Erlent

Chelsea Manning fer í hormónameðferð

Samúel Karl Ólason skrifar
Chelsea Manning breytti um nafn í apríl í fyrra.
Chelsea Manning breytti um nafn í apríl í fyrra. Vísir/AFP
Chelsea Manning, sem dæmd var fyrir að leka gögnum til Wikileaks, mun fara í hormónameðferð vegna kynjaskiptingar. Meðferðin mun gera Manning kleyft að verða kona að fullu. Yfirmaður fangelsisins sem hún er í samþykkti það fyrr í mánuðinum.

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að í ljós kom að hætt væri við því að Manning myndi gelda sig, eða fremja sjálfsmorð.

Á vef Sky News kemur fram að þessi aðgerð sé framkvæmd af og til á föngum en að Mannig sé fyrsti hermaðurinn sem fari í hana.

Manning var dæmd fyrir njósnir í ágúst 2013 eftir að hafa lekið meira en 700 þúsund skjölum til Wikileaks. Hún var dæmd í 35 ára fangelsi. Í apríl í fyrra breytti hún nafni sínu úr Bradley Manning í Chelsea Manning.


Tengdar fréttir

Bradley Manning: "Þetta verður allt í lagi“

David Coombs, verjandi Bradley Manning, sagði á blaðamannafundi nú fyrir stundu að næstu skref í málinu væri að leita til Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, og fara fram á að forsetinn náði Manning eða stytti dóminn í þrjú ár, sem hann hefur þegar setið inni.

„Skelfilegur dómur“

„Skelfileg niðurstaða fyrir þennan unga mann sem gerði ekki annað en hlýða sinni samvisku,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, um fangelsisdóminn yfir Bradley Manning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×