Fyrsti útsigur Hauka síðan í byrjun desember - fóru illa með Þór í seinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2015 20:52 Emil Barja var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm Haukaliðið endar nú langa bið leik eftir leik í Dominos-deildinni. Á mánudagskvöldið unnu þeir sinn fyrsta deildarleik síðan 12. desember og í kvöld unnu þeir sinn fyrsta útisigur síðan 4. desember. Haukarnir fóru þá í Þorlákshöfn og unnu sannfærandi 28 stiga sigur á heimamönnum í Þór í lokaleik 17. umferðar, 99-71, en sigurinn skilaði liðinu upp um fjögur sæti og alla leið í fimmta sætið. Haukar voru tveimur stigum undir í hálfleik en unnu seinni hálfleikinn með 30 stigum og fögnuðu öruggum en jafnframt langþráðum sigri. Haukaliðið vann lokaleikhlutann 30-8. Emil Barja átti annan leikinn í röð sinn besta leik í stigum í vetur og endaði leikinn með 28 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Alex Francis var með 25 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar og Haukur Óskarsson skoraði 19 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Darrin Govens var atkvæðamestur hjá Þórsliðinu með 22 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar en Grétar Ingi Erlendsson var með 17 stig og 9 fráköst. Haukarnir byrjuðu leikinn vel og voru komnir í 9-2 eftir tæpar tvær mínútur. Þórsarar skoruðu þá sjö stig í röð og voru síðan komnir í 17-13 um miðjan leikhlutann. Þórsarar unnu fyrsta leikhlutann 26-23 og voru mest sjö stigum yfir í öðrum leikhlutanum, 32-25. Þá komu níu stig Hauka í röð og sá góði kafli kom þeim aftur yfir í leiknum. Haukarnir voru 42-37 yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir af hálfleiknum en þá kom enn ein sveiflan í leikinn þar sem Þórsliðið vann lokakafla hálfleiksins 11-4 og var í kjölfarið tveimur stigum yfir í hálfleik, 48-46. Haukaliðið skoraði ellefu af fyrstu þrettán stigum seinni hálfleiksins og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, neyddist til að taka leikhlé eftir tæpar fjórar mínútur þegar Haukarnir voru komnir í 59-52. Haukarnir voru hinsvegar komnir í gírinn og náðu mest fimmtán stiga forystu, 67-52, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir að þriðja leikhlutanum. Þórsliðið gafst þó ekki upp og náði góðum 11-2 spretti í lok leikhlutans sem hélt liðinu inn í leiknum. Haukaliðið vann þriðja leikhlutann á endanum 23-15 sem skilaði liðinu sex stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 69-63. Haukarnir skoruðu fjögur fyrstu stig lokaleikhlutann og voru aftur komnir tíu stigum yfir. Þeir unnu síðan fyrstu fimm mínútur fjórða leikhlutans 13-3 og voru með leikinn í öruggum höndum eftir það. Haukaliðið vann fjórða leikhlutann á endanum 30-8 og þar með leikinn með 28 stigum.Þór Þ.-Haukar 71-99 (26-23, 22-23, 15-23, 8-30)Þór Þ.: Darrin Govens 22/13 fráköst/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 17/9 fráköst, Nemanja Sovic 10/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst.Haukar: Emil Barja 28/6 fráköst, Alex Francis 25/14 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 12/6 fráköst/6 stolnir, Kristinn Marinósson 9/11 fráköst, Hjálmar Stefánsson 4/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Haukaliðið endar nú langa bið leik eftir leik í Dominos-deildinni. Á mánudagskvöldið unnu þeir sinn fyrsta deildarleik síðan 12. desember og í kvöld unnu þeir sinn fyrsta útisigur síðan 4. desember. Haukarnir fóru þá í Þorlákshöfn og unnu sannfærandi 28 stiga sigur á heimamönnum í Þór í lokaleik 17. umferðar, 99-71, en sigurinn skilaði liðinu upp um fjögur sæti og alla leið í fimmta sætið. Haukar voru tveimur stigum undir í hálfleik en unnu seinni hálfleikinn með 30 stigum og fögnuðu öruggum en jafnframt langþráðum sigri. Haukaliðið vann lokaleikhlutann 30-8. Emil Barja átti annan leikinn í röð sinn besta leik í stigum í vetur og endaði leikinn með 28 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Alex Francis var með 25 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar og Haukur Óskarsson skoraði 19 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Darrin Govens var atkvæðamestur hjá Þórsliðinu með 22 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar en Grétar Ingi Erlendsson var með 17 stig og 9 fráköst. Haukarnir byrjuðu leikinn vel og voru komnir í 9-2 eftir tæpar tvær mínútur. Þórsarar skoruðu þá sjö stig í röð og voru síðan komnir í 17-13 um miðjan leikhlutann. Þórsarar unnu fyrsta leikhlutann 26-23 og voru mest sjö stigum yfir í öðrum leikhlutanum, 32-25. Þá komu níu stig Hauka í röð og sá góði kafli kom þeim aftur yfir í leiknum. Haukarnir voru 42-37 yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir af hálfleiknum en þá kom enn ein sveiflan í leikinn þar sem Þórsliðið vann lokakafla hálfleiksins 11-4 og var í kjölfarið tveimur stigum yfir í hálfleik, 48-46. Haukaliðið skoraði ellefu af fyrstu þrettán stigum seinni hálfleiksins og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, neyddist til að taka leikhlé eftir tæpar fjórar mínútur þegar Haukarnir voru komnir í 59-52. Haukarnir voru hinsvegar komnir í gírinn og náðu mest fimmtán stiga forystu, 67-52, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir að þriðja leikhlutanum. Þórsliðið gafst þó ekki upp og náði góðum 11-2 spretti í lok leikhlutans sem hélt liðinu inn í leiknum. Haukaliðið vann þriðja leikhlutann á endanum 23-15 sem skilaði liðinu sex stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 69-63. Haukarnir skoruðu fjögur fyrstu stig lokaleikhlutann og voru aftur komnir tíu stigum yfir. Þeir unnu síðan fyrstu fimm mínútur fjórða leikhlutans 13-3 og voru með leikinn í öruggum höndum eftir það. Haukaliðið vann fjórða leikhlutann á endanum 30-8 og þar með leikinn með 28 stigum.Þór Þ.-Haukar 71-99 (26-23, 22-23, 15-23, 8-30)Þór Þ.: Darrin Govens 22/13 fráköst/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 17/9 fráköst, Nemanja Sovic 10/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst.Haukar: Emil Barja 28/6 fráköst, Alex Francis 25/14 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 12/6 fráköst/6 stolnir, Kristinn Marinósson 9/11 fráköst, Hjálmar Stefánsson 4/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik