Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn drepinn Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2015 08:25 Mikill viðbúnaður lögreglu var í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Vísir/AFP Lögregla í Kaupmannahöfn skaut í nótt mann til bana sem grunaður er um skotárásirnar í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum. Að sögn lögreglu bendir ekkert á þessari stundu til annars en að maðurinn hafi einn átt aðkomu að árásunum. Málið er enn í rannsókn. Einn maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalsgötu í miðbæ Kaupmannahafnar um miðnætti. Fyrr um daginn lést fertugur Dani í skotárás við Krudttönden-leikhúsið. Sænski listamaðurinn Lars Vilks telur að hann hafi verið skotmarkið en ráðstefna um guðlast og tjáningarfrelsi fór fram í leikhúsinu. Lögreglan rannsakar skotárásirnar sem hryðjuverk og lýsir Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, verknaðinum sem „kaldrifjuðu hryðjuverki“ í færslu sinni á Facebook. Lögregla greindi frá því um klukkan þrjú í nótt að lögreglumenn hafi skotið og drepið mann nærri lestarstöðinni Norðurbrú. Lögregla hafði þá fylgst með húsi í hverfinu og í nótt mætti maðurinn þangað. Þegar hann tók eftir lögreglumönnnum hóf hann skothríð. Lögreglan skaut þá á móti þannig að maðurinn lést. Enginn lögreglumaður særðist í átökunum. Í morgun greindi lögregla í Kaupmannahöfn svo frá því að gert sé ráð fyrir að um árásarmanninn hafi verið að ræða. Enn séu þó „margir lausir endar“ og umfangsmikil rannsókn stendur fyrir dyrum. Í tilkynningu lögreglu segir að hún hafi getað fylgst með ferðum mannsins með öryggismyndavélum í borginni og þannig haft uppi á honum.Fréttin verður uppfærð.Uppfært 8:45: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir á Facebook-síðu sinni að þetta sé óendilega sorglegur morgun þar sem hugurinn leitar til fórnarlamba árásanna og aðstandenda þeirra. Hún hrósar lögreglunni sérstaklega fyrir snör viðbröð til mögulegt hafi verið að tryggja öryggi borgarinnar. Segir forsætisráðherrann að ríkisstjórnin fylgist grannt með gangi mála og að enginn muni komast upp með að ráðast á hið opna, frjálsa og lýðræðislega samfélag í Danmörku.Uppfært 8:55: Fórnarlambið árásarmannsins á bænahús gyðinga á Kristalsgötu í nótt var 37 ára maður sem starfaði sem öryggisvörður. TV2 greinir frá þessu. Söfnuðurinn hefur nú opinberað að fórnarlambið hét Dan Uzan. Uppfært 8:59: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, mun funda með blaðamönnum klukkan 9:30 að íslenskum tíma. Politiet har afgivet skud ved Nørrebro Station. En person er ramt. Tilstand ukendt. Nærmere info vil tilgå #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 15, 2015 Post by Helle Thorning-Schmidt. #cphshooting Tweets Tengdar fréttir Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51 Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn skaut í nótt mann til bana sem grunaður er um skotárásirnar í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum. Að sögn lögreglu bendir ekkert á þessari stundu til annars en að maðurinn hafi einn átt aðkomu að árásunum. Málið er enn í rannsókn. Einn maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalsgötu í miðbæ Kaupmannahafnar um miðnætti. Fyrr um daginn lést fertugur Dani í skotárás við Krudttönden-leikhúsið. Sænski listamaðurinn Lars Vilks telur að hann hafi verið skotmarkið en ráðstefna um guðlast og tjáningarfrelsi fór fram í leikhúsinu. Lögreglan rannsakar skotárásirnar sem hryðjuverk og lýsir Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, verknaðinum sem „kaldrifjuðu hryðjuverki“ í færslu sinni á Facebook. Lögregla greindi frá því um klukkan þrjú í nótt að lögreglumenn hafi skotið og drepið mann nærri lestarstöðinni Norðurbrú. Lögregla hafði þá fylgst með húsi í hverfinu og í nótt mætti maðurinn þangað. Þegar hann tók eftir lögreglumönnnum hóf hann skothríð. Lögreglan skaut þá á móti þannig að maðurinn lést. Enginn lögreglumaður særðist í átökunum. Í morgun greindi lögregla í Kaupmannahöfn svo frá því að gert sé ráð fyrir að um árásarmanninn hafi verið að ræða. Enn séu þó „margir lausir endar“ og umfangsmikil rannsókn stendur fyrir dyrum. Í tilkynningu lögreglu segir að hún hafi getað fylgst með ferðum mannsins með öryggismyndavélum í borginni og þannig haft uppi á honum.Fréttin verður uppfærð.Uppfært 8:45: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir á Facebook-síðu sinni að þetta sé óendilega sorglegur morgun þar sem hugurinn leitar til fórnarlamba árásanna og aðstandenda þeirra. Hún hrósar lögreglunni sérstaklega fyrir snör viðbröð til mögulegt hafi verið að tryggja öryggi borgarinnar. Segir forsætisráðherrann að ríkisstjórnin fylgist grannt með gangi mála og að enginn muni komast upp með að ráðast á hið opna, frjálsa og lýðræðislega samfélag í Danmörku.Uppfært 8:55: Fórnarlambið árásarmannsins á bænahús gyðinga á Kristalsgötu í nótt var 37 ára maður sem starfaði sem öryggisvörður. TV2 greinir frá þessu. Söfnuðurinn hefur nú opinberað að fórnarlambið hét Dan Uzan. Uppfært 8:59: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, mun funda með blaðamönnum klukkan 9:30 að íslenskum tíma. Politiet har afgivet skud ved Nørrebro Station. En person er ramt. Tilstand ukendt. Nærmere info vil tilgå #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 15, 2015 Post by Helle Thorning-Schmidt. #cphshooting Tweets
Tengdar fréttir Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51 Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51
Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09
Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41