Innlent

Eva Joly segist geta útvegað Íslendingum gögn um skattaundanskot

Birgir Olgeirsson skrifar
Eva Joly
Eva Joly Vísir/Daníel
Íslensk stjórnvöld geta fengið gögn um skattaundanskot Íslendinga, tengd breska fjárfestingarbankanum HSBC, þeim að kostnaðarlausu. Þetta sagði Eva Joly, sérfræðingur í rannsóknum fjármálaglæpa, í samtali við fréttastofu Sjónvarpsins í kvöld.

Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að fjárhæðirnar sem tengjast Íslandi nemi 9,5 milljónum Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 1,257 milljörðum íslenskra króna.

Eva Joly sagði við fréttastofu Sjónvarpsins að hún hefði sett í sig í samband við manninn sem lak gögnunum um skattaundanskot tengd HSBC og sagðist hafa spurt hann hvort hann væri reiðubúinn að láta íslensk stjórnvöld hafa gögnin sem varða Íslendinga án endurgjalds. Var maðurinn samþykkur því að sögn Evu Joly sem hefur boðið fram aðstoð við að setja sig í samband við hann.

HSBC er sagður hafa aðstoðað viðskiptavini sína við að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir yfirvöldum um allan heim. Meðal þeirra sem bankinn er sagður hafa aðstoðað við að fela peninga eru eiturlyfjasalar, vopnasalar og fræðgarfólk um allan heim.


Tengdar fréttir

HSBC tengdur skattsvikum

Nærri 1.300 milljóna króna inneign er tengd Íslandi í gögnum sem lekið var frá svissnesku útibúi breska fjárfestingarbankans HSBC. Bankinn er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við stórfelld undanskot skattgreiðslna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×