einn einstaklingur hafi greitt 100 atkvæði, sem þýðir að hann hefur greitt fyrir það 13 þúsund krónur. Sjálfsagt eru fleiri dæmi um slíka ákefð. Þá liggur fyrir að gamlir nemendur Verzlunarskólans létu mjög til sín taka í keppninni, tvö efstu lögin eiga ætt og uppruna að rekja þangað og víst er að vel heppnuð markaðssetning kom við sögu. Skarphéðinn segir það ekki þurfa að koma á óvart að Verzlunarskólanemar mæti sterkir til leiks: „Skólinn heldur stóra söngvakeppni sem heitir Verzló-vælið og svo hafa þau sett um mjög metnaðarfulla söngleiki í tengslum við nemendamótið. Þetta hefur vaxið mikið. Virðist sem þarna séu æfingabúðir fyrir hæfileikafólk á þessu sviði og virðist vera að skila sér með þessum hætti.“ Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. RÚV situr sem sagt ekki eitt um hituna, símafyrirtækin taka sinn skerf. „Þess vegna segjum við tekjuhluti RÚV, því þetta skiptist milli okkar og símafyrirtækja. Og svo er náttúrlega VSK-urinn. Vodafone sá um þetta fyrir okkur og svo rennur hluti hagnaðar til annarra fyrirtækja, þá þar sem þeir sem greiddu atkvæði eru í viðskiptum,“ segir Skarphéðinn. Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór og María Ólafsdóttir mætast í einvígi Keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision 14. febrúar 2015 21:29 Framkomubanninu var aflétt í ár Framkomubannið kvað á um að listamenn máttu ekki flytja lagið á opinberum vettvangi fyrir úrslitakvöldið í Söngvakeppninni. 12. febrúar 2015 10:00 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Friðrik Dór sækir grunnskólana heim fyrir Eurovision Friðrik segir aðstandendur lagsins Í síðasta skipti hafa sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá þá í heimsókn. 9. febrúar 2015 22:16 Sérfræðingarnir spá virkilega spennandi úrslitaþætti "Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk“ 14. febrúar 2015 18:53 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Metþátttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. „Ætli það hafi ekki mest með það að gera hversu tæpt þetta stóð. Það var mikil spenna,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá RÚV ohf. Gamla metið var um 140 þúsund atkvæði en hafa undanfarin ár verið á milli 80 og 100 þúsund. Sjá einnig: María vann með 15.000 atkvæða mun. Hver um sig gat greitt eins mörg atkvæði og sá gat komið að á þeim tíma sem kosningin stóð yfir og eftir að fyrir lá hvaða tvö efstu lög voru efst, var kosningin endurtekin á þá á milli þeirra tveggja. Vísir hefur heimildir fyrir því að einn einstaklingur hafi greitt 100 atkvæði, sem þýðir að hann hefur greitt fyrir það 13 þúsund krónur. Sjálfsagt eru fleiri dæmi um slíka ákefð. Þá liggur fyrir að gamlir nemendur Verzlunarskólans létu mjög til sín taka í keppninni, tvö efstu lögin eiga ætt og uppruna að rekja þangað og víst er að vel heppnuð markaðssetning kom við sögu. Skarphéðinn segir það ekki þurfa að koma á óvart að Verzlunarskólanemar mæti sterkir til leiks: „Skólinn heldur stóra söngvakeppni sem heitir Verzló-vælið og svo hafa þau sett um mjög metnaðarfulla söngleiki í tengslum við nemendamótið. Þetta hefur vaxið mikið. Virðist sem þarna séu æfingabúðir fyrir hæfileikafólk á þessu sviði og virðist vera að skila sér með þessum hætti.“ Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. RÚV situr sem sagt ekki eitt um hituna, símafyrirtækin taka sinn skerf. „Þess vegna segjum við tekjuhluti RÚV, því þetta skiptist milli okkar og símafyrirtækja. Og svo er náttúrlega VSK-urinn. Vodafone sá um þetta fyrir okkur og svo rennur hluti hagnaðar til annarra fyrirtækja, þá þar sem þeir sem greiddu atkvæði eru í viðskiptum,“ segir Skarphéðinn.
Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór og María Ólafsdóttir mætast í einvígi Keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision 14. febrúar 2015 21:29 Framkomubanninu var aflétt í ár Framkomubannið kvað á um að listamenn máttu ekki flytja lagið á opinberum vettvangi fyrir úrslitakvöldið í Söngvakeppninni. 12. febrúar 2015 10:00 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Friðrik Dór sækir grunnskólana heim fyrir Eurovision Friðrik segir aðstandendur lagsins Í síðasta skipti hafa sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá þá í heimsókn. 9. febrúar 2015 22:16 Sérfræðingarnir spá virkilega spennandi úrslitaþætti "Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk“ 14. febrúar 2015 18:53 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Friðrik Dór og María Ólafsdóttir mætast í einvígi Keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision 14. febrúar 2015 21:29
Framkomubanninu var aflétt í ár Framkomubannið kvað á um að listamenn máttu ekki flytja lagið á opinberum vettvangi fyrir úrslitakvöldið í Söngvakeppninni. 12. febrúar 2015 10:00
Friðrik Dór sækir grunnskólana heim fyrir Eurovision Friðrik segir aðstandendur lagsins Í síðasta skipti hafa sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá þá í heimsókn. 9. febrúar 2015 22:16
Sérfræðingarnir spá virkilega spennandi úrslitaþætti "Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk“ 14. febrúar 2015 18:53