Innlent

Lögfræðikostnaðurinn nemur rúmum 82 milljónum króna

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá réttarhöldunum í Al Thani-málinu
Frá réttarhöldunum í Al Thani-málinu Vísir/Daníel
Lögfræðikostnaður sakborninga í Al Thani-málinu nemur rúmum 82 milljónum króna. Hreiðar Már Sigurðsson var dæmdur til að greiða verjanda sínum 24,7 milljónir króna og þarf Sigurður Einarsson að greiða verjanda sínum 14 milljónir króna.

Ólafur Ólafsson var dæmdur til að greiða þrjá-fjórðu af málsvarnarkostnaði sínum og greiðir því 17,7 milljónir króna til verjanda síns. Fjórðungur greiðist úr ríkissjóði vegna málsvarnarkostnaður Ólafs, eða tæpar sex milljónir króna.

Þá var Magnús Guðmundsson dæmdur til að greiða verjanda sínum 20 milljónir króna.

Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í Al Thani-málinu í dag en þar var fimm og hálfs árs fangelsisdómur Hreiðars Más Sigurðssonar staðfestur. Fimm ára fangelsisdómur yfir Sigurði Einarssyni var mildaður niður í fjögur ár en dómar yfir Ólafi Ólafssyni og Magnúsi Guðmundssyni voru þyngdir í fjögur og hálft ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×