María vann með 15.000 atkvæða mun Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2015 10:20 Mikil spenna var í loftinu þegar tilkynnt var um sigurvegara Söngvakeppninnar en svo fór að María hafði betur gegn Friðrik Dór og munaði 15 þúsund atkvæðum á þeim. Vísir/Andri Mettþáttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. Alls voru greidd 168.762 atkvæði en gamla metið var um 140.000 atkvæði. Síðustu ár hefur atkvæðafjöldinn í úrslitum verið um 80-100.000, samkvæmt upplýsingum frá Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Áhorfendur völdu Maríu Ólafsdóttur sem fulltrúa Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verður í Vín í Austurríki í maí næstkomandi. María söng lagið Unbroken eftir StopWaitGo-þríeykið, þá Ásgeir Orra Ásgeirsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, en félagarnir áttu einnig lagið Once again sem Friðrik Dór flutti.Munaði 15.000 atkvæðum María og Friðrik mættust í tveggja laga einvígi í Söngvakeppninni um að verða næsti fulltrúi Íslands í Eurovision en þangað komust þau með atkvæðum frá dómnefnd Söngvakeppninnar og atkvæðum frá áhorfendum í gegnum símakosningu. Að sögn Skarphéðins var lagið Unbroken afgerandi sigurvegari í lokaeinvíginu en lagið fékk 70.774 atkvæði samanlagt en Once Again fékk 55.850 atkvæði. Munaði því rúmum fimmtán þúsund atkvæðum á þeim tveimur. Íslendingar eyddu 21,7 milljónum í símakosningu Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. Skarphéðinn segir Ríkisútvarpið ætla á næstu dögum að senda út upplýsingar um hvernig dómnefnd raðaði lögunum og hver atkvæðafjöldi allra laganna í fyrri umferð var. Eurovision Tengdar fréttir Twitter um úrslitin í Söngvakeppninni Nokkur tíst sem lýsa stemmingunni. 14. febrúar 2015 22:23 „Watch out Sigurður Óli, I´m coming for the FLAG“ „María var frábær frá byrjun til enda og átti þetta fullkomlega skilið,“ sagði Friðrik Dór. 14. febrúar 2015 22:44 Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Mettþáttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. Alls voru greidd 168.762 atkvæði en gamla metið var um 140.000 atkvæði. Síðustu ár hefur atkvæðafjöldinn í úrslitum verið um 80-100.000, samkvæmt upplýsingum frá Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Áhorfendur völdu Maríu Ólafsdóttur sem fulltrúa Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verður í Vín í Austurríki í maí næstkomandi. María söng lagið Unbroken eftir StopWaitGo-þríeykið, þá Ásgeir Orra Ásgeirsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, en félagarnir áttu einnig lagið Once again sem Friðrik Dór flutti.Munaði 15.000 atkvæðum María og Friðrik mættust í tveggja laga einvígi í Söngvakeppninni um að verða næsti fulltrúi Íslands í Eurovision en þangað komust þau með atkvæðum frá dómnefnd Söngvakeppninnar og atkvæðum frá áhorfendum í gegnum símakosningu. Að sögn Skarphéðins var lagið Unbroken afgerandi sigurvegari í lokaeinvíginu en lagið fékk 70.774 atkvæði samanlagt en Once Again fékk 55.850 atkvæði. Munaði því rúmum fimmtán þúsund atkvæðum á þeim tveimur. Íslendingar eyddu 21,7 milljónum í símakosningu Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. Skarphéðinn segir Ríkisútvarpið ætla á næstu dögum að senda út upplýsingar um hvernig dómnefnd raðaði lögunum og hver atkvæðafjöldi allra laganna í fyrri umferð var.
Eurovision Tengdar fréttir Twitter um úrslitin í Söngvakeppninni Nokkur tíst sem lýsa stemmingunni. 14. febrúar 2015 22:23 „Watch out Sigurður Óli, I´m coming for the FLAG“ „María var frábær frá byrjun til enda og átti þetta fullkomlega skilið,“ sagði Friðrik Dór. 14. febrúar 2015 22:44 Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
„Watch out Sigurður Óli, I´m coming for the FLAG“ „María var frábær frá byrjun til enda og átti þetta fullkomlega skilið,“ sagði Friðrik Dór. 14. febrúar 2015 22:44
Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36
Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59
Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00