Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2015 11:00 Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf á milli starfsmanna. Vísir Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja.Sjá einnig: Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið Sakborningar í málinu hafa lýst því fyrir dómi að þessar verðkannanir hafi áður verið framkvæmdar þannig að hringt var úr leyninúmeri í samkeppnisaðilann og fengið verð á vörum. Einnig voru kannanir framkvæmdar undir gervinöfnum og samkeppnisaðilinn beðinn um að gefa verð í gerviverk. Hins vegar er tekist á fyrir héraðsdómi um lögmæti símtala sem starfsmenn Húsasmiðjunnar og Byko áttu undir nafni. Skiptust þeir á vöruverði í gegnum síma en því hefur verið hafnað að þeir hafi skipst á verðupplýsingum, þetta hefðu verið verðkannanir. Þeir sakborningar sem hafa talað fyrir dómi töldu á þeim tíma sem verðkannanir voru framkvæmdar að ekki hefði verið saknæmt athæfi að baki þeim enda hefði verið hægt að afla þessara verðupplýsinga með öðrum hætti. Þá væri einnig ekki trúnaður um gildandi raunverð hjá fyrirtækjunum. Saksóknari hefur engu að síður spurt hvers vegna þessar verðkannanir voru framkvæmdar með þessum símtölum undir nafni. Þá hefur einnig komið fram að starfsmenn Byko hættu þessum verðkönnunum eftir að starfsmenn höfðu verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Bárust meðal annars skipanir frá yfirmanni í Byko þar sem hann sagði að verðkannanir yrðu ekki lengur framkvæmdar með þessum símtölum sem honum þótti að eigin sögn of „kammó”. Hér eftir ætti að framkvæma verðkannanir eins og áður fyrr, númeraleynd og allur pakkinn. Sjá einnig: Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Í dag hefur saksóknari rætt við verslunarstjóra og sölustjóra hjá Byko. Sölustjórinn var meðal annars spurður hvort fyrirtækin hefðu kannað framtíðarverð hjá samkeppnisaðila og sagði hann svo ekki, einungis hefðu verið könnuð gildandi verð. „Annað hefði verið fáránlegt,” sagði sölustjórinn. Verslunarstjórinn sagði að algengt væri að viðskiptavinir hefðu samband og óskuðu eftir upplýsingum um verð. Gildandi verð hafi þá verið gefið upp sama hver átti í hlut. Hann sagði að ekki að ekki hefðu verið gefin upp afsláttarkjör einstakra aðila. Þá var hann spurður af verjanda hvers vegna Byko framkvæmd verðkannanir og sagði hann það gert svo fyrirtækið gæti áttað sig á stöðu sinni á markaði, líkt og Bónus og Króna gera að hans sögn. Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja.Sjá einnig: Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið Sakborningar í málinu hafa lýst því fyrir dómi að þessar verðkannanir hafi áður verið framkvæmdar þannig að hringt var úr leyninúmeri í samkeppnisaðilann og fengið verð á vörum. Einnig voru kannanir framkvæmdar undir gervinöfnum og samkeppnisaðilinn beðinn um að gefa verð í gerviverk. Hins vegar er tekist á fyrir héraðsdómi um lögmæti símtala sem starfsmenn Húsasmiðjunnar og Byko áttu undir nafni. Skiptust þeir á vöruverði í gegnum síma en því hefur verið hafnað að þeir hafi skipst á verðupplýsingum, þetta hefðu verið verðkannanir. Þeir sakborningar sem hafa talað fyrir dómi töldu á þeim tíma sem verðkannanir voru framkvæmdar að ekki hefði verið saknæmt athæfi að baki þeim enda hefði verið hægt að afla þessara verðupplýsinga með öðrum hætti. Þá væri einnig ekki trúnaður um gildandi raunverð hjá fyrirtækjunum. Saksóknari hefur engu að síður spurt hvers vegna þessar verðkannanir voru framkvæmdar með þessum símtölum undir nafni. Þá hefur einnig komið fram að starfsmenn Byko hættu þessum verðkönnunum eftir að starfsmenn höfðu verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Bárust meðal annars skipanir frá yfirmanni í Byko þar sem hann sagði að verðkannanir yrðu ekki lengur framkvæmdar með þessum símtölum sem honum þótti að eigin sögn of „kammó”. Hér eftir ætti að framkvæma verðkannanir eins og áður fyrr, númeraleynd og allur pakkinn. Sjá einnig: Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Í dag hefur saksóknari rætt við verslunarstjóra og sölustjóra hjá Byko. Sölustjórinn var meðal annars spurður hvort fyrirtækin hefðu kannað framtíðarverð hjá samkeppnisaðila og sagði hann svo ekki, einungis hefðu verið könnuð gildandi verð. „Annað hefði verið fáránlegt,” sagði sölustjórinn. Verslunarstjórinn sagði að algengt væri að viðskiptavinir hefðu samband og óskuðu eftir upplýsingum um verð. Gildandi verð hafi þá verið gefið upp sama hver átti í hlut. Hann sagði að ekki að ekki hefðu verið gefin upp afsláttarkjör einstakra aðila. Þá var hann spurður af verjanda hvers vegna Byko framkvæmd verðkannanir og sagði hann það gert svo fyrirtækið gæti áttað sig á stöðu sinni á markaði, líkt og Bónus og Króna gera að hans sögn.
Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26
Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06